Íþróttablaðið - 01.02.1995, Síða 63
Stórhuga Smástundarmenn eftir sigur á Njarðvík í 32ja liða úrslitum bikarkeppninnar síðastliðið sumar. Efri röð frá
vinstri: Magnús Steindórsson, Gestur Magnússon, Sigmar Helgason, Haraldur Bergvinsson, Stefán Erlendsson,
Ásgeir Hilmisson, Valgeir töffari og Gísli Hjartarson liðsstjóri. Neðri röð frá vinstri: Ingi Freyr Ágústsson, Árni
Gunnarsson, Sigurður Smári Benónýsson, Tryggvi Gunnarsson, Þorsteinn Gunnarsson, Rúnar Vöggsson stuðnings-
maður, Jón Ólafur Daníelsson og Hermann Þorvaldsson.
Leiðrétting á leiðréttingu!
Háttvirturritstjóri! í 6. tbl. íþróttablaðs-
ins 1994 mátti lesa greinarstúf frá Ung-
mennafélagi Langnesinga þar sem þeir gera
tilraun til að leiðrétta frétt blaðsins um ár-
angur Smástundar síðastliðið sumar, sem
var framar vonum okkar sem og stuðnings-
mannaklúbbs liðsins sem heitir Stórstund.
Gera þeir Langnesingar árangur okkar tor-
tryggilegan og sýna fram á á tölfræðilegan
og rökvísindalegan hátt að þeirra árangur
síðastliðið sumar hafi verið lélegri en okkar!
Gera þeir að tillögu sinni að það fari fram
leikur milli Ungmennafélagsins Langnes-
inga og Smástundar um heiðurstitilinn „Lé-
legasta knattspyrnulið íslands."
Því miður sjáum við okkur ekki fært að
þiggja það góða boð því metnaður okkar,
samkvæmt 4. tölulið, 4. greinar í 4. lið í
lögum félagsins, er að „taka þátt í Evrópu-
keppni eigi síðar en árið 2000.“ Samkvæmt
okkar heimildum er ekki til Evrópukeppni
fyrir lélegustu lið álfunnar en þeirri hug-
mynd er hér með komið á framfæri. Ekki fer
á milli mála að Ungmennafélag Langnesinga
er lang lélegasta knattspyrnulið landsins og
var það aldrei ætlunin að ræna þeirri nafn-
bót af Langnesingum. Biðjum við auðmjúk-
lega afsökunar á því að þeir skyldu hafa
misskilið það.
Ungmennafélag Langnesinga sér ástæðu
til að telja sér það til hróss og tekna að hafa
ekki fengið stig síðastliðið sumar. Það fékk
Knattspyrnufélagið Smástund reyndar ekki
heldur en samt sem áður unnum við ÞRJÁ
leiki síðastliðið sumar, þar af einn á víta-
spyrnukeppni. Fyrsti leikurinn vannst gegn
Snæfelli í Stykkishólmi, 3:2 í fyrsta leik fs-
landsmótsins. En það er skammgóður
vermir að pissa í skóinn sinn. Snæfell dró sig
úr keppni og við misstum stigin okkar. Þetta
var þvílíkt áfall fyrir liðið að það hefði verið
verðugt rannsóknarefni fyrir Freud, blessuð
sé minning hans. Flestir leikmenn liðsins
voru á barmi taugaáfalls og hefðu væntan-
lega fengið pláss á stofnun, ef ekki hefði
komið til Þjóðhátíðar sem varð til þess að
hægt var að drekkja sorgum sínum fyrir al-
vöru.
Knattspyrnufélagið Smástund gerir að til-
lögu sinni að Ungmennafélag Langnesinga
skori á Ungmennafélag Selfoss í leik um titil-
inn „Lélegasta knattspyrnulið íslands." Það
helgast af því að eini leikurinn sem Smá-
stund vann í opinberri keppni sl. sumar í
venjulegum leiktíma, var einmitt gegn Sel-
fyssingum í undankeppni bikarkeppni KSÍ.
Leiknum lyktaði 3:2 og var sigurmarkið það
fallegasta sem sést hefur í íslenskri knatt-
spyrnu fyrr og síðar. Þar að auki féll Selfoss í
3. deild og voru þeir ekki með hýrri há allt
sumarið eftir tapið gegn Smástund.
Þess má einnig geta að Knattspyrnufélag-
ið Smástund var eina meistaraflokksliðið í
Vestmannaeyjum sl. sumar sem vann til
gullverðlauna á móti og fékk glæsilegan bik-
ar að launum. Við gerðum okkur lítið fyrir og
urðum Vestmannaeyjameistarar í knatt-
spyrnu eftir að hafa rúllað Framherjum upp í
tveimur leikjum, 8:0 og 4:1. Auk þess tapaði
liðið aðeins einum æfingaleik, gegn ÍBV, 2:4.
Eftir að hafa tapað fyrir Víkingum í 16 liða
úrslitum sl. sumar er það stefna Iiðsins að
gera betur næst og komast í 8 liða úrslit.
Árið 1996 verða það undanúrslit og úrslita-
leikurinn ári síðar. I kjölfar þess verður um
þátttöku í Evrópukeppninni að ræða 1998.
Samkvæmt upphaflegu skipulagi er Knatt-
spyrnufélagið Smástund nú þegar tveimur
árum á undan áætlun.
Hvað næsta sumar áhrærir er búist við að
æfingar hefjist ekki seinna en í maí. Kemur
þar margt til en helsta ástæðan er sú að bolti
liðsins týndist síðastliðið haust við æfingar á
Stórhöfða en hann fauk á haf út. Sjófarendur
eru beðnir að hafa augun hjá sér ef þeir
rekast á rauðan og hvítan knött.
Um leið og þessari leiðréttingu á leiðrétt-
ingu Langnesinga er komið á framfæri, ósk-
um við öllum landsmönnum árs og friðar
með von um gæfuríkt komandi knattspyrnu-
sumar.
Með fyrirfram þakklæti!
Almannatengslanefnd Smástundar
63