Íþróttablaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 66
Aftari röð frá vinstri: Kristinn Einarsson UMFN, Magnús Guðfinnsson ÍBK, Hannes Haraldsson Val, Ólafur Gottskálksson
ÍBK, Jón Þór Gunnarsson Haukum, Jóhannes Sveinsson ÍR, og Jón Sigurðsson Þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Teitur
Örlygsson UMFN, Bárður Eyþórsson Val, Guðjón Skúiason ÍBK, Árni Blöndal KR, Jón Örn Guðmundsson ÍR. Á myndina
vantar Magnús Matthíasson Rice University, Guðmund Bragason Cumberland Valley High School, Harald Leifsson og
Eyjólf Sverrisson báðir frá Tindastól.
Stjömur framtíð
— rætt við Jón Sigurðsson um unglingalandslið íslands í körfubolta.
Texti: Þorgrímur Þráinsson.
Myndir: Jens og Loftur.
Unglingalandslið íslands í körfu-
bolta heldur til Frakklands í byrjun
apríl og tekur þátt í Evrópukeppni
unglingalandsliða dagana 7.-11. þess
mánaðar. Keppninni sem fer fram í
borginni La Baula skammt frá Nantes
er skipt í 5 riðla og halda 2 efstu liðin
áfram í lokakeppnina sem verður í
Austurríki í ágúst. Þjálfari landsliðs-
ins er Jón Sigurðsson,margreyndur
landsliðskappi og einn af bestu körfu-
boltamönnum landsins fyrr og síðar.
íþróttablaðið tók hann tali áður en
liðið hélt utan og leitaði upplýsinga
um mótið.
66