Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1991, Side 50

Íþróttablaðið - 01.12.1991, Side 50
LANGAR Þ I G í RÚMLEGA 100 MILLJÓNIR — rætt við Sigurð Baldursson, framkvæmdastjóra íslenskra Getrauna Texti: Helgi Kristjánsson Mörgum þykir það ómissandi þátt- ur í tilverunni að taka þátt í getraun- um á laugardögum. íslenskar Get- raunir hafa starfað í mörg ár, þar sem tippað hefur verið á rétt úrslit í 12 leikjum. Nú fyrirstuttu hófu íslenskar Getraunir og sænska fyrirtækið AB Tipstjánst samstarf og fjölgaði þá leikjunum í 13. Með heimild frá dómsmálaráðherra var gerður samn- ingur við Svíana um sameiginlegan getraunapott í 21 viku eða til 4. apríl 1992. Þegar þessi grein er skrifuð hafa tvær vikur verið spilaðar og þrír íslendingar fengið yfir átta milljónir íslenskra króna í vinning. Þegar svona stórir vinningar eru í pottinum eykst áhugi landsmanna fyrir því að tippa og ef íþróttafélögin eru vakandi geta þau haft góðar tekjur af áheitun- um frá tippurum. Framkvæmdastjóri íslenskra Getrauna er Sigurður Baldursson og hefur hann starfað þar á bæ síðan 1987, fyrst í hlutastarfi en 1988 hóf hann störf sem markaðsstjóri og í dag er hann framkvæmdastjóri. íþrótta- blaðið ræddi við Sigurð um breyting- arnar áfyrirkomulagi getraunanna og hvernig félögin geta atjikið tekju- möguleika sína. „Stóra atíiðið í þessu sambandi er það að við erúm farnir að spila frá viku til viku með Svíum og það eru yfir 140.000.000 kr. f pott- inum. Hugmyndin hjá okkur er sú að það verði áframhald á þessu sam- starfi eftir þessar 21 vikurogað Norð- menn og Finnar komi inn ísamstarfið eftir ár og þáerum við aðtala um 300 - 400.000.000 kr. pott." Þeir sem eiga eða nota tölvur geta fengið keypt getraunaforrit hjá Get- raunum fyrir kr. 500,- sem er mála- myndagjald. Hægt er að fá einstakl- ingskerfi, sem hinn almenni tippari notar, og félagakerfi, sem félögin hafa, og gefur það kerfi félögunum möguleika á að aðstoða félagsmenn sína í að spá eftir tölvu. í forritinu er gagnabrunnur þar sem tipparinn getur fengið öll úrslit úr ensku knattspyrnunni frá 1979 og allar innbyrðisviðureignir liða frá þeim tíma. íslenskar Getraunir hafa gert margt til þess að auðvelda viðskiptamönn- um sínum aðgang að getraunaleikn- um. Eilt af þvf er mótald sem einstakl- ingur éða telag tengir við tölvuna sjna og sírnann. Mótald er vélbúnað- ur sem í rauninni er bara sími. Mót- aldið er tengt höfuðtölvu íslenskra Getrauna'ígegnum símalínu og getur tipparinn sótt næsta seðil, nýjustu úr- slit og stöður í gegnum mótaldið í höfuðtölvu íslenskra Getrauna með ákveðinni skipun. Nokkur íþróttafé- lög hafa nú þegar notfært sér þessa tækni og fengið sér lottókassa, tölvu og mótald. Þau félög sem íþrótta- blaðið veit um að eru með þessa þjónustu fyrir sína félagsmenn eru Fylkir, Fram, FH, Huginn Seyðisfirði, Sindri Hornafirði, ÍA og Þróttur Nes- kaupstað. Allmörgfélög í viðbót hafa spurst fyrir um þetta hjá íslenskum Getraunum. Ef félagsmenn þessara félaga vilja notfæra sér þjónustu þeirra, þá fengju þessi félög bæði áheit þeirra og síðan 5% umboðs- laun í yiðbót. Mótald fæst hjá flestölI- um fyrirtækjum sem selja tölvur og kosta frá kr. 15.000 - 25.000. í47. leikviku fékk Fylkir flest áheit eða 159.727 raðir sem gefa félaginu í kringum 320.000 kr. Auk þess kom mikill hlytfLáfieitanna inn í gegnum telefax og PC tölvur hjá þeim, sem þvöir 5% umboðslaun. Hlutur Fylkis þessaeina viku var hátt Í400.000. kr. Þessar tölur ættu að sýna forráða- mönnum annarra félaga hvað félögin gætu haft góðar tekjur af getraunum ef vel er staðið að málum. I þessari sömu leikviku fékk Fram 120 - 130.000.- kr. í tekjur. Bæði þessi fé- 50

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.