Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 51

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 51
' ti Foster segist gera þrjú- til fjögur hundruð magaæfingar á dag. kílómetra, síðan koll af kolli upp í 50 kílómetra á viku. Þá fer ég niður aft- ur; 50, 40, 30, 20, 10 kílómetra á viku. Þannigferégaldrei meiraen 50 kílómetra mest á einni viku. Þá er ég að synda frá þremur og upp f fjóra klukkutíma á dag. Síðan lyfti ég þrisvar í viku en ég legg mikla áherslu á þær æfingar til að þjálfa upp sprengikraftinn." LYFTINGAR OG TEYGJUR — Hvers konar lyftingaæfingar gerirðu? „Ég reyni að halda mig við þær æfingar sem líkjast hvað mest sund- inu. Þannig geri ég augljóslega ekki bekkpressu. Ég geri niðurtogsæfingar með beina handleggi, niðurtog á þrí- höfðann og togæfingar fyrir bak- vöðvana. Og magaæfingar; þrjú til fjögur hundruð á dag. Ég tek dálítið af hnébeygjuæfingum en reyni annars að þjálfa fótleggina með æfingum í vatni, spörkum til dæmis. Og í þetta fer um klukkutími í hvert sinn. Annars fara æfingarnar mjög mik- ið eftir því hvernig mér líður, hvert dagsformið er. Ég „hlusta" mjög grannt eftir því. Þreyttur æfi ég ekki eins mikið og óþreyttur." — Hvað með teygjuæfingar? „Áður fyrr var ég mun liðugri og teygði lítið. Núna geri ég töluvert af sveifluæfingum fyrir handleggina til dæmis eftir sund, aðallega til þess að koma í veg fyrir að ég togni. Fyrir keppnissund þá er ég að hita upp og teygja í um það bil hálftíma." MEIRI PENINGAR ÍGOLFI! — Hefurðu stundað aðrar íþrótta- greinar? „Mér gekk ágætlega í körfubolta þegar ég var yngri og ég spilaði fót- bolta og krikkett. Ég hafði líka gaman afþvíaðspilagolf. Égvarmjöggóður í öllum þessum greinum en gekk best ísundi og þess vegnavaldi ég það. En ég vildi að ég hefði valið tennis eða golf! Nei, ég er bara að grínast. Það eru bara miklu meiri peningar í þeim greinum. Við þurfum að afla sundinu meiri vinsælda á keppnisgrundvelli, til dæmis með því að leggja meiri áherslu á sundknattleik, þolfimi í sundi, kappsund og fleira til að fá fleiri til að koma og horfa á sund almennt." SUNDIÐ BESTA ALHLIÐA ÞJÁLFUNIN — Telurðu sundið góða, alhliða þjálfun? „Þá bestu. Þegar þú hleypur, svo dæmi sé tekið, eru hnjáliðir undir miklu álagi en ekkertslíktertil staðar ísundinu. Samtsem áðurfá allir stóru vöðvahópar líkamans þjálfun með sundi." — Er það rétt að sundmönnum hætti við axlameiðslum? „Já, einkum ef þeir æfa of mikið og nota spaða meira en góðu hófi gegn- ir. Sjálfur hef ég ekki átt við nein slík vandamál að glíma og fáir sem ég þekki." — Hversu mikið notarðu spaðana sjálfur? „í álagsþjálfuninni og þá aðeins í fimmtán til þrjátíu mínútur, aldrei alla tvo tímana sem æfingin stendur yfir." — Þú hefur sett stefnuna á Ól- ympíuleikana í Atlanta 1996. Hver heldurðu að verði erfiðasti andstæð- ingur þinn þar? „Án nokkurs vafa verður það Popov hinn rússneski," svarar Mark Foster en Popov hefur til dæmis bætt met Fosters í skriðsundinu, úr 21.60 sek. í 21.50. Að svo búnu er tími vor uppurinn en það verður fróðlegt að fylgjast með „íslandsvininum" Mark Foster þegar kemur að meiriháttar mótum í framtíðinni og þá einkum næstu Ól- ympfuleikum. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.