Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 27

Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 27
ogætlasérekki um of íbyrjun. Þaðer t.d. ekkert sniðugt að byrja á því að hlaupa 10 km í fyrsta skipti og ganga nærri frá sér því ef það gerist er hætta á því að menn fari einfaldlega ekki aftur út að hlaupa og sprengi sjálfa sig. Ég ráðlegg fólki að fara hægt og rólega, t.d. skokka í 20 mínútur eða eitthvað þess háttar, og auka síðan jafnt og þétt við sig. Einnig er mjög sniðugt að vera nokkrir saman því þá er minni hætta á því að maður gefist upp þegar róðurinn fer að þyngjast." Eitthvað sérstakt mataræði sem þú mælir með? „Maður má náttúrlega ekki borða hvað sem er. Það er nauðsynlegt að vera léttur, sérstaklega í lengri hlaup- unum og þegar farið er að setja mark- ið hátt verður að leggja það niður fyrir sér hvað fer ofan í magann. Ég er t.d. grönn og fólk heldur að ég sé rugluð þegar ég segist þurfa að taka af mér tvö til þrjú kíló, en það eru ein- mitt þau kíló sem hafa gríðarlega mikið að segja þegar út á hlaupa- brautina er komið. Ég held að íþróttafólk fari ósjálfrátt að velta því aðeins fyrir sér hvað það lætur ofan í sig þegar það er komið út í keppnisíþróttir. Kolvetnarík fæða, svo sem brauð og spagettf, baunir, ávextir og fleira í þeim dúr, er megin- uppistaðan í mínu fæðuvali. Einnig borða ég mikið grænmeti..." Ertu þá jurtaæta eða hvað? „Nei, alls ekki. Ég get borðað nán- ast hvaða mat sem er, en mér finnst aftur á móti ekki allur matur góður. T.d. borða ég kjöt þegar það er borið á borð fyrir mig, en mér finnst það ekkert sérstaklega gott. Annað mál er aftur á móti með fisk sem mér finnst mjög góður matur. Ég er alveg á því að maður eigi ekki að afneita ein- hverri sérstakri matartegund." En hvað með mataræði fyrir keppni? „U.þ.b. viku fyrir keppni í löngum hlaupum fer ég að leggja meiri áherslu á kolvetnaríka fæðu til að byggja upp eins konar forðabú í vöðvunum. Á keppnisdaginn sjálfan passa ég mig á því að borða ekki síðstu þrjá til fjóra tímana fyrir hlaup- ið sjálft. Þá drekk ég bara vökva, en ef hungrið er alveg að drepa mig fæ ég mér einn banana eða eitthvað þess háttar." HANN SKELLTI SÉR Á KLÓSETTIÐ í MIÐJU HLAUPI En hvað gerist ef þér verður nú brátt í brók? „Það hefur sem betur fer aldrei gerst hjá mér í keppni og það er ein- mitt ástæða þess að ég borða svona löngu fyrir keppnina að maður vill ekki lenda í þeirri aðstöðu. Fyrir hlaup er ég orðin það stressuð að líkaminn hefur losað sig við það sem hann vill. Málinu er öðruvísi háttað þegar ég er á æfingum og ég kem iðulega við á bensínstöðvum til að „hvíla" mig aðeins. Annars er nú til ein saga um hlaup- „Ef ég færi út þyrfti ég helst að fá hlaupafélaga mína og Gunna Palla með mér . . ara sem varð allt í einu rosalega mál þegar hann var í miðju langhlaupi. Sagan segir að hann hafi verið heil- um hringá undan keppinautunum og hafi verið kominn í svo rosalegan spreng að hann hafði bara skellt sér á klósettið og mætt síðan aftur í hlaup- ið. Hversu mikill sannleikur felst í þessari sögu skal ég ekkert segja um!" Stundið þið langhlauparar ein- hverjar lyftingar? „Já, en það eru nær einvörðungu minni þyngdir sem við lyftum. í vet- ur, aftur á móti, hefég veriðað styrkja kálfa og læri og þá hef ég lyft aðeins meiri þyngdum." Hvað er það tímatakmark sem þú stefnir að? „Égstefni hátt, þaðerengin spurn- ing. Ég stefni að því að komast í hóp þeirra allra bestu í heiminum - hinn svokallaða „Elite-hóp" sem eru 50 bestu hlauparar í heiminum. Það eru svo rosalega margir hlauparar sem eru að æfa af krafti í mínum greinum þannig að ég tel það mjög góðan ár- angur að komast í hóp 50 bestu. 10 km hlaup er það, sem ég er að einbeita mér að um þessar mundir, en til þess að ná langt í því þarf ég að ná upp meiri hraða en ég hef nú. Það er einmitt það sem ég og þjálfari minn, Gunnar Páll Jóakimsson, erum að vinna að að bæta." VERÐ AÐ FARA ÚT EF ÉG ÆTLA AÐ BÆTA MIG Hefur þig aldrei dreymt um að fara til útlanda í nám? „Jú auðvitað hefur mig dreymt um að fara út. Ég held að nú sé svo komið að ég bókstaflega verði að fara út að æfa og e.t.v. í framhaldsnám - annars staðna ég. Ég get ekki treyst á það að næstu vetur verði eins góðir og sá síðasti og ef ég ætla ekki að staðna verð ég að æfa nær allan ársins hring við pottþéttar aðstæður. Ef ég færi út þyrfti ég helst að fá hlaupafélaga mína ogGunna Palla með mér því að ég myndi sakna þeirra svo mikið, þannig að það er allavega ekki nýir hlaupafélagar eða nýr þjálfari sem ég er að sækjast eftir - heldur fyrst og fremst aðstaðan." Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? „Þetta er eiginlega spurning sem ég á engin svör við. Eða jú, segðu að mér finnist leiðinlegast að gera hús- verkin - og það er alveg rétt. Mér hundleiðast þau." En hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? „Mér finnst mjög skemmtilegt að vera með fjölskyldu minni og ég set hana ofar öllu. Mér finnst líka mjög skemmtilegt að borða góðan mat í góðra vina hópi" Framtíðardraumar? „Sem hlaupari stefni ég á það að komast í hóp þeirra bestu í heimin- um, eins og ég sagði áður, en hvað varðar mig persónulega og fjölskyldu mína vonast ég til að mega vera sátt við Guð og menn og vera hamingju- söm í framtíðinni." 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.