Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Page 58

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Page 58
Hakeem Olajuwon er einn besti senterinn í NBA deildinni. Texti: Jóhann Ingi Árnason Hvað eiga San Antonio Spurs, Orl- ando Magic, New York Knicks og Houston Rockets sameiginlegt? Þau eru öll í toppbaráttunni í NBA deild- inni og hafa stórum og sterkum sent- erum á að skipa. Ekki er langt síðan bakverðir eins og Michael Jordan, Larry Bird og Ishia Thomas voru bestu leikmenn- irnir í NBA. í dag virðist hins vegar vera erfiðara fyrir leikmenn í bak- varðar- og framherjastöðu að slá í gegn. Leikurinn er að færast undir körfuna og nú skiptir mestu að hafa góðan senter. í úrslitunum ífyrra léku t.d. New York Knicks og Houston Rockets en hvers vegna komust þessi lið í úrslit? Þau geta þakkað það há- 5„BESTU“ SENTARAR í NBA DEILDINNI! vöxnum senterunum að einhverju leyti, þeim Patrick Ewing og Hakeem Olajuwon. En lítum á fimm bestu senterana í NBA, að mati íþrótta- blaðsins: 1. HAKEEM OLAJUWON Draumurinn, eins og hann er kall- aður, skoraði 26,4 stig að meðaltali á síðustu leiktíð og hirti 12,7 fráköst. Hakeem hefur tekið miklum framför- um á undanförnum árum og menn muna kannski eftir því þegar Hous- ton reyndi að skipta á honum og Charles Barkley sem var þá hjá Phila- delphia. Houston sér örugglega ekki eftir því að hafa haldið í Hakeem sem var valinn besti leikmaður NBA deildarinnar í fyrra. 2. SHAQUILLE O'NEAL Hann getur leikið, sungið og troð- ið. Shaquilleer án efa vinsælasti leik- maður deildarinnar en hann á enn eftir að næla sér í meistaratitil. O'Neal var næststigahæstur f fyrra en ekkertvirðistgeta komið ívegfyrirað hann hljóti titilinn þetta árið. Hann er 22 ára og er þegar búinn að slá flest met, sem hægt er að fá hjá Orlando. Stærð hans og þyngd eru ómann- eskjulegar en samt er kappinn en sneggsti senterinn í deildinni. 3. DAVID ROBINSON Hann hefur aldrei leikið eins vel og á síðasta keppnistímabili. Með Dennis Rodman sértil aðstoðar skor- aði hann flest stig allra og var sterkur í fráköstunum. Það verður erfitt fyrir Robinson að gera betur í ár og San Antonio liðið hefur ekki verið að sýna neina meistaratakta að undan- förnu. Kannski hefur aðmírállinn nú þegar náð toppnum. 4. ALOUNSO MOURNING Hann er að margra mati nú þegar talinn betri en Partick Ewing og Dik- embe Mutombo. Alounso er skap- mikill og stundum er það ókostur (hver man ekki eftir slagsmálum hans og Luc Longley í fyrra?). Ef hann nær að stilla skapið getur hann orðið næstbesti senterinn í deildinni, á eftir Shaquille O'Neal. Ólíklegt verður að teljast að Alounso nái hátindi síns ferils á þessari leiktíð en hver veit hvað næstu ár bera f skauti sér? 5. CHRIS WEBBER ÞráttfyriraðWebberhafi sýntásér slæmar hliðar hjá Golden State Warriors á hann eftir að þroskast og verðaeinn besti senterinn ídeildinni. Hæfileikarnir eru til staðar en rifrildi hans við þjálfara Golden State sýnir vanþroska hans að einhverju leyti. Webber skorar mikið, hirðir fráköst og blokkerar skot og hann getur líka spilað í stöðu framherja. Aðrir, sem komu til greina, voru Patrick Ewing, Dikembe Mutombo, Vladi Divac og Brad Daugherty. Það er mikilvægt fyrir þau lið, sem hafa þessa leikmenn innanborðs, að halda í þá því liðin með bestu senter- ana verða í baráttunni um NBA titil- inn næstu árin. 58

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.