Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 50

Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 50
„ÞAÐ ER GOTT AÐ VERÐA ÞREYTT OG VERA ÚTI“ í síðasta maraþonhlaupi hljóp Anna María Sigurðsson heilt mara- þon og náði bestum tíma íslenskra kvenna en hún hljóp maraþonið á innan við fjórum klukkustundum. Anna er 29 ára, ættuð frá Fjóni í Danmörku, er gift Jóni Sigurðssyni lækni, en hún hefur verið búsett hér á landi sl. fjögur og hálft ár. Hún er að útskrifast sem hjúkrunarfræðing- ur frá Háskóla íslands þessa dagana. Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem Anna hljóp maraþon hér á landi. „Ég hljóp hálft maraþon árið1988. Ég hef oft hlaupið skemmtiskokk á sl. tíu árum, hér og erlendis. Árið 1984 tók ég þátt í keppni í Danmörku þar sem maður byrjar á því að hjóla 25 km, því næst hleypur maður 10 km og loks syndir maður 1.5 km. Ég byrj- aði þó ekki að hlaupa fyrir alvöru fyrr en í Kaliforníu en þar var ég búsett í tvö ár, 1985 - '87. Það voru allir að hlaupa þar og ég ákvað að skella mér með. Þá hljóp ég í fyrsta sinn 10-15 km í einu og hljóp að jafnaði 3-4 sinnum í viku. Svo ég ákvað að taka þátt í hálfmaraþoni 1988. Árið eftir hljóp ég ekki í maraþonhlaupi en 1990 ákvað ég að hlaupa heilt mara- þon." Undirbjóstu þig eitthvað sérstak- lega? „Nei, éggerði það reyndarekki. Ég var auðvitað í góðri þjálfun en ég lengdi hlaupið upp í 20 km í tvær vikur og hljóp lengst 30 km tveimur vikum fyrir maraþonið. Síðustu tíu dagana fyrir hlaupið stytti ég vega- lengdirnar niður í 5 -10 km og hljóp sex sinnum í viku. Ég var reyndar miklu betur undirbúin þegarég hljóp hálfmaraþon 1988." Hvað með mataræðið fyrir mara- þon hlaupið? „Þar gerði ég reyndar mistök. Ég borða aðöllu jöfnu hollan mat svoég þurfti ekki að breyta háttum mínum neitt sérstaklega. Kvöldið fyrir hlaup borðaði ég pasta, eins og ráðlagt er, en um morguninn fékk ég mér múslí í morgunmat og það voru mistök því eftir 20 km þá fór ég að finna fyrir því. Það eina, sem ég fann fyrir í hlaup- inu, voru þessir magakrampar sem stöfuðu af röngu mataræði um morg- uninn." Anna hljóp á innan við fjórum klukkutímum þessa 42 km í fyrra. „Já, ég var reyndar búin að segja fyrir hlaupið að ég yrði ánægð með að ná þeim tíma en eftir hlaupið var ég langt frá því að vera ánægð. Mér leið vel í skrokknum allan tímann, úthaldið var gott og fæturnir gáfu sig ekkert svo það eina, sem amaði að, var maginn. Ég vonast til að ná þess- ari vegalengd á þremur klukkutímum 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.