Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Page 45

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Page 45
Steinar Dagur Adolfsson og Arnar Crétarsson hafa leikið á fjölda grasvalla og gervigrasvalla hérlendis en ætli þeir séu sáttir við þá aðstöðu sem er í boði? Texti: Þorgrímur Þráinsson Myndir: Ýmsir Deildar meiningar eru um það hvers konar gervigrasvellir henti knattspyrnumönnum best og sömu- leiðis hafa menn ekki verið á eitt sáttir með hvaða hætti viðhald og rekstur grasvalla ætti að vera. Þá eru skiptar skoðanir um það hvaða und- irlag sé best fyrir grasvelli og hvort upphitaðir vellir séu það sem koma skal á íslandi. Það er Ijóst að viðhaldi grasvalla hefur verið mjög ábótavant víða um land ogoftaren ekki hafa vallarstarfs- menn litla þekkingu á því hvernig vellinum sem best borgið. Forsenda þess að grassvörður verði góður og slitþolinn er að skipulega sé staðið að viðhaldi. Vallarverðir verða að hafa góðar gætur á grasvellinum á vaxtar- tímabilinu og ekki síst þegar grasið liggur í dvala. Ef rekstri eða viðhaldi er ekki sinnt sem skyldi verður hinn besti grasvöllur jafnvel ónýtur á fá- einum árum. Erlendis er ekki óalgengt að 4-5 aðilar vinni heilan dag að viðgerðum á grasvellinum eftir leiki en hvernig skyldi þeim málum vera háttað hér? Þörfin fyrir gervigrasvelli og þó GRASIÐ GRÆNNA hinum megin? * Hvers konar grasvellir eru ákjósanlegastir á íslandi? * Er skynsamlegt að hafa hitalagnir undir grasvöllum? * Höfum við ekki enn byggt gervigrasvelli sem henta okkur best? * Eru flestir grasvellir á íslandi með lélegt undirlag? * Er viðhaldi og rekstri á grasvöllum ábótavant? * ÍÞRÓTTABLAÐIÐ leitar álits nokkurra aðila á grasvöllum. 45

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.