Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 75
HJALTI „ÚRSUS" ÁRNASON, KRAFTLYFTINGAMAÐUR
Hvað kostar að
metta skrokkinn?
„Það segir sig sjálft að það er óeðli-
lega dýrt að stunda þessa íþróttagrein
á íslandi því matvara er svo dýr. í
Bandaríkjunum fær maður fulla mat-
arkörfu fyrir 2.000 krónur en hér
heima nær maður ekki að fylla lítinn
plastpoka fyrir þá upphæð. Það, sem
er líka undarlegt hér heima, er það að
hollur og góður matur er dýr en á
sama tíma eru alltaf allskonar tilboð í
gangi á hamborgurum og slíkum
skyndibitamat.
Uppistaðan í fæðunni hjá mér er
t.d. grjónagrautur með rúsínum, und-
anrenna, fiskur, kartöflur, kjöt, ávext-
ir og svo hef ég verið að prófa mig
áfram f pastaréttum. Þeir eru mjög
prótein- og kolvetnaríkir og því æski-
legir fyrir fþróttamenn.
Ég er svo heppinn að fá ókeypis
mat f hádeginu hjá ÁTVR, þar sem ég
vinn, en við Eggert Bogason, kringlu-
kastari, vinnum saman. Reyndar
upphófst dálítið stríð á vinnustaðn-
um þegar fólk sá hversu mikið við
borðuðum og því fannst ósanngjarnt
að borga það sama fyrir matinn og
við. Höskuldur, forstjóri ÁTVR,
studdi dyggilegaviðbakiðáokkurog
kann ég honum bestu þakkir fyrir.
Það segir sig sjálft að þeir, sem eru
fullvaxta, þurfa að borða meira en
hinir.
En til þess að svara spurningunni
þá fara um 60-70.000 krónur f mat
hjá mér á mánuði, þótt ég borði frítt í
hádeginu. Þetta er alveg föst upphæð
því ef þú ætlar þér eitthvað í þessu
sporti máttu ekki missa úræfingu eða
góða máltíð. Um þessar mundir
stefni ég að því að keppa á miðsum-
arsmótinu f kraftlyftingum á Akureyri
í júlí og ætlunin er að skáka Magnúsi
Ver í samanlögðu. Ég heyri það víða
að fólki telji mig vera búinn að vera
en slíkt bull kveikir enn betur í mér.
Ég á mörg ár eftir í þessu sporti.
Að lokum langar mig til þess að
geta þess að nokkur fyrirtæki og ein-
staklingar hafa stuttgríðarlega vel við
bakið á mér og án stuðnings þeirra
ætti ég í erfiðleikum með að standa í
doping
CONTROL
þessu. Þetta eru; ítalía, G.G. vörubfl-
ar, Radíóbúðin, Hús og lagnir, Mikli-
garður, Pizzusmiðjan, Seltzer og
Friðleifur Friðleifsson tannlæknir. Ég
hef ekki sagt mitt sfðasta orð, það eitt
er víst.
íþróttafólk!
GRÆNMETI ER GÓÐMETI
Sölufélag garðyrkjumanna
75