Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1986, Side 78

Íþróttablaðið - 01.04.1986, Side 78
Á heimavelli ÁRNI NJÁLSSON Gamli landsliðsbakvörðurinn Arni Njálsson sem hefur þjálfað víðsvegar um landið undanfarin ár kallar ekki allt ömmu sína í þeim málum. Hann var þjálfari FH til skamms tíma og stjórnaði af sinni alkunnu snilld. Ein- hverntíma fyrir einn æfingaleik að voriagi lagði hann mönnum línurnar hvernig taktík skyldi beita á and- stæðingana. I FH liðinu á þessum tíma var Atli nokkur Alexandersson (Stefánssonar) sem lék í stöðu vinstri útherja. Arni tók Atla á eintal fyrir leikinn og sagði honum að liggja eins utarlega á kantinum og mögulegt væri — til þess að halda breiddinni og opna þannig vörn andstæðing- anna. Leikurinn hófst og gerir Atli nákvæmlega það sem fyrir hann var lagt — hélt sig utarlega. Þegar 15 mínútur voru liðnar af leiknum og Atli hafði ekki enn snert boltann var honum skipt útaf. Hann var að von- um óánægður með ákvörðun þjálfar- ans og spurði hvað í ósköpunum þetta ætti að þýða. Arni var ekki lengi að réttmæta ákvörðun sína og sagði í einum grænum: „Elskan mín góða, þú lást allt of utarlega". hotel ísafjördu: öll nútímaþœgindi # í hrikalegu umhveríi skuhilsfjardar Hvort heldur þig langar á skíði á Seljalandsdal, einu fegursta skíða svæði landsins eða aðeins að njóta lífsins í þægilegu umhverfi í faðmi vestfirskra fjalla, er nýja hótelið á Eyri við Skutulsfjörð rétti staðurinn. Við bjóðum 30 þægileg herbergi m/baði, allar veitingar og ráðstefnu aðstöðu fyrir smærri hópa. hótel ísafjöróur silfurtorgi 2, sími 94-4111 HRABBÝ VAKTI ATHYGLI Vaxtarræktarkonan Hrafnhildur Valbjörnsdóttir sem verður fjarri góðu gamni á Islandsmótinu í Broad- way 13.apríl vakti mikla athygli á Norðurlandamótinu í vaxtarrækt inu stal hún senunni og beintust augu sem haldið var í lok síðastliðins árs. allra að henni. Mikið var púað þegar Þrátt fyrir að hafa lent í 5.sæti á mót- úrslitin voru tilkynnt og vildu áhorf- endur Hrafnhildi greinilega í verð- launasæti. Pósur hennar þóttu líflegar og frábrugðnar öðrum og voru filmurnar ekki sparaðar þegar Hrafn- hildur var á sviðinu.

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.