Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 6

Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 6
menn hafa almennt í dag. Einnig hef- urorðið mikil breytingsamfara skikk- anlegum æfingatíma og nú fá menn einnig greiddan vissan kostnað, sem fylgir knattspyrnuiðkuninni, en þess- konar greiðslur voru ekki fyrir hendi þegar ég var að leika. Hvort knatt- spyrnan sé betri í dag, en hún var þegar ég lék, þori ég ekki að segja til um. Þá kemur líka upp spurningin um hvort hún sé betri knattspyrnu- lega séð eða betri fyrir áhorfendur. Það er Ijóst að einn hlutur kemur í annars stað og með þeim breyting- um, sem orðið hafa, hafa kannski viss frumleiki og sköpunargleði í fótbolt- anum horfið." SKIPTIR EKKI MÁLI HVAR MENN ERU FÆDDIR Það eru margir Keflvíkingar í röð- um KR um þessar mundir, Ólafur Gottskálksson, Ragnar Margeirsson, Sigurður Björgvinsson, Gunnar Oddsson og þú sjálfur. Er verið að koma á fót Keflavíkurdeild í KR? „Ég vil nú meina að það skipti ekki höfuðmáli hvar á landinu menn eru fæddir. Meðan þeir eru í KR eru þeir KR-ingar. KR er ekkert sér á báti varð- andi aðkomumenn í liðinu. Maður sér í hverju einasta 1. deildar liði ein- hverja aðkomumenn. Það koma kannski upp einhverjar raddir þegar svona margir menn úr sama bæjarfé- lagi skipta yfir í eitthvað ákveðið fé- lag, en eins og ég sagði þá tel ég alla þessa menn vera KR-inga meðan þeir eru í röðum félagsins." Er ekkert freistandi að safna liði í Keflavík? „Auðvitað getur það verið freist- andi að fá þá og fleiri KR-inga til liðs við ÍBK, en menn verða að gera sér grein fyrir því að þó svo að þessir menn myndu ákveða að skipta aftur yfir í ÍBK er ekki þar með sagt að liðið verði eitthvað „spútniklið". Allir þessir strákar voru í Keflavík og mað- ur hlýtur að spyrja sig: Af hverju var Keflavík ekki á toppnum þá og hver segir að það sé eitthvað öruggt mál að liðið verði að toppliði í 1. deild endurheimti það þessa menn? Menn eru náttúrlega samt sem áður alltaf Keflvíkingar, en þegar þeir eru í ein- ,S!I&IÍRNES3A lif'iindi, ÚI' TOÐIN Á æfingu hjá gullaldarliði Keflvíkinga. Boltanum haldið á lofti með Rúnari „poppara" Júlíussyni og Einari Gunnarssyni. Grétar Magnússon fylgist álengdar með. hverju öðru liði hljóta hagsmunir þess liðs að verða settir á oddinn." ÓHRESS MEÐ AÐ GENGIÐ VAR FRAMHjÁ MÉR VARÐANDI 21 ÁRS LIÐIÐ Var ekki ómaklega gengið framhjá þér þegar nýr landsliðsþjálfari var ráðinn á síðastliðnu ári? „Nei, ég tel að svo hafi ekki verið. Það er undir stjórn KSI komið hvaða menn sambandið velur hverju sinni til þess að gegna landsliðsþjálfara- stöðunni. í þessu tilfelli töldu þeir Bo Johanson hæfastan í starfið og ég hafði í sjálfu sér ekkert út á það að setja. Það, sem ég var aftur á móti óhress með, var að framhjá mér var gengið varðandi 21 árs liðið. Ég var alveg tilbúinn að halda áfram með það lið. Það var svo u.þ.b. einum mánuði eft- ir að ársþing KSÍ hafði lýst yfir mikilli ánægju með gengi liðsins að þjálf- arastaðan var auglýst laus til um- sóknar. Ég vissi að haft hafði verið samband við menn og þeir hvattir til að sækja um þessa lausu stöðu. Það hafði þó enginn samband við mig frá KSI þannigað ég lét hjá líða að sækja um þjálfarastöðuna. Málið var ekki það að einhver allsherjaruppstokkun væri að eiga sér stað því að einungis þrjár þjálfarastöður af sex voru aug- lýstar lausar til umsóknar. ÞAÐ HEFÐI ALLAVEGA VERIÐ HÆGT AÐ PAKKA MÉR UNNIN STÖRF Auðvitað set ég mig ekkert upp á 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.