Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 15

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 15
„ÞAÐ ER MJÖG MIKILVÆGT AÐ VERA EKKI HRÆDDUR Á MÓTUM ERLENDIS VILJI MAÐUR STANDA SIG VEL" tilfinningu. Þetta er svo sterk upplif- un. Mér finnst líka afskaplega gaman að keppa og kynnast íþróttamönnum bæði hér heima og erlendis. Það er mikill félagsskapur í sundinu og það hentar mér ágætlega að vera í ein- staklingsíþrótt því þá þarf ég algjör- lega að treysta á sjálfa mig." — Hvað gerirðu til að halda ein- beitingu og sjálfsaga sem er nauð- synlegt til að ná góðum árangri? „Þegar maður setur sér ákveðið takmark veit maður hvað þarf að leggja á sig til að ná því. Sé maður ekki tilbúinn til þess er eins gott að sleppa því að æfa af krafti. Það er augljóst að enginn árangur næst með einhverju dútli." — Eru margir sundmenn í dútli? „Já, því miður." — Upplifirðu aldrei erfiða tíma í sundinu? „Stundum er afskaplega erfitt að rífa sig á fætur klukkan hálf sex á morgnana eins og við gerum þrisvar í viku og hlaupa út í frostið um miðjan vetur. Stundum er maður illa sofinn eða hreinlega illa fyrir kallaður en maður verður að láta sig hafa það." Eydís æfir þrjá morgna frá sex til hálf átta og sömuleiðis 6 kvöld vik- unnar, þar af lyftingar þrisvar í viku að auki. „Við æfum 8-10 sinnum í viku og syndum að meðaltali 37-45 kílómetra á viku." — Nú eru deildar meiningar um mikilvægi lyftingaræfinga fyrir sundmenn. Hvert er þitt álit á æfing- um með lóð? „Mér finnst þær mikilvægar, sér- staklega fyrir sprettsundmenn. Við erum ekki bara að pumpa lóð ómark- visst heldur er um sérhæfðar æfingar að ræða." Baksund er aðalkeppnisgrein Eydísar en hún keppir að auki í flug- sundi. Hennar besti tími í 50 m bak- sundi er 30,86 sek., 1.05,08 í 100 m baksundi, 1.21,74 í 200 m baksundi, 28,73 í 50 m flugsundi og 1.04,6 í 100 m flugsundi. „Ég á 6 íslandsmet í dag en ég veit ekki hversu mörg met ég á í aldurshópunum," segir Eydís aðspurð. „En á síðasta ári setti ég 7 Islandsmet." — Hvaða reynsla hefur verið þér dýrmætust? „Hún er sú að komast á mót er- lendis með mjög góðum sundmönn- um og átta sig á því að þeir eru fólk eins og ég og þú — ekki einhverjir guðir með náðargáfu sem geta sigrað heiminn fyrirhafnarlaust. Þessi reynsla er mikilvæg því hún gefur aukið sjálfstrausttil að gera enn betur og maður áttar sig á því að maður getur þetta sjálfur. Það er mjög mikil- vægt að vera ekki hræddur á mótum erlendis vilji maður standa sig vel." — Ertu sátt við öll atriði í þjálfun- inni? „Ég er viss um að ekkert hefur farið illa með mig en ég er mjög ánægð með þjálfarann minn í dag, Þjóðverj- ann Martin Radimacher. Hann er kominn aftur til starfa eftir að hafa verið erlendis um tíma. Ég á honum mikið að þakka." — Fannstu fyrir öfund, í þessum mikla körfubolta- og knattspyrnu- bæ, þegar þú varst kjörin íþrótta- maður Suðurnesja? „Alls ekki því fólk hefur komið mjög vel fram við mig. Þetta er mikill heiður og segir mér að það sé fylgst með sundinu." — Hvenæráttu þínar bestu stund- ir? „Oft og á ólíkan hátt. Mér finnst gottað liggja uppi írúmi og lesagóða bók. Sömuleiðis að sitja í faðmi fjöl- skyldunnar og spjalla áhyggjulaust um lífið og tilveruna." Eydís hefur verið í sellónámi frá fimm ára aldri og lokið 7 stigum af 8. Hún reiknar síður með að leggja út á tónlistarbrautina en er þó viss um að hún muni hafa sellóið við höndina alla ævi. Hún segist hafa gaman af handavinnu og þegar ég rek augun í þríkross sem hún hefur um hálsinn spyr ég hvort hún sé trúuð. „Ég trúi á guð og guð í mönnunum — sömuleiðis að hver skapi sína eig- in trú. Ef enginn tryði væru engir guð- ir til. Allir guðir, sem fólk trúir ár, eru til því fólk heldur í þeim lífi með trúnni." — Finnst þér þú hafa misst af ein- hverju vegna sundiðkunarinnar? „Eféghefði misst af einhverju væri ég búinn að vinna það upp með því sem ég hef út úr því að vera í sundi. Fáir á mínum aldri hafa farið í jafn margar utanlandsferðir og ég en það fylgir sundinu og er ákveðin reynsla og upplifun. Mér finnstég koma ótrú- lega miklu í verk á degi hverjum þótt ég sé ekki á þessum hefðbundnu unglingastöðum." — Hvað þyrfti að gerast hjá þér til Eydís ásamt æfingafélögum sínum í Keflavík fyrir nokkrum árum. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.