Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 69

Íþróttablaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 69
. Gunnleifsson Qulli eins og hann er kallaður er 10 ára, fæddur 14.júlí 1975 á Akranesi. Foreldrar hans eru Qunnleifur Kjart- ansson og Guðbjörg Lárentsínus- dóttir. Gulli er Hólmari því hann ólst upp í Stykkishólmi en flutti til Kópa- vogs 5 ára og stundar íþróttir með fé- lögunum HK og ÍK. Hann er mark- maður í ö.flokki í ÍK í fótbolta og hef- ur þegar náð frábærum árangri sem slíkur. Á Tommahamborgaramótinu sem haldið var í Vestmannaeyjum 1984 var hann valinn besti mark- maður mótsins og þótti sína snilldar- tilþrif. í handbolta leikur hann sem útileikmaður með 6.flokki HK og segist hann hafa jafn gaman af báð- um íþróttagreinunum. Sem stendur æfir Gulli fótbolta einu sinni í viku en meira er að gera í handboltanum sem eðlilegt er. Sjötta flokki HK hefur gengið vel það sem af er vetri. Strákarnir eru efstir í sín- um riðli í íslandsmótinu og eru því all- ar líkur á að þeir fari í úrslit. Næsta sumar tekur Gulli í fyrsta skipti þátt í íslandsmóti í knattspyrnu ásamt félögun sínum í 5.flokki. í fyrra var einungis um Pollamót og fleiri slík mót að ræða. Markmannshæfi- leikar hans voru uppgötvaðir á stutt- um tíma því eftir eina æfingu hjá ÍK var hann settur í markið í a-liðinu. Fyrsti leikur hans var gegn Haukum og er ekki hægt að segja annað en að frumraunin hafi verið hvetjandi - 11-0 sigur. Gulli stundar nám í 4.bekk í Hjalla- skóla og sækist námið vel. Honum líkar vel að búa í Kópavogi og líður vart sá dagur að hann leiki sér ekki með bolta. Hann á sína uppáhalds- íþróttamenn eins og flestir ungir pilt- ar. í handboltanum er það Kristján Arason sá stórkostlegi íþróttamaður og í fótboltanum Arnór Guðjohnsen. Gulla dreymir að sjálfsögðu um að komast í landsliðið og fylgist hann vel með öilum íslenskum íþrótta- stjörnum. Titillinn íþróttamaður Kópavogs 12 ára og yngri hlýtur að vera mikil upphefð fyrir hvern og einn. Gunn- leifur hlaut ekki eingöngu þann titill heldur hafnaði hann í öðru sæti yfir alla flokka — næstur á eftir Svanhildi Kristjánsdóttur hlaupadrottningu. Gulli sagði að útnefningin hefði kom- ið sér á óvart og hann hafi reyndar mætt allt of seint í athöfnina. Hann fékk glæsilega bikara í verðlaun ann- an til eignar en hinn er farandbikar sem þarf að vinna þrjú ár í röð til þess að eignast. Gulli var að lokum spurður hvort hann ætlaði ekki að reyna að verða valinn íþróttamaður Kópavogs aftur. Hann svaraði eins og sannur keppnismaður sem ætlar sér að ná langt. „Auðvitað reyni ég að verja titilinn“. Texti: Þorgrímur Þráinsson Myndir: Jens Alexandersson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.