Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Page 33

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Page 33
amlega sterkur og því var stuggað töluvert við mér. A þessum árum hef ég bætt við mig tæpum fimm kílóum — eingöngu vöðvum — því ég lyfti lóðum fimm sinnum í viku. Ég er því mun sterkari en ég var í upphafi. Breiddin í íslenskum körfubolta hefur breyst mikið á þessum árum, núna eru fleiri góð lið í deildinni. Sam- keppnin er harðari og leikmenn eru mun öflugri en þeir voru." — Hvernig leið þér fyrsta árið á íslandi? „Mér leiddist. Ég talaði lítið og fáir töluðu við mig þannig að ég einangr- aðist dálítið. tg eignaðist nokkra vini úr röðum barna sem komu heim og léku sér í tölvuleikjum hjá mér. Það stytti mér stundirnar." — Hvað hefur komið þér mest á óvart á íslandi? „Hvernig fólk skemmtir sér á föstu- dags- og laugardagskvöldum. Fólk breytist á þessum kvöldum og það er alveg ótrúlegt að upplifa þetta. Ég vil samt taka það fram að leikmenn eru ekki í þessum hópi. Þeir halda sér á mottunni."

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.