Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 14

Íþróttablaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 14
stríða, en ég hef trú á því að ef hann nær sér upp úr þeirri lægð, sem hann hefur verið í, og fer að leika eins og hann á að sér muni hann ná góðum árangri. Þá skiptir ekki öllu hvort hann kemur til með að leika með Bordeux eða einhverju öðru liði. Ég er sannfærður um að þegar Arnór fer almennilega í gang að nýju á hann eftir að bæta sig verulega sem knatt- spyrnumaður og taka enn miklum framförum. Ég sá ekki Albert Guðmundsson, þannig að ég get ekki metið hans hæfileika, en besta knattspyrnu- mann, sem við höfum fyrr og síðar átt, tel ég vera Ásgeir Sigurvinsson. Þar fór alveg stórkostlegur leikmað- ur. Maður heyrði oft óánægjuraddir í garð Ásgeirs vegna þess að hann léki ekki eins vel með landsliðinu eins og hann gerði í einhverjum einum leik sem menn höfðu einhvern tímann séð hann leika í í sjónvarpinu. Ásgeir lék allt annað hlutverk og með allt öðrum leikmönnum hjá t.d. VfB Stuttgart heldur en hann gerði með landsliðinu og það er kannski ein ástæða þess að ekki bar eins mikið á honum í landsleikjum og í leikjum hans með félagsliðum." „Það verður að hyggja að framtíðinni. Menn eiga ekki alltaf að reyna að fá rós í hnappagatið . . ." MENN MEGA EKKI ALLTAF HUGSA UM RÓS í HNAPPAGATIÐ Að lokum, er íslensk knattspyrna á réttri leið? „Já, ég held að telja verði að ís- lensk knattspyrna sé á réttri leið. Mesta breytingin frá því, sem áður var, er sjálfsagt sú að núna eru menn að æfa á mannsæmandi tíma og þjálfarar eru farnir í auknum mæli að mennta sig til þjálfarastarfans víðs vegar í heiminum. Spurningin er hvernig við ætlum okkur að halda á málunum í framtíðinni. Erum við að hyggja að einum degi til þess að fá rós í hnappagatið eða eigum við að huga að framtíðinni? Eg tel að við ættum í auknum mæli að leggja rækt við yngri leikmenn og yngri landsliðin og reyna að byrja snemma að mynda sterkan kjarna sem gæti hugsanlega orðið að fram- tíðarlandsliði. Aðalmálið þarf ekki að vera að rækta einstaklinginn heldur er það liðsheildin sem vinnur leiki. Það þarf þó ekki endilega að vera þar með sagt að séu yngri landsliðin góð þá verði A-landsl iðið það líka. Þjóð- verjinn Berti Vogts sagði eitt sinn við mig að á tímabili hefði hann haft unglingalið sem vann alla sína leiki og gekk mjög vel. Árangur þess varð þó ekki eins góður og annars ung- lingalandsliðs sem hann stjórnaði. Því gekk ekkert sérlega vel, en í því voru einstaklingar sem áttu eftir að gerastóra hluti þegarfram liðu stund- ir, svo sem Lothar Matthaus og Rudi Völler. Við þurfum að hugsa út frá vissum píramída og byggja upp frá grunni því að öðruvísi verður toppurinn ekki eins sterkureinsog hann ætti að vera. Það þarf að setjast niður og leggja fyrir sig hvaða markmiðum eigi að stefna að í framtíðinni og hvernig skuli vinna að þeim markmiðum. Það, að hugsa alltaf um rósina í hnappagatið, er ekki alltaf það sem kemur sér best þegar tiI lengri tíma er litið. Menn verða að hafa metnað til þess að ná upp góðu framtíðarlands- liði hérá landi og þaðgeristekki allt í einu. Það verður að byrja að kenna ung- um strákum, sem eru að stíga sín fyrstu spor í knattspyrnunni, að skilja íþróttina betur. Eins og ég sagði áður er það góðra gjalda vert að berjast, en menn verða að vita af hverju þeir eru að þerjast því annars er baráttan til lítils. Ég tel að ef rétt verður haldið á landsliðsmálunum og uppbyggingu í félögunum í framtíðinni þurfi menn að taka eitt skref í einu því vegurinn er langur og það er betra að fara hann hægt og bítandi í stað þess að fara hann í stökkum - þá er meiri hætta á að menn hrasi." 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.