Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 3

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 3
Ritstjóraspjal I Fræðslu- og útbreiðslustarf sérsambanda íþróttasambands íslands hefur verið með ágætum í mörgum tilfellum en yfirleitt má þó gera betur. Fræðslustarf getur verið með margvíslegum hætti en til þess að ná sem best til barna- og unglinga og efla íþróttaáhuga þeirra er ein leið öðrum betri, að mínu mati. Hún er sú að virkja íþróttastjörnurnar og leyfa ungum íþróttamönnum að komast í snertingu við þær. Það hefur tíðkast hjá sumum sérsamböndum að senda landsliðsþjálfara vítt og breidd um landið og ýmsa forkólfa með fyrirlestra í vasanum og er það gott og gilt. Því fjölbreyttari sem fræðslan er þeim mun meiri líkur eru á því að efla íþróttaáhuga í landinu. Hvaða þýðingu myndi það til að mynda hafa fyrir knattspyrnuiðkun á Egilsstöðum ef Arnór Guðjohnsen, Guðni Bergsson og Eyjólfur Sverris- son myndu verja þar dagsstund næsta sumar og ræða við iðkendur í yngri flokkum Hattar, svara spurningum og gefa góð ráð? Á slíkri heim- sókn myndu krakkarnir lifa næstu árin því ráðleggingar knattspyrnust- jarnanna festast mun betur í vitund krakkanna en orð þjálfara sem þau umgangast dagsdaglega. Ég nefni knattspyrnuna sem dæmi en vitanlega mætti nota þessa fræðsluleið í flestum íþróttagreinum. Það væri æskilegt ef sérsamböndin myndu virkja „fyrirmyndirnar" með þessum hætti hvort sem þær eru enn að keppa eða nýhættar. Áður en haldið væri af stað í svona fræðsluferðir væri æskilegt fyrir sérsam- böndin að vita hverju viðkomandi íþróttamenn ætla að miðla því eins og gengur eru ekki aílir vel af guði gerði til að láta gott af sér leiða. Reynslumiklir íþróttamenn geta sagt frá atvikum, sem þeir hafa upplifað í íþróttum, sem sumir þjálfarar hafa ekki þekkingu á en ungviðið hefði gott af að heyra. Einhverjir kunna að spyrja með hvaða hætti þetta sé framkvæmanlegt og hvort ekki sé vonlaust mál að fá þekktustu íþróttamenn þjóðarinnar til að taka þátt í þessu. Með skipulögðu starfi og með því að nýta sem flesta þurfa íþróttamennirnir hugsanlega ekki að fara í nema þrjár til fjórar dagsferðir út á land á árinu. í vaxandi samkeppni meðal íþróttagreina hlýtur það að vera metnað- armál forkólfa sérsambandanna að ná í sem flesta iðkendur. Okkar bestu körfuknattleiksmenn gætu til að mynda gert víðreist um landið næsta sumar því þá eru þeir ekki uppteknir við að spila. Sömuleiðis eru at- vinnumenn okkar í knattspyrnu í ágætu fríi á sumrin og þeir hefðu bara gaman af því að spjalla við ungt og áhugasamt íþróttafólk. Úti á landi er fjarlægðin við íþróttastjörnurnar oft það mikil að heimsókn einnar slikrar getur verið íþróttalífinu á staðnum gríðarleg lyftistöng. Þorgrímur Þráinsson ritstjóri Hafsteinn Viðar auglýsingastjóri t. tbl. 1995 Ritstjóri og ábyrg5armaöur: Þorgrímur Þráinsson Beinn sími ritstjóra: 678938 Ljósmyndarar: Gunnar Gunnarsson, Hreinn Hreinsson og Kristján Einarsson Skrifstofa ritstjórnar: Bíldshöfða 18. Sími 875380. Fax 879982 Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðvíksson Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson Áskriftargjald kr. 1.293,00 (1/2 ár) ef greitt er með greiðslukorti en annars kr. 1.437,00. Hvert eintak í áskrift kr. 431,00 ef greitt er með greiðslukorti en annars kr. 479,00. Hvert eintak í lausasölu kr. 599,00. Áskriftarsími: 812300 Útgefandi: Fróði hf. Skrifstofa og afgreiðsla: Ármúla 18, sími 812300 Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. G. Ben. - Edda prentstofa hf. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.