Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 87
A LIINIUIMIMI
EINAR VILHJÁLMSSON SPJÓTKASTARI
Er þetta ekki
niðurdrepandi fyrir
ykkur Sigga?
(Seppo Raty kastaði spjótinu
tæpa 97 metra á dögunum).
„Nei, alls ekki. Satt að segja skiptir
þetta engu máli fyrir okkur. Spjótið,
sem hann notar, er allt annars konar
áhald en við notum og það er bara
óréttlátt að bera þetta saman við ár-
angur okkar. Þess má geta að þetta
spjót, sem hann notaði, verður ekki
viðurkennt á HM í haust.
Þetta spjót er miklu Ifkara því
spjóti, sem ég notaði 1984 þegar ég
kastaði 92,42 metra, og nær væri að
bera þetta saman við það kast. Það
hefði kannski verið gaman fyrir mig
að halda áfram með það spjót en
þetta sýnir að menn eru komnir í
hring með þessi mál, farnir að nota
spjót áþekk þeim sem bönnuð voru á
sínum tíma."
SIGURÐUR JÓNSSON
KNATTSPYRNUMAÐUR
Hvernig er að vera
Englandsmeistari,
Siggi?
(Sigurður varð Englandsmeistari
með Arsenal í vetur.)
„Nú, ég er að sjálfsögðu mjög
ánægður með titilinn, en verð að
segja að mér finnst ég ekki hafa átt
mikinn þátt í þessu. í vetur spilaði ég
bara 4 leiki en t.d. eru greiðslur til
leikmanna vegna titilsins miðaðar
við að leiknir hafi verið 10 leikir."
Sigurður kvaðst eiga von á harðri
keppni um sæti í liðinu á næsta ári
þar sem fyrirhugað er að bæta 3-4
leikmönnum í hópinn. George Gra-
ham, framkvæmdastjóri félagsins,
leggur ekki upp með tóma vasa í leit
að nýjum leikmönnum því Arsenal
hefur ákveðið að verja litlum 10
milljónum punda til kaupanna.
87