Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1997, Side 32

Íþróttablaðið - 01.04.1997, Side 32
Bandaríska körfuknattleikskon- an, Penni Peppas, sem leikur með Grindavík, átti hreint stór- kostlega leiki í úrslitakeppninni fyrir stuttu. Hún var meginástæðan fyrir því að liðið lagði hin geysisterku lið, Keflavík og KR, að velli í fimm leikj- um. Penni skoraði 24,3 stig í úrslita- leikjunum gegn KR en annars var hún langstigahæsti leikmaður ís- landsmótsins. Hún segist ekki geta get'ið eina ástæðu fyrir þessum frá- Bæra árangri. „í síðasta leik okkar í deildarkeppninni var ég á spítala. Við töpuðum leiknum og féllum nið- ur í t'jórða sæti. Þá sagði maður við sjált'a sig: „Nú er ballið búið. Við lendum á móti besta liðinu, Kefla- vík." En svo settumst við niður og fór- um að ræða málin, horfðum á spólur og skömmuðum hverja aðra kurteis- islega. Þannig byggðum við upp frá- bært andrúmsloft í kringum okkur." Penni er 24 ára heilsufræðingur frá University of Ocarks. Hana lang- ar til að mennta sig meira og hefur áhuga á að fara í nám tengt heilsu- fræði hjartans. Nú starfar hún sem íþróttakennari í Grindavík. í frístund- um sínum les Penni bækur og glímir við krossgátur auk þess sem hún á kærasta, Guðmuad Vigni Helgason. En hvenær fór^fn að spila kört'u- boita? „Ég hef verið svona 9-10 ára þeg- ar ég hóf að leika mér í götuköríu- bolta. Annars var ég alltat’ mikið betri í sundi og stundaði þá grein þar til ég var 17 ára." Penni veit varla at' hverju hún fór til íslands. Þegar hún lauk háskóla- námi hringdi umboðsmaður í hana og spurði hana hvort hún heíði áhuga að spila á íslandi. Hún svaraði honum: „Nei, nei. Ég vil fara í læknaskóla." En svo hringdi Sigurður isostar íþ róttadrykkir Karl K. Karlsson ehf. ■ Skúlatúni 4 ■ Sími 511 2000 32

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.