Íþróttablaðið - 01.04.1997, Síða 10

Íþróttablaðið - 01.04.1997, Síða 10
Hvernig hefur þér verið lýst: Litli ræfilslegi línumaðurinn. Hver er þín hugmynd um fullkomna hamingju: Að fá kalda kók þegar ég er þyrstur (can't beat the feel- ing). Hvaða orð eða setningu notarðu oft- ast: Já, elskan mín. Hvað heldur þér vakandi: „Góðu" myndirnar á Sýn. Hvað hræðir þig mest: Kassinn á Alla Gísla. Eftirminnilegasta ferð: Á Ólympíu- leikana í Barcelona. Hvað er það fallegasta sem þú hefur séð: Daníel ísak Gústafsson. En fyndnasta: „Beibwatch" í hópi góðra félaga. Hvað mislíkar þér í eigin fari: Er al- gjörlega „hooked" á íþróttaefni í sjónvarpi. Þínir skrýtnustu eiginleikar: Að geta setið á kamrinum og spjallað í símann. Hvaða hæfileika vildurðu helst hafa: Geta verið á tveimur stöðum sam- tímis. Hvað meturðu mest í fari vina þinna: Hreinskilni, heiðarleika og að þeir hafi húmorinn í lagi. Eftir hverju sérðu mest: Islands- meistaratitlinum í handbolta árið 1992. Að hvaða tilefni myndurðu helst Ijúga: Þegar ég er beðinn um að svara fáránlegum spurningum. Uppáhaldsgælunöfn: Langi-stæn og Goggi litli. Gústaf Bjarnason sló heldur betur í gegn þegar hann skoraði 21 mark í landsleik í handknattleik á dögunum. Hvaða atvik hefur breytt mestu í lifi þínu: Þegar Daníel ísak, sonur minn, fæddist. Hvaða leikkonu vildurðu helst bjóða út: Angelu Langbury (Murder she wrote) Hvers saknarðu mest: Hótel mömmu. Fyrir hvað langar þig helst að láta hrósa þér: Fyrir heimilisstörfin. Hverju gætirðu aldrei vanið þig af: Að sötra mjólkina þegar ég borða Cheerios. Einkennilegasta upplifun: HM '95. Pínlegasta staða sem þú hefur lent í: HM '95, Lúmskasta bragð: Viltu koma og sjá frímerkjasafnið mitt. Skemmtilegasta athugasemd frá andstæðingi: Þegar Sissi Bró heimtaði að ég fengi tveggja mín- útna brottvísun eftir að hann braut á mér augnbotninn. Markaskorarinn Gústaf Bjarnason í hópi „félaga" sinna í félags- miðstöðinni Vitanum í Hafnarfirði. 10

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.