Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Page 29

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Page 29
BOXAÐ AÐ LÖGUM Tíu dögum eftir að MICHAEL MOORER, sem er 26 ára, tapaði fyrir GEORGE FORE- MAN, sem er 45 ára, í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í hnefaleikum í þungavikt, ákvað hann að hætta að berjast og ljúka lögfræðináminu. Moorer hefur reyndar sjálfur komist í kast við lögin en það var þegar hann barði lögregluþjón. Hann hefur líklega hugsað: „If you can’t b.eat thern, join them.“ ' Aðeins 48 klukkustundum eftir að kappinn tilkj'nnti að hann væri hættur að boxa hætti hann við að hætta. Hann hefur þegar áveðiðað rnæta „garnla" manninum aftur í hringnum. Þess má til gamans geta að þegar Moorer var 9 ára gamall var Foremann að hugsa urn að hætta að berj- ast í annað sinn. Eins og flestum er kunn- ugt hóf kappinn að iðka box að nýju eftir 10 ára hlé — með glæsilegum árangri. HEYRST HEFUR *...að KR-ingar hafi fyrst fremst verið að hugsa um að næla sér í sterkan persónuleika þegar þeir kræktu í STEINAR DAG ADOLFS- SON frá Val. Vissulega er Steinar mjög góður knattspyrnumaður en hann er sterkur persónuleiki og leið- togi sem smitar vel út frá sér. Ekki hefur skort knattspyrnuhæfileikana hjá leikmönnum KR undanfarin ár en hins vegar hefur sumum KR-ing- um fundist liðið hafa verið hálf-leið- togalaust og kannski er það ástæða þess að það hefur ekki orðið íslands- meistari lengi. *...að sumir DÓMARAR séu svo smeykir við GUÐJÓN ÞÓRÐAR- SON þjálfara að þeir þori ekki sýna honum gula spjaldið þegar ástæða þykir til. Á íslandsmótinu f innan- hússknattspyrnu komst Guðjón í þrígang upp með aðfinnslur við dó- marann í sama leiknum og fékk aðeins „Uss Guðjón" frá dómaran- um á sama tíma og aðrir þjálfarar fengu gula spjaldið strax í andlitið fyrir svipaðar aðfinnslur á sama móti. 6-0 FYRIR PÉTUR í leik LEIKNIS og ÞRÓTTAR í Reykjavíkur- mótinu í innanhússknattspyrnu munaði greinilega mikið um PÉTUR ARNÞÓRSSON. Pétur lék um það bil hálfan leikinn fyrir Leikni og fregnir herma að Leiknir hafi skor- aði sex mörk á þeim tíma án þess að fá á sig mark. Þegar Pétur hvíldi skoruðu Þróttarar víst fimm mörk gegn engu marki Leiknis- manna. 9 9*1 7*00 - hagnýtar upplýsingar þegar þér hentar Verð aðeins 39,90 mínútan.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.