Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1991, Page 21

Íþróttablaðið - 01.12.1991, Page 21
sér um félagið þegar vel gengur, en að sama skapi fljótir að gleyma því þegar á brattan er að sækja. Þau segja reyndar að þetta þurfi allt íþróttafólk að búa við, en Skúli hefur ákveðna skoðun á þvf hver ástæðan sé f Garðabæ. „Þar er mikið af aðfluttu fólki sem áður hefur jafnvel haldið með öðrum félögum. Það þarf því að halda vel að málum til að gera þetta fólk að forföllnum Stjörnuáhangend- um. Síðan erum við með marga sem í raun hafa ekki haft áhuga á íþróttum fyrr en þeir kynnast starfi Stjörnunn- ar. Það þarf að halda áhuga þessa fólks við með sigrum." Þessi vanda- mál sem Guðný og Skúli tala um eru alþekkt hjá íþróttafélögum með lengri sögu að baki en Stjarnan hefur. Hins vegar á Stjarnan sínar veiku hliðar, að mati Skúla, sem eiga að hverfa með tímanum. „Stjarnan er svo ungtfélagað þar vantarenn hefð- ina fyrir því að vinna titla. Ræturnar þurfa að liggja dýpra og það mun koma með tímanum. Síðan vantarfé- lagið fleiri af þessum fyrstu Stjörnu- mönnum til að koma og vinna fyrir Stjörnuna. Menn þurfa ákveðinn „Það eru Stjörnumenn alls staðar og fólkið í Garðabæ sendir börnin sín í Stjörnuna." tíma fyrir sjálfa sig eftir að þeir hætta að æfa. Eftir nokkur ár koma þeir síð- an margir aftur til vinnu fyrir félagið og þeir fyrstu eru að skila sér til Stjörnunnar í dag. Þannig eru t.d. þjálfarar meistaraflokka karla og kvenna, Eyjólfur Bragason og Magn- ús Teitsson, báðir uppaldir Stjörnu- menn. Þriðja atriðið er þáttur sem gömul og rótgróin félög líkt og KR og Valur hafa í lagi. Það eru tengsl við áhrifamenn f mörgum sterkum fyrir- tækjum sem áður voru virkir þátttak- endur í starfsemi viðkomandi félaga. Þessu þurfum við að bfða enn lengur eftir," segir Skúli og Guðný kinkar kolli. „Uppbyggingin er rétt hjá Stjörnunni, en þessir þættirtaka tíma. KRINGLU ALLT í JÓLAPAKKANN ENN STÆRRI OG _ ZTI1 VERSLUN Full af nýjum vetrarvörum 21

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.