Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1991, Síða 16

Íþróttablaðið - 01.12.1991, Síða 16
LANDNEMARNIR í GARÐABÆ Stjörnufyrirliðarnir í handbolta — Guðný og Skúli í viðtali við íþróttablaðið Texti: Hanna Katrín Friðrikssen Myndir: Gunnar Gunnarsson Þegarforeldrarnir voru ekki heima var tækifærið gripið og stóra hjóna- rúmið nýtt til þess að æfa svifið til fullnustu — síðan varskotið látið ríða af út um dyrnar á hjónaherberginu og marki fagnað í hvert skipti sem bolt- inn fór í gegn. Eðlilega fór svo að lokum að rúmið lét undan og brotn- aði, en systkinin létu það ekki aftra sér, negldu rúmið saman og héldu æfingunum áfram. Þessar frumlegu æfingar skiluðu tilætluðum árangri því í dag eru systkinin Guðný og Skúli Gunnsteinsbörn fyrirliðar meistaraflokka Stjörnunnar í hand- knattleik. Þau hafa verið lengi í eld- línunni þrátt fyrir ungan aldur og eiga, ásamt öðrum frumherjum handboltans í Garðabæ, stóran þátt í því að Stjarnan er í dag stórveldi í íslenskum handknattleik. Stjarnan í Garðabæ er ungt félag sem hefur vaxið mjög á síðustu árum, sérstaklega í handboltanum þar sem bæði meistaraflokkur karla og kvenna hafa verið í fremstu röð jafn- hliða því að frábært unglingastarf er unnið í deildinni. Félagið var þó langt frá því að vera nokkurt stórveldi þegar foreldrar Guðnýjar og Skúla fluttu í Garðabæinn fyrir sautján ár- um með fjögur börn sem ídagæfaöll handbolta með Stjörnunni. „Ég gleymi aldrei fyrsta leiknum mínum fyrir Stjörnuna," segir Guðný. „Við töpuðum honum 21:0!" Guðný og Skúli eiga ekki langt að rekja hand- boltaáhugann, en faðir þeirra, Gunn- steinn Skúlason, var um árabil fyrir- liði meistaraflokks Vals og margfald- ur íslandsmeistari með liðinu sem er vel þekkt undir nat'ninu „mulningsvél Vals". „Pabbi fylgist vel með okkur í boltanum," segir Skúli, „og eflaust var árangur hans manni hvatning til þess að fara að æfa sjálfur. Við Guð- ný þvældumst með honum á ætingar frá því að við vorum smábörn og það kveikti í manni áhugann." Fjölskyldan flutti í Garðabæinn þegar Skúli var níu ára og Guðný ári yngri. Handboltinn varð strax aðal- áhugamál systkinanna og var heimil- ið óspart notað til æfinga og leikja. „Við lögðum heimilið undir hand- boltavöll," segir Skúli, „ogég man að Guðný skaut einu sinni sprungu á bílskúrshurðina." Nú hlær Guðný. „Já, maður var samviskusemin upp- máluð á þessum árum. Þjálfarinn hafði einu sinni lagt svo fyrir að við ættum að æfa okkur með því að henda bolta í vegg tuttugu sinnum á dag. Það lá beinast við að nota bíl- skúrshurðina í nýja húsinu og það gerði ég daglega í nokkurn tíma þar til ég tók eftir því það var komin sprunga eftir hurðinni frá gólfi og upp í loft. Þá sneri ég mér að næsta vegg." — Þið hafið ekki ætlað að gera garðinn frægan í sama félagi og pabbi ykkar? „Ég lék reyndar með Val í fjögur ár," segir Skúli. „Þá var ég búinn að vera tvo vetur í Stjörnunni eða írá þvf 16

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.