Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 61

Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 61
ESSO Haukur Gunnarsson ásamt Bjarna Bjarnasyni og Vilhjálmi Jónssyni, forstjóra Ólíufélagsins hf. styrkir Hauk Gunnarsson Það er alltaf ánægjulegt þegar fyrirtæki veita einstaklingum, sem skara fram úr í íþróttum, fjárstyrk til þess að stunda íþrótt sína sem best — sérstaklega þegar stórmót eru framundan. ESSO — Olíufélagið hf. — hefur í samráði við íþróttasam- band fatlaðra ákveðið að styrkja Hauk Gunnarsson fram að Ólympíu- leikunum í Barcelona sem fara fram í september 1992. Haukur hefur verið einn fremsti frjálsíþróttamaður íslands í íþróttum fatlaðra og á glæsilegan feril að baki. Hápunkturinn á ferli Hauks var án efa frammistaða hans á Ólympíuleik- um fatlaðra í Seoul, Suður-Kóreu, ár- ið 1988. Þá setti HaukurÓlympíumet og heimsmet í 100 metra hlaupi auk þess sem hann vann til bronsverð- launa í 200 og 400 metra hlaupi. Sama ár var Haukur kosinn íþrótta- maður Reykjavíkur og hafnaði í 3. sæti í kjöri íþróttamanns ársins hjá íþ róttaf rétta m ö n n u m. ífyrranáði Haukurstórglæsilegum árangri á heimsleikum fatlaðra í As- sen í Hollandi er hann fékk silfur- verðlaun í 100 og 400 metra hlaupi ogbronsverðlaun í 200 metra hlaupi. Of langt mál yrði að telja upp öll afrek Hauks til þessa en ÍÞRÓTTA- BLAÐIÐ sló á þráðinn til hans og forvitnaðist um það hvað hefði á daga hans drifið á undanförunum mánuðum og hvað væri framundan hjá honum. „Um þessar mundir miðast allur minn undirbúningur við það að vera í toppformi á Ólympíuleikunum á næsta ári. Þar ætla ég að keppa í 100, 200 og 400 metra hlaupi. Hugsan- lega keppi ég líka í 800 metra hlaupi og langstökki. Það verður við ramm- an reip að draga í Barcelona því nokkuð margar þjóðir munu senda keppendur á Ólympíuleikana og margir þeirra eru góðir. Asíumenn, Ástralíubúar og Kanadamenn mæta sterkir til leiks í fyrsta skipti og sömu- leiðis Þjóðverjar og Frakkar. Það verður því ekki hlaupið að því að krækja í gullið því Þjóðverjinn um- deildi, sem sigraði mig á heimsleik- unum ífyrra, verður væntanlega með ásamt einhverjum nýjum keppend- um." Haukur hefur æft með frjáls- íþróttadeild Ármanns undanfarin ár og verið ötull við æfingarnar. Hann segist hafa hlaupið undir staðfestu heimsmeti í 100 metra hlaupi á æf- ingum og vonast jafnvel til að bæta það í sumar. „Auk einhverra móta hér heima keppi ég á þýska meistara- mótinu 13.-14. júlíog á Evrópumeist- aramóti félagsliða sem ferfram í Eng- landi í haust." Haukur segist verið mjög þakklát- ur fyrir þann styrk sem Ólíufélagið hf. veitir honum en hann hljóðar upp á 30.000 krónur á mánuði fram að Ól- ympíuleikunum. „Ég hef stundum verið gagnrýninn á stefnu Iþrótta- sambands fatlaðra en mér finnst að sambandið mætti styðja betur við bakið á fáum einstaklingum, sem eiga góða möguleika á því að ná langt, í stað þess að styrkja marga." Haukur og sambýliskona hans eignuðust son í fyrra og lífið snýst því ekki lengur eingöngu um íþróttaiðk- un. „Ég hef ákveðið að draga mig í hlé eftir Ólympíuleikana á næsta ári. Auðvitað hætti ég aldrei í íþróttum en ég ætla ekki að eyða svona miklum tíma í æfingar eftir leikana. Ég gæti vel hugsað mér að leika mér aðeins í tennis, badminton, fótbolta eða öðr- um greinum þegarég hætti að hlaupa fyrir alvöru." 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.