Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 25

Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 25
STEFNI AÐ ÞVÍ AÐ KOMAST í HÓP ÞEIRRA BESTU Texti: Lúðvík Örn Steinarsson Myndir: Gunnar Gunnarsson Það eru ekki algild sannindi að þurfa að byrja á unga aldri í íþróttum til að ná góðum árangri. Þess eru mörg dæmi að menn hafa byrjað að æfa keppnisíþróttir um tvítugt og náð samt framúrskarandi árangri í samkeppni við þá sem byrjað hafa mun fyrr. Einn þessara íþróttamanna er Martha Ernstdóttir hlaupakona. Martha hljóp eins og aðrir krakkar þegar hún var lítil, í brennibolta, fallinni spýtu og öðrum götuleikjum, en hún byrjaði ekki að æfa hlaup af nokkurri alvöru fyrr en árið 1985 - þá tvítug. Á þeim sex árum, sem liðin eru frá því að Martha hóf hlaupaæf- ingar reglulega, hefur hún náð að skipa sér sess sem einn allra fremsti langhlaupari íslendinga og hún er íþróttamaður sem setur markið hátt. En hvernig ætli Mörthu finnist að vera hlaupari á íslandi? „Það má eiginlega segja að það ráðist mikið af veðri og vindum hvernig það er að vera hlaupari á íslandi. Síðastliðinn vetur var t.d. mjög snjóléttur og því gátum við æft mikið, en þvíhefurekki alltafveriðtil að dreifa á veturna. Oft hefur maður þurft að vaða í snjó upp að hnjám. Annað atriði, sem vert er að tína til er fjarlægð íslands frá öðrum löndum, en mjög dýrt getur verið að ferðast héðan til annarra landa, eins og flest- ir vita, og það getur haft mikið að segja um framfarir hlaupara að fá að hlaupa á erlendri grund í góðu veðri og fá nýja andstæðinga. Nú ef snjó- þungir vetur og dýr ferðalög eru dreg- in frá held ég að það sé bara nokkuð gott að vera hlaupari á íslandi - alla- vega er ég ánægð." Eru aðstæðurnar svona góðar? „Við langhlauparar hlaupum nátt- úrlega mest úti þannigað þaðer varla hægt að tala um aðstöðuleysi hjá okkur. Við höfum haft aðgang að Kringlunni á veturna. Svo erum við náttúrlega í lyftingum og fleiru þ.h. en eins og gefur að skilja er engri hlaupabraut til að dreifa innanhúss hér sem hentar okkur." Hvernig hefur þér gengið í hlaup- um? „Mér hefur gengið nokkuð vel í hlaupunum síðan ég byrjaði. Ég sigr- aði í mínu fyrsta 1500 m hlaupi árið 1984 og varð þriðja í 800 m. Eftir þessi hlaup fór ég til Danmerkur og var þar í hálft ár, en að þeirri dvöl lokinni hóf ég reglulegar æfingar og keppnir. í nóvember 1986 varð ég síðan ófrísk og eignaðist strák í ágúst- mánuði 1987. Ég hef ekki tekið það saman til hversu margra verðlauna ég hef unn- ið, en þau eru nokkuð mörg. Ég á íslandsmet í 5.000 m hlaupi og hálfmaraþoni." SPRETTHLAUP EKKI MÍN STERKA HLIÐ Ertu ekki nægilega spretthörð fyrir styttri hlaupin? „Spretthlaup hafa aldrei verið mín sterka hlið og ég hef einfaldlega ekki haft nægilegan styrk til þess að vera sterk í styttri hlaupum. Síðastliðinn vetur æfði ég þó nokkuð upp þennan styrk og hefur hraðinn vonandi aukist við það." Hvað fer í gegnum huga lang- hlaupara á þeim langa tíma sem hlaupin taka? „Þegar ég er í keppni er það mikil- vægast af öllu að missa ekki einbeit- inguna. Maður verður að hugsa já- kvætt því fari maður að segja við sjálfan sig: „Úff, rosalega er þetta erf- itt - ég kemst aldrei í mark," fer kraft- urinn í það að hugsa um hvað hlaup- ið sé erfitt en ekki í hlaupið sjálft. Ég fylgist reglulega með tímanum með- an ég hleyp og maður spáir mikið í hvernig tíminn er hverju sinni, hvernig gekk síðasta km og fleira í þeim dúr. En þegarmaðureráæfingu ogáað hlaupa langt, fer ekki púðrið í ein- beitinguna, heldur er maður bara að kjafta við hlaupafélagana og hafa það skemmtilegt." Voru ekki einhver vandræði með skráningu þína á heimsmeistaramót- inu í mars sl.? „Það hefur alltaf gengið snurðu- laust að senda eina manneskju á þetta mót í stað þess að senda hei It I ið til keppni eins og reglur kveða á um. En fyrir síðasta mót gerði Alþjóða frjálsíþróttasambandið athugasemd við þetta þannig að ég komst ekki út. Ég held að það sé ekki hægt að finna neinn einn blóraböggul vegna þess- ara mistaka. Auðvitað var ég svekkt yfir því að komastekki á mótið, en ég erfi þetta ekki við neinn." VONAST TIL AÐ GETA HLAUPIÐ í REYKJAVÍKUR- MARAÞONINU Hvernig lýst þér á Reykjavíkur- 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.