Íþróttablaðið - 01.04.1997, Blaðsíða 44
„Við vorum jarðaðir eftir slæmu leikina," segir Páll Þórólfsson.
„ÉQ HEU) m fRAH Mfl £m HfifT
Nem t QrsLnmtmA að qera"
mikilvægustu leikina eftir og ég vona
bara að það komi þá."
— Ef þú lítur til baka ertu þá sátt-
ur við árangur liðsins?
„Ég er sáttur við það að við urðum
deildarmeistarar en ég held að eng-
inn okkar verði almennilega sáttur
fyrr en Afturelding tekur við íslands-
meistaratitlinum. Mér finnst oft ein-
kennileg sú gagnrýni sem við feng-
um í vetur á meðan lið eins og KA og
Haukar, sem eru með ekkert síðri
mannskap, sluppu við alla gagnrýni.
Það var til dæmis alltaf verið að tala
um að KA-menn væru bara að bíða
eftir úrslitakeppninni en við vorum
jarðaðir eftir alla slæmu leikina okk-
ar."
— Þarna koma saman margir af
frægari leikmönnum deildarinnar og
öll athyglin er á ykkur. Með þetta í
huga er það ef til vill ekki skrýtið að
meira beri á tapi hjá ykkur en til
dæmis Haukum sem færri vissu
hvernig myndu standa sig í vetur.
„Það er ef til vill orðið þannig að
bara Mosfellingar halda með okkur
og það má segja að við séum komn-
ir með svipaðan stimpil og KR í fót-
boltanum."
— Þú ert einn af þessum að-
keyptu leikmönnum sem Afturelding
hefur krækt í á undanförnum árum.
Þú ólst upp og lékst lengi með Fram
en yfirgafst liðið þegar það féll í 2.
deild. Var ekkert skrýtið að lenda í
vandræðum gegn þínum gömlu fé-
lögum í úrslitakeppninni í ár?
„Framarar hafa unnið mjög vel í
sínum málum á undanförnum árum.
Við fórum þarna nokkrir frá Fram á
sama tíma og það hefur tekið liðið
nokkurn tíma að byggja upp sterk lið
að nýju. í dag sýnist mér þeir engu
þurfa að kvíða því þeir hafa góðan
þjálfara og sterkt lið. Þeir veittu okk-
ur harða mótspyrnu í undanúrslitun-
um en ef ég á að vera alveg hreinskil-
inn þá held ég að þeir hafi ekki haft
neitt í úrslitaleikina að gera. Bæði
við og KA erum með mun sterkari en
Fram en það má samt ekki gleyma
því að Fram hafa náð mjög góðum
árangri í vetur og ég held að liðið
megi vera ánægt með stöðu sína
þegar upp er staðið."
— En hefði þér ekki þótt leiðin-
legra að tapa fyrir Fram hcldur en
einhverju öðru liði?
„Það hefði verið mjög erfitt að
sætta sig við tap gegn Fram en það
kom aldrei til."
— Nú þegar deildinni er að Ijúka
fara allir leikmenn að skoða samn-
ingana sína en hver er staðan hjá
þér?
„Ég á eitt ár eftir af samning við
Aftureldingu og held að lang flestir í
hópnum verði áfram næsta vetur."
— Það hefur farið mikið fyrir þér
í úrslitakeppninni en þú varst frekar
rólegur framan af vetri. Ertu að
„toppa" á réttum tíma?
„Ég var ekkert ósáttur við mitt
gengi í upphafi tímabilsins og finnst
ég hafa skilað mínu vel. I úrslita-
keppninni hef ég fengið að spila að-
eins fyrir utan líka og þar hef ég
fundið mig ágætlega. Eg er mjög
sáttur við gengi mitt í úrslitakeppn-
inni og fyrir utan nokkra leiki í kring-
um jólin er ég vel sáttur við spila-
mennsku mína í heildina."
— Það eru liðin nokkur ár síðan
þú fórst fyrst að banka á dyrnar hjá
landsliðinu en þér hefur gengið illa
að festa þig þar í sessi. í dag virðist
þú ekki vera inni í myndinni hjá Þor-
birni og aðrir ungir hornamenn
komnir fram fyrir þig. Hvernig
sérðu framtíðina hjá með landslið-
inu?
„Ég hef hugsað mikið um lands-
liðssæti undanfarin þrjú til fjögur ár
en í dag hef ég tekið þá afstöðu að
hugsa ekki eins mikið um þetta. Það
er erfitt að vinna sér fast sæti liamds-
liðinu og ég hef sjaldan fengið þenn-
an „sjens" þóttég hafi nokkrum sinn-
um verið í hópnum. Ég er ekki að
segja að ég hafi unnið fyrir því að fá
fast sæti en ég hef verið valinn, með
hléum, síðustu þrjú árin þannig að
ég stefni bara ennþá á þetta fasta
sæti. Ég held að það sé mikilvægast
að láta verkin tala og ég veit að Þor-
björn er þannig þjálfari að ef leik-
maður stendur sig vel fær hann tæki-
færi. Hann hefur allt mitt traust til að
velja þá bestu hverju sinni og í dag
er ég bara ekki meðal þeirra."
— Nú ert þú aðeins 24 ára svo
bestu árin eru enn eftir í handbolt-
anum. Á hvað stefnirðu?
„Já. Ég set auðvitað stefnuna á
landsliðið en sá leikmaður sem hefur
verið tekinn fram fyrir mig að und-
anförnu er Björgvin Björgvinsson úr
KA en hann hefur verið að leika
mjög vel. Ég og Björgvin spiluðum
saman í 21 árs landsliðinu fyrir
nokkrum árum og þá var ég skrefinu
á undan. í dag er Björgvin komin
skrefinu á undan svo ég verð einfald-
lega að leggja meira á mig og veita
honum harðari samkeppni."
— Hvernig spáir þú að úrslita-
leikirnir gegn KA fari?
„Við vinnum þetta 3-1."
44