Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 10

Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 10
„Það hefði verið hægt að þakka mér unnin störf . . VORUM NÁLÆGT ÞVÍ AÐ KOMAST TIL ÍTALÍU Cerir fólk sér nægilega grein fyrir þvíhversu nálægtvið vorum að kom- ast í úrslitakeppni HM á Ítalíu? „Nei, ég held ekki og ég tel að við hefðum getað náð betri árangri. Það var m.a. hætt við keppnisferð til Möltu vegna fjárskorts. Einnig tel ég það hafa verið mikil mistök að láta leik í lslandsmótinu fara fram á sunnudegi þegar nokkrir lykilmanna landsliðsins áttu að leika á miðviku- degi í Austurríki. Á sama tíma voru Austurríkismenn með frí í sinni 1. deild. Ég er ekki alveg viss um að menn almennt, og þá á ég við bæði almenning og okkur sem stóðum að liðinu, hafi gert sér grein fyrir því hve nálægt við vorum að komast í úrslita- keppni heimsmeistarakeppninnar." Er Bo Johanson rétti maðurinn fyrir landsliðið? „Ég vil alls ekki dæma um það og það verður hverogeinn að dæma um sjálfur. Stjórn KSÍ er kjörin til þess að velja réttu mennina. Hvort Bo Johan- son eða einhver annar þjálfari er rétti maðurinn í starfið læt ég aðra um að meta. Verkin dæma mennina og það á bara eftir að koma í Ijós hvernig hann stendur sig." Eru einhverjir leikmenn í landslið- inu sem ekki eiga heima þar? „Égerekki maðurtil þessaðdæma um það á þessari stundu því að ég hef lítið séð til landsliðsins undir stjórn Bo Johanson. Þetta verður spurning um það hvaða markmiði eigi að ná. Bo Johanson sagði að 6 stig í for- keppni HM '90 væri allt of lítið. Ef markmiðið er að ná fleiri stigum þá er eitthvað ákveðið lið valið, en ef markmiðið er að byggja upp nýtt lið, t.d. fyrir forkeppni HM '94, getur Iiðsuppstillingin orðið önnur. Ég veit ekki hver markmiðin eru þannig að ég er ekki maður til að dæma um hvorteinhverjir leikmenn séu í liðinu nú, sem ekki eiga þar heima." ÞAÐ ER AUÐVELT AÐ STILLA UPP 22 MANNA LANDSLIÐI Hvað með Hörð Magnússon? Nú myndi það varla gerast annars staðar í heiminum að markahæsti leikmað- ur 1. deildar keppni tvö ár í röð fengi ekki sitt tækifæri með landsliði. „Þetta hefur reyndar komið upp áður. Mig minnir að Steinar Jóhanns- son hafi verið markahæsti leikmaður 1. deildar á sínum tíma, en átti ekki sæti í landsliði. Auðvitað eiga menn að hafa skoðanir og maður hefur heyrt að Hörður ætti að fá sitt tæki- færi. En þá þarf að taka einhvern út úr liðinu. Á að taka Eyjólf Sverrisson út úr liðinu eða Arnór Guðjónsen? Það er enginn vandi að stilla upp 22 manna liði, en þegar þarf að taka einhverja út úr liðinu fer málið að vandast. Annars er þetta mat lands- liðsþjálfarans hverju sinni og ég er ekki maður til að svara spurningum sem Bo Johanson er rétti maðurinn til að svara." Nú töpuðu Austurríkismenn á móti Færeyingum og ítalir fyrir Norð- mönnum. Er tap gegn Albaníu sams- konar áfall fyrir íslenska knattspyrnu eins og þessi töp voru fyrir Austurríki og Italíu? „Nei, alls ekki. Albanir eru með ágætis lið. Þó svo að þeir hafi ekki verið hátt skrifaðir er lið þeirra ágætt og menn verða að gera sér grein fyrir því að ísland er náttúrlega mun fá- mennara en Albanía. Auðvitað vilj- um við vinna alla leiki, en við verð- um þó aðgeraokkurgreinfyrirþvíað landsliðum hefur oft gengið illa gegn Albaníu í Albaníu." KSÍ ÞARF AÐ STANDA Á RÉTTI SÍNUM INNAN FIFA Hvað með tfmasetningar á lands- leikjum? Nú eru „alvöru" landsleik- irnir yfirleitt leiknir rétt fyrir eða rétt eftir íslandsmótið, meðan íslensku leikmennirnireru ekki ítoppformi og oft á meðan andstæðingarnir eru í toppformi á miðju leiktímabiIi sínu. „Þetta er atriði sem ég hef minnst á innan KSÍ og Siegfried Held talaði einnig mikið um. Það er náttúrlega í hæsta máta óeðlilegt að við séum að leika landsleiki, t.d. í október eða jafnvel nóvember. Það geturekki tal- ist eðlilegt að við þurfum alltaf að gefa eftir okkar hlut. Við verðum að standa á rétti okkar. Svo er það aftur á móti annað mál hvort betri árangur náist, en það er fyrir öllu að við erum meðlimir FIFA og eigum að standa jafnfætis öðrum þjóðum innan sam- bandsins. Það myndi t.d. henta okkur best að leika okkar leiki í júní og af hverju ættum við ekki að standa fastir á því að leika í júní þegar t.d. Frakkar segja að þeim henti best að leika 20. nóvember og þeir fá sínum málum framgengt? Það er mjög slæmt að menn skuli gefa svona mikið eftir og við þurfum að standa fast á okkar meiningu þvíaðviðerumjafn rétthá- ir og aðrar þjóðir innan FIFA." 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.