Íþróttablaðið - 01.04.1997, Síða 21

Íþróttablaðið - 01.04.1997, Síða 21
Mynd 2: í stað þess að snúa mjöðm- um hef ég aðeins fært þær til í hlið- arhreyfingu og þar af leiðandi flutt þungann yfir á hægri fótinn. Mynd 3: Ferill kylfunnar er út-inn sem orsakar oftast slæs. Vandamál: Rangur flutningur á þunga Réttur flutningur á þunga er frum- skilyrði fyrir því að hægt sé að ná góðum kylfuhraða og þar af leiðandi högglengd. Eins og sést á mynd 1 hef ég ekki snúið mjöðmunum réttilega heldur einungis fært þær í hliðar- hreyfingu. Afleiðing slíkrar hreyfing- ar er m.a. sú að nær öll líkamsþyngd færist yfir á vinstri fót í hæstu stöðu aftursveiflunnar. Þessi ranga staða veldur oftast því að leikmaður slær boltann frá vinstri til hægri (slæs) vegna þess að ferill framsveiflunnar verður of mikið út-inn (sjá mynd 3). Líkamsþyngdin ætti að vera um 80% á hægri fæti í toppstöðunni (mynd D). Mynd D: Réttur flutningur á þunga. Mynd E: Þessar æfingar hjálpar þér til að fá tilfinningu fyrir réttum flutn- ingi á þunga og að sveifla kylfunni í réttum ferli. Lausn: Æfing með hægri fót fyrir aftan þann vinstri. Þessi æfing er mjög góð til að fá góðan mjaðmarsnúning og þannig réttan flutning þunga yfir á hægri fót í aftursveiflunni. Stilltu þér upp með u.þ.b. 20 sentímetra bili á milli fót- anna og færðiTsTðan vinstri fótinn fram um hálfa fótlengd og hægri fót- inn aftur þannig að táin á hægri fæti sé nánast í beinni línu við vinstri hæl (sjá mynd E). Hafðu boltann í miðj- unni. Sveiflaðu kylfunni síðan aftur þannig að öll þyngd færist á hægri fótinn, tilfinningin er líkt og þú sért að setjast niður á hægri rasskinnina. I þessari stöðu ættir þú að finna fyrir spennu í hægri lær- og kálfavöðva. í framsveiflunni skaltu leggja áherslu á Mynd F: Sveiflaðu kylfunni yfir pen- ingana til að fá tilfinningu fyrir rétt- um inn-út sveifluferli. að sveifla kylfunni á sama ferli og þú gerðir í aftursveiflunni og flytja þung- ann vel fram á vinstri fót. Leggðu peninga á jörðina líkt og myndir E og F sýna. Þetta fær þig til að einbeita þér betur að því að sveifla kylfunni í réttum ferli (inn-út). Þegar þú ert búin(n) að slá 10 bolta með þessum hætti stilltu þér þá upp í eðlilega stöðu og sláðu 10 bolta. Reyndu að framkalla sömu tilfinningu og þú fékkst í æfingunni. Endurtaktu þessa æfingu þangað til þú hefur fengið réttan flutning á þunga í sveiflunni. 21

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.