Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 39

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 39
slá og reynir aftur að sjá fyrir sér höggið sem hann ætlar að fram- kvæma. Ef þú gerir alltaf það sama fyrir hvert högg ætti það að geta hjálpað mikið til. Vanaatferli í golfi er hægt að skipta í fjóra liði: A) VELJA MIÐ (hvert á að slá) OG KYLFU Það er margt sem kylfingur þarf að athuga áður en hann byrjar að sveifla. Það á ekki eingöngu að huga að réttri tækni, athuga grip og sjálfa stöðuna, heldur kemur margt annað málinu við. Athuga þarf legu boltans, hindranir á vellinum (hátt gras, sand- glompur, skurði, tjarnir, vindátt o.s.frv.) og hvernig best er að leika holuna út frá þeim hindrunum sem eru til staðar. Til þess að leika 18 holurnar sem best verða kylfingar að ráða yfir viss- um vanaatferlum, nokkurs konar leiktækni og þaulhugsa hvert högg. Góðir golfvellir eru hannaðirtil þess að hegna þeim sem ekki leika af skynsemi. Þessa leiktækni öðlast kylfingar með reynslunni en það flýt- ir fyrir þeim að tileinka sér ákveðin vanaatferli. B) SJÁLFSATHUGUN (einbeiting, slökun, spennustjórnun og ímyndun) í keppni kemur fyrir að hjartsláttur eykst og adrenalín fer að flæða. Við þetta breytist sveiflan og mistök eiga sér stað. Viðbrögð okkar við krefj- andi aðstæðum eru kölluð árásar- eða flóttaviðbrögð (fight/flight re- sponse). Þar stjórna tilfinningarnar. Hvort sem við erum reið eða pirruð, hrædd eða kvíðin verður svörun lík- amanseins. Líkaminnbýrokkurund- ir árás eða flótta með eftirfarandi við- brögðum: * Streituhormón í blóði aukast. * Sviti sprettur fram og blóðþrýst- ingur hækkar. * Hjartað slær örar og blóðrennsli til vöðva eykst. í tæknilegum íþróttum, eins og golfi, miðast einbeitingin að því að Kylfingur byrjar andlegan undirbún- ing fyrir höggið með því að sjá fyrir sér í huganum hvað hann ætlar að gera. gera réttu hreyfingarnar sem eru þegar lærðar. Það fer mikið eftir ein- beitingarhæfni kylfingsins að hve miklu leyti er hægt að fá fram rétta tækni. Mikil spenna getur haftáhrif á þessa hæfni kylfingsinsoggetur hann látið hin minnstu smáatriði hafa áhrif á sig. Það kemur strax niður á tækn- inni. Mikilvægt er því fyrir kylfinga að æfa einbeitingarhæfnina í ríkum mæli. Auðvelt er að einbeita sér í hægu og friðsælu umhverfi en mun erfiðara þegar taugarnar eru þandar og áhorfendur til staðar. Því er æski- legt fyrir kylfing að vera undir álagi um leið og hann einbeitir sér við æf- ingar. Með því móti kemur fátt á óvart í keppni. Kylfingur þarf að geta haldið einbeitingu lengi því það get- ur tekið allt að 4-5 klukkutíma að leika 18 holu hring. Undirbúningur hjá kylfingi við að slá högg getur tek- iðfrálOsekúndum upp Í1-2 mínútur. C) STAÐAN í SVEIFLUNNI Kylfingur má ekki gleyma að at- huga stöðuna áður en hann byrjar að sveifla. Ágætt ráð er að byrja neðst á fótunum ogfikra sig upp. Athuga fyrst stöðu ilja, hnjáa, mjaðma, axla og höfuðsins. Síðan athuga hendur og grip. Mikilvægt er að hugsa um að Kylfingur má ekki gleyma að athuga stöðuna áður en hann byrjar að sveifla. hafa sveifluna sem einfaldasta og ekki hugsa of mikið um tæknina. D) EINBEITING EFTIR HÖGG Vanaatferli þarf einnigað vera eftir hvert högg. Hafi högg mistekist þarf að hugsa um hvað fór úrskeiðis (þó ekki lengi), hreinsa kylfuna, reyna síðan að slaka á og halda einbeitingu fyrir næsta högg. Rannsóknir sem ensku sálfræðing- arnir BOUTCHERogCREWS gerðu á byrjendum í golfi á árunum 1986 og 1987 sýndu að sá hópur, sem hafði lært ákveðið vanaatferli, stóð sig mun betur t.d. í púttunum en hinn sem hafði aldrei heyrt minnst á vana- atferli. Rannsóknir þeirrasýndu einn- ig að þeir, sem þoldu litla spennu og voru stressaðir, komu séruppfleiri og lengri vanaatferlum en aðrir. Þeiráttu það til að bæta við vanaatferlum á staðnum. Mikilvægterað kylfingur þekki sín takmörk og forðist að slá högg sem er ólíklegt að takist. Auðvitað er stund- um nauðsynlegt að leika á als oddi, leika djarfar og taka áhættu. Ef kylf- ingur er hins vegar illa fyrir kallaður ætti hann að reyna að slaka á, leika rólega án þess að hætta miklu og sætta sig við að skorið verði aðeins hærra en á góðum degi. (Höfundar eru íþróttakennarar) 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.