Íþróttablaðið - 01.02.1995, Page 10
„MEÐ LJÓTUSTU TÆR
NORÐAN ALPAFJALLA"
„Hann á eftir að verða landsliðs-
þjálfari. Hann er stundum ósáttur við
þá þjálfun sem hann fær, hvernig
hlutirnir eru byggðir upp og því
mætti hann gagnrýna það meira und-
irfjögur augu með þjálfaranum. Það
ertekiðmarkáhonum. Hannermjög
klár á sýnu sviði en afskaplega hlé-
drægur. Hann er svo þrjóskur að þótt
20 túrbínur væru settar í rassinn á
honum myndi hann samt sitja á sér tiI
að láta á engu bera. Hann á eftir að
sanna sig á öðru sviði í framtíðinni.
Hann hefur opnast tilfinningalega
hin síðari ár, er rómantískur. Eg sé tvö
börn en hann á eftir að eiga tvö til
vibótar og allt varðandi fjölskyldulíf-
ið er mjög jákvætt. Er hann listrænn?
Hann hlýtur að tengjast hestum því
ég sé hesta hérna. Hann virðist hafa
verið tengdur dökkum hesti, eða fol-
aldi þegar hann var yngri. Og hann
var líka hændur að hundi. Þessi dýr
voru honum mikils virði og hann
saknar þeirra. Hefur hann verið
slæmur í kviðnum? Hann er með Ijót-
ustu tær norðan Alpafjalla."
----------------•-------------------
Sigurður Jónsson skellti upp úr
þegar hann heyrði þetta. „Þetta er
rosalega magnað. Já, ég myndi segja
að ég væri listrænn en konan mín er
ekki sammála því, kannski vegna
þess að hún er í myndlistarskóla. Það
er mikið til í þessu hjá Þórhalli, þó
eigum við bara eitt barn. Það hefur
minnkað undanfarin ár að ég sé
ósammála þjálfurum hvað varðar
uppbyggingu og þjálfun en ég var oft
mjög ósáttur. Hvað varðar hundinn
er þetta hárrétt. Þegar ég var sex ára
átti ég hund en hann var sendur í
sveit eftir að hafa glefsað í stelpu.
Þetta var víst sárasaklaust og fannst
mér mjög sárt að missa hann. Fyrir
sex árum eignaðist ég brúnt folald,
sem er mjög vel tamin hryssa í dag.
Já, tærnar eru ógeðslegar, það er
ekki heil brú í þeim. Ég hef reynt
kalkkúra og fleira til að bæta þær en
ekkert gengur. Þær hafa orðið svona
eftir áralanga veru í þröngum fót-
boltaskóm. Þetta með magann er
líka rétt því ég var skorinn upp.
Mér líst vel á sumarið og ef við
missum ekki menn í meiðsli verðum
við öflugir enn eitt árið. Við eigum
marga unga og sterka stráka en það
væri ekkert verra að fá einn til tvo
leikmenn til að auka breiddina. Ég
reikna með að KR, með feiknasterk-
an mannskap, verði okkar helstu
keppinautar ef leikmennirnir ná
saman og Fram hefur fengið góðan
liðsstyrk."
10