Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1991, Page 50

Íþróttablaðið - 01.06.1991, Page 50
„ÞAÐ ER GOTT AÐ VERÐA ÞREYTT OG VERA ÚTI“ í síðasta maraþonhlaupi hljóp Anna María Sigurðsson heilt mara- þon og náði bestum tíma íslenskra kvenna en hún hljóp maraþonið á innan við fjórum klukkustundum. Anna er 29 ára, ættuð frá Fjóni í Danmörku, er gift Jóni Sigurðssyni lækni, en hún hefur verið búsett hér á landi sl. fjögur og hálft ár. Hún er að útskrifast sem hjúkrunarfræðing- ur frá Háskóla íslands þessa dagana. Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem Anna hljóp maraþon hér á landi. „Ég hljóp hálft maraþon árið1988. Ég hef oft hlaupið skemmtiskokk á sl. tíu árum, hér og erlendis. Árið 1984 tók ég þátt í keppni í Danmörku þar sem maður byrjar á því að hjóla 25 km, því næst hleypur maður 10 km og loks syndir maður 1.5 km. Ég byrj- aði þó ekki að hlaupa fyrir alvöru fyrr en í Kaliforníu en þar var ég búsett í tvö ár, 1985 - '87. Það voru allir að hlaupa þar og ég ákvað að skella mér með. Þá hljóp ég í fyrsta sinn 10-15 km í einu og hljóp að jafnaði 3-4 sinnum í viku. Svo ég ákvað að taka þátt í hálfmaraþoni 1988. Árið eftir hljóp ég ekki í maraþonhlaupi en 1990 ákvað ég að hlaupa heilt mara- þon." Undirbjóstu þig eitthvað sérstak- lega? „Nei, éggerði það reyndarekki. Ég var auðvitað í góðri þjálfun en ég lengdi hlaupið upp í 20 km í tvær vikur og hljóp lengst 30 km tveimur vikum fyrir maraþonið. Síðustu tíu dagana fyrir hlaupið stytti ég vega- lengdirnar niður í 5 -10 km og hljóp sex sinnum í viku. Ég var reyndar miklu betur undirbúin þegarég hljóp hálfmaraþon 1988." Hvað með mataræðið fyrir mara- þon hlaupið? „Þar gerði ég reyndar mistök. Ég borða aðöllu jöfnu hollan mat svoég þurfti ekki að breyta háttum mínum neitt sérstaklega. Kvöldið fyrir hlaup borðaði ég pasta, eins og ráðlagt er, en um morguninn fékk ég mér múslí í morgunmat og það voru mistök því eftir 20 km þá fór ég að finna fyrir því. Það eina, sem ég fann fyrir í hlaup- inu, voru þessir magakrampar sem stöfuðu af röngu mataræði um morg- uninn." Anna hljóp á innan við fjórum klukkutímum þessa 42 km í fyrra. „Já, ég var reyndar búin að segja fyrir hlaupið að ég yrði ánægð með að ná þeim tíma en eftir hlaupið var ég langt frá því að vera ánægð. Mér leið vel í skrokknum allan tímann, úthaldið var gott og fæturnir gáfu sig ekkert svo það eina, sem amaði að, var maginn. Ég vonast til að ná þess- ari vegalengd á þremur klukkutímum 50

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.