Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1991, Qupperneq 16

Íþróttablaðið - 01.12.1991, Qupperneq 16
LANDNEMARNIR í GARÐABÆ Stjörnufyrirliðarnir í handbolta — Guðný og Skúli í viðtali við íþróttablaðið Texti: Hanna Katrín Friðrikssen Myndir: Gunnar Gunnarsson Þegarforeldrarnir voru ekki heima var tækifærið gripið og stóra hjóna- rúmið nýtt til þess að æfa svifið til fullnustu — síðan varskotið látið ríða af út um dyrnar á hjónaherberginu og marki fagnað í hvert skipti sem bolt- inn fór í gegn. Eðlilega fór svo að lokum að rúmið lét undan og brotn- aði, en systkinin létu það ekki aftra sér, negldu rúmið saman og héldu æfingunum áfram. Þessar frumlegu æfingar skiluðu tilætluðum árangri því í dag eru systkinin Guðný og Skúli Gunnsteinsbörn fyrirliðar meistaraflokka Stjörnunnar í hand- knattleik. Þau hafa verið lengi í eld- línunni þrátt fyrir ungan aldur og eiga, ásamt öðrum frumherjum handboltans í Garðabæ, stóran þátt í því að Stjarnan er í dag stórveldi í íslenskum handknattleik. Stjarnan í Garðabæ er ungt félag sem hefur vaxið mjög á síðustu árum, sérstaklega í handboltanum þar sem bæði meistaraflokkur karla og kvenna hafa verið í fremstu röð jafn- hliða því að frábært unglingastarf er unnið í deildinni. Félagið var þó langt frá því að vera nokkurt stórveldi þegar foreldrar Guðnýjar og Skúla fluttu í Garðabæinn fyrir sautján ár- um með fjögur börn sem ídagæfaöll handbolta með Stjörnunni. „Ég gleymi aldrei fyrsta leiknum mínum fyrir Stjörnuna," segir Guðný. „Við töpuðum honum 21:0!" Guðný og Skúli eiga ekki langt að rekja hand- boltaáhugann, en faðir þeirra, Gunn- steinn Skúlason, var um árabil fyrir- liði meistaraflokks Vals og margfald- ur íslandsmeistari með liðinu sem er vel þekkt undir nat'ninu „mulningsvél Vals". „Pabbi fylgist vel með okkur í boltanum," segir Skúli, „og eflaust var árangur hans manni hvatning til þess að fara að æfa sjálfur. Við Guð- ný þvældumst með honum á ætingar frá því að við vorum smábörn og það kveikti í manni áhugann." Fjölskyldan flutti í Garðabæinn þegar Skúli var níu ára og Guðný ári yngri. Handboltinn varð strax aðal- áhugamál systkinanna og var heimil- ið óspart notað til æfinga og leikja. „Við lögðum heimilið undir hand- boltavöll," segir Skúli, „ogég man að Guðný skaut einu sinni sprungu á bílskúrshurðina." Nú hlær Guðný. „Já, maður var samviskusemin upp- máluð á þessum árum. Þjálfarinn hafði einu sinni lagt svo fyrir að við ættum að æfa okkur með því að henda bolta í vegg tuttugu sinnum á dag. Það lá beinast við að nota bíl- skúrshurðina í nýja húsinu og það gerði ég daglega í nokkurn tíma þar til ég tók eftir því það var komin sprunga eftir hurðinni frá gólfi og upp í loft. Þá sneri ég mér að næsta vegg." — Þið hafið ekki ætlað að gera garðinn frægan í sama félagi og pabbi ykkar? „Ég lék reyndar með Val í fjögur ár," segir Skúli. „Þá var ég búinn að vera tvo vetur í Stjörnunni eða írá þvf 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.