Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 7

Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 7
móti því að nýir menn séu ráðnir í þjálfarastöður landsliða Islands. Það, sem ég aftur á móti sætti mig ekki fullkomlega við, er að ég fór þess á leit við forsvarsmenn KSI að þeir segðu mér hvað ég hefði gert rangt með 21 árs liðið. Þeir hafa ekki ennþá svarað þeirri spurningu og reyndar bíð ég enn þann dag í dag eftir svari frá KSÍ. Mér finnst að þeir hefðu alla- vega getað komið hreint og beint fram við mig og þakkað mérfyrir mín störf, en ég tel réttu leiðina ekki hafa verið farna með því að auglýsa allt í einu stöðuna en í því felst auðvitað: Við þurfum ekki meira á þér að halda." Nú gekk vel þegar þú varst með landslið leikmanna 21 árs og yngri. Hvað er að hjá því liði núna? „Já, ég held að mér hafi gengið ágætlega með 21 árs liðið. Ég hef að vísu ekki séð mikið til þess liðs, sem núna hefur verið stillt upp, en af leiknum gegn Tékkum fyrr í sumar fékk ég ekki betur séð en að þetta væri mjög spilandi og skemmtilegt lið. í liðinu eru 3-4 leikmenn sem voru í því liði, sem égstjórnaði, ogég fæ ekki séð að þetta lið sé neitt slak- ara en það sem ég var með. Menn reyna alltaf að finna ein- hverjar skýringar þegar illa gengur og bent hefur verið á að nú verði ekki leyft að leikmenn, eldri en 21 árs, leiki með 21 árs liðinu. Það verður þó að líta á þá staðreynd að önnur lið eru í sömu sporum. Það er alls ekki gefið mál að þeireldri leikmenn, sem notaðir voru, hafi verið A-landsliðs- menn, sbr. t.d. Kristin R. Jónsson, Frammara, sem var annar tveggja eldri leikmanna í mínu liði og skilaði hlutverki sínu þar vel. Hann er ekki inni í myndinni hjá A-landsliðinu núna. Ég held að skýringin sé fyrst og fremst sú að það þarf að samstilla liðið miklu betur. Það mikilvægasta í þvíer náttúrlega að það þarf að þjálfa þetta lið. Menn þurfa að læra hver inn á annan og gera sér grein fyrir því að það er lið, sem er að spila, en ekki einungis efnilegir einstaklingar." Hvernig lýst þér á landsliðsmálin núna? „Ég verð að segja það að ég varð fyrir vissum vonþrigðum þegar Bo Johanson hélt þjálfaranámskeið í fyrra þegar hann kom, þar sem hann lýsti því yfir að þær leikaðferðir, sem landsliðið hefði hingað til spilað, hentuðu liðinu ekki. Hann sagði liðið hafa spilað of stífan varnarleik og þau stig, sem það hefði fengið, hefðu verið of fá. Honum var bent á það að einungis hefði vantað lítið upp á til þess að komast á HM á Ítalíu síðast- liðið sumar, en hann taldi það allt of mikið. Að sjálfsögðu er ég sammála Bo í því að setja beri markið hátt. Aftur á móti held ég að það sé ekki rétt að segja að einbver sérstök leik- aðferð sé lykillinn að velgengni liðs- ins. Hvort stillt er upp 4-4-2 eða 3- 5-2 skiptirekki öllu máli. Maðurgæti þess vegna sagt að leikkerfi liðsins væri 9-1! Það, sem skiptir mestu máli, er það hvernig leikið er þegar liðið er í vörn og hins vegar hvernig leikið er þegar sótt er. Leikkerfið er einungis uppstilling. Það er leikaðferðin sem skiptir máli. Þess vegna finnst mér spurning svo sem, ætlarðu að spila sóknarleik, alveg fáránleg. Menn geta ekki annað en leikið sóknarleik þegar þeir hafa knöttinn og varnar- leik þegar mótherjinn hefur hann. Þetta er fyrst og fremst spurning um hvernig er leikið. 4-4-2 leikkerfið er fyrst og fremst uppstilling eins og ég sagði. Þjálfari verður að reyna að finna rétta menn í réttar stöður útfrá mörgum punktum. Einn þeirra er sá hvort vissum leik- manni hentar að leika í vissu leik- kerfi. Það er alveg Ijóst að 4-4-2 leik- kerfið er almennt ekki spilað á ís- landi. Þegar Englendingar eru t.d. inntir eftir því hvort þeir ætli að leika með „sweeper" segjast þeir ekki eiga neinn því að ekkert lið á Englandi leiki með „sweeper". Englendingar leika því ekki leikaðferð með „sweeper" því að það er einfaldlega ekki til að dreifa mönnum sem leika stöðuna með sínum félagsliðum. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.