Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 13

Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 13
á móti er það staðreynd að útlending- arnir þurfa að vera aðeins betri en heimamennirnir til þess að eiga upp á pallborðið hjá liðunum og sæti sín vís. Að vissu leyti er þetta ástæða þess að veggir úr austri hafa verið að hrynja og sérstaklega var þetta mikil- vægt fyrir lið í Bundesligunni þegar Berlínarmúrinn hrundi því að Austur- Þjóðverjarnir voru Þjóðverjar og það þurfti ekki að greiða mjög háar upp- hæðirtil þess aðfá þátil liðsviðsig." Aðspurður sagði Guðni að því fylgdu bæði kostir og gallar að koma leikmönnum í atvinnumennsku. „Þegar þessir strákar eru í atvinnu- mennskunni eru þeir að leika við menn í sömu gæðaflokkum og þeir leika gegn í landsleikjum. Hins vegar felst í því mikil hagræðing að hafa menn hér heimavið því þá er auð- veldara að ná þeim saman í lands- leiki. Keppnistímabilin eru lengri úti en hér heima þannig að menn eru í betra leikformi í lengri.tíma úti en hér á landi." ÓVITLAUST AÐ KALLA MENN SAMAN SEM LEIKA HÉRÁ LANDI Er ekki rétt að nýta sér það að landsliðsmennirnir eru hérna heima og láta þá æfa meira saman yfir sum- artímann? „Ég er ekkert viss um að íslensku félögin væru tilbúin að missa sína leikmenn yfir í æfingabúðir fyrir landsliðið í tíma og ótíma. Það, sem þyrfti þó að koma á hér á landi, er svipað fyrirkomulag og er í Þýska- landi. Þar getur landsliðseinvaldur- inn kallað á þá leikmenn, sem hann vill, tvisvar á vetri í 2-3 daga og það er síðan undir honum komið hvernig hann nýtir sér þennan tíma sem hann fær með leikmönnunum, en félags- liðin verða að sætta sig við þetta fyrir- komulag. Það væri t.d. alveg óvit- laust að kalla menn saman í nokkra daga hér í júní þegar menn sem hér spila, eru komnir í góða leikæfingu og atvinnumennirnir eru flestir komnirheim ífríán þess þó aðofgera einum né neinum." EKKI ÞREYTTUR Á FÓTBOLTA Ertu ekkert orðinn þreyttur á fót- bolta? „Nei, einsogstendurerégallsekki orðinn þreyttur á fótbolta. Það skip- ast þó fljótt veður í lofti ífótboltanum og það gæti þess vegna farið svo að ég yrði orðinn dauðþreyttur á fótbolt- anum þegar kemur fram á haustið. Ég hef ekki gert það upp við mig hvort að ég komi til með að verða lengi áfram viðloðandi fótboltann. Fæst orð bera minnsta ábyrgð segir einhvers staðar og ég held að það sé best að gefa ekki út einhverjar yfir- lýsingar sem ég þarf kannski ein- hvern tímann að éta ofan f mig hvað það varðar. Þegar sá tími kemur að ég hef ekki lengur gaman af því að þjálfa og ég tel mig ekki geta miðlað þekkingu minni sem skyldi held ég þó að tími sé kominn til að draga sig í hlé. Þegar svo er komið væri það rangt gagnvart sjálfum mér og gagnvart þeim, sem ég er að þjálfa, að halda áfram." Hver er toppurinn á ferlinum sem leikmaður og þjálfari? „Sem leikmaður er það tvímæla- laust þegar ég var kjörinn íþrótta- maðurársinsárið1973. íslandsmeist- aratitlar eru mér einnig mjög eftir- minnilegir. Sem þjálfari er það bikarmeistaratitill ÍBK 1975. Síðan hefur verið gífurlega skemmtilegur tími með landsliðiðogégtala nú ekki um þegar vel hefur gengið." Framtíðarmarkmið í þjálfun? „Ég hef ekki sett mér neitt sérstakt markmið sem ég stefni leynt og Ijóst að að ná. Markmið mitt er að reyna að gera vel það, sem ég tek mér á hendur, og núna er það KR liðið sem kraftar mínir fara í..." Ert þú maður til að ná titlaskrekkn- um úr KR-ingum? „Ég veitþaðekki. Þaðeralveg Ijóst að það er mikil spenna í KR-ingum fyrir því að ná í titil. Ef hver og einn, bæði aðstandendur liðsins og leik- menn þess, gerir sér grein fyrir sínum takmörkumogreyniraðgera vel það, sem hann á að gera, er ég bjartsýnn." HEF EKKI SÉÐ TITLAVOFUNA Er það einhver sálræn vofa sem hvílir yfir KR-ingum? „Þaðgetur vel verið, en ég hef ekki séðhana! Liðið tapaði íslandsmótinu í fyrra á markahlutfalli og bikar- keppninni eftir vítaspyrnukeppni, en það er stutt á milli hláturs og gráturs í fótboltanum eins og menn vita og Valsmenn og Frammarar hefðu alveg eins getað verið í þeirri stöðu að hafa verið grátlega nálægt því að krækja í titlana, en því miðurfyrir KR-inga var þetta þeirra hlutskipti síðasta sumar. Svona er einfaldlega knattspyrnan og það er einmitt þetta sem gerir þessa íþrótt öðruvísi en margar aðrar." Er einhver leikmaður sem þú vildir gjarnan sjá spila með ykkur KR-ing- um? „Nei, ég held að það sé enginn sérstakur leikmaður sem ég myndi sækjast eftir að fá í raðir KR-inga. Ég er með breiðan og góðan hóp leik- manna og einn maður gerir ekki ein- hver kraftaverk eða breytir heilu liði. Vissulega hjálpa góðir leikmenn til en þeir breyta ekki öllu - þaðer liðið í heild sem nær árangri." ÁSGEIR BESTUR FYRR OG SÍÐAR Hvererbesti knattspyrnumaður ís- lendinga um þessar mundir að þínu mati? „Ég held að ég myndi setja Arnór Guðjónsen efstan á blað. Afturá móti hefur hann átt við sín vandamál að 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.