Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1997, Qupperneq 59

Íþróttablaðið - 01.04.1997, Qupperneq 59
Kristinn Óskarsson var kjörinn dómari ársins af þjálfurum liðanna. Þjálfurunum fannst vanta töluvert upp á að dómgæslan væri nægilega góð í kvennaboltanum. Dómari ársins: Kristinn Óskarsson 2 Antonio Roberto Cuillo 1 Jón Otti Ólafsson 1 Kristinn Möller 1 Leifur Garðarson 1 Sigmundur Herbertsson 1 Stigin skiptust þannig á milli liða: ÍBK 12 UMFG 11 KR 9 ÍS 2 UMFN 1 Eftirtaldir tóku þátt í valinu: Antonio Vallejo, ÍR Ellert Magnússon, Grindavík Hannes Jónsson, Breiðablik Jón Guðbrandsson, Njarðvík Jón Guðmundsson, Keflavík Pétur Ingvarsson, ÍS Svali Björgvinsson, KR Sheringham með bensínið í botni! Á meðan Teddy Sheringham, enski landsliðsmiðherjinn sem leikur með Tottenham í úrvalsdeildinni, var meiddur um og eftir síðustu áramót sat hann ekki auðum höndum. í samvinnu vib BP opnaði hann bensínstöð sem kallast BP Express shopping. Ekki fylgir sögunni hvort Sheringham á fleiri en eina bensínstöb en þegar hann hættir boltasparkinu hefur hann sem betur fer að einhverju að hverfa. „Má bjóða þér 95 oktan eða diesel," gæti knattspyrnu- kappinn sagt í framtíðinni, nema hann ætli lítið að koma nálægt afgreiðslunni. 35.000 tonn af hrísgrjónum fyrir að tapa Eins og mörgum er enn í fersku minni sigraði Argentína Ffolland í úr- slitaleik heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu árið 1978, 3:1. Argentína þurfti að vinna Perú meb þriggja marka mun til að komast í úrslitaleikinn á kostnað Brasilíu. Nýlega komust sögu- sagnir á kreik um það að ríkisstjórnin í Argentínu hefði mútað hershöfðingj- unum í Perú til að tapa stórt sem varð raunin. í stað tapsins fékk Perú 35.000 tonn af hrísgrjónum, skipssendingu af vopnum og stórar fjárfúlgur. Þetta hef- ur vitanlega ekki verið staðfest en það þótt sæta furðu að Perú skyldi setja varnarmenn í framlínuna í leiknum gegn Argentínu og aðalmarkvörðinn á bekkinn. Þá þóttu leikmenn Perú af- skaplega klaufalegir í þeim dauðafær- um sem þeir fengu í leiknum. Argent- ína sigraði nógu stórt til að komast í úr- slitaleikinn og sól Mario Kempes skein skært. Vissir þú... ... að tyrkneska félagið Canakkale Dar- danel rak sína skærustu stjörnu, Afríku- manninn Steve Kompela, fyrir það að byrja með sjónvarpsþátt. Félagið sagði: ,,Við keyptum hann til að tala inni á vell- inum en ekki utan hans." ... að brasilíski knattspyrnumaðurinn, Emerson sem leikur með Middles- borough, leiddist svo mikið í vetur að hann keypti sér risastóran móttökudisk og skellti honum á þakið á húsinu sínu til að geta náð brasilískum sjónvarps- stöðvum. Nágrannanum leist ekki á ferlíkið á þakinu, hann kvartaði og knatt- spyrnustjarnan varð að gjöra svo vel að rífa diskinn niður — og sætta sig við Sky og Eurosport! ... að Peter Scmeichel, markvörður Manchester United, gaf nýlega út geisla- disk í Danmörku með lagi sem kallast We can do it. Stóri Pétur rappar í laginu, spilar á tommur og á gítar. Fjölhæfur kappi! ... að fyrrum framlínumaður Everton, Daniel Amokachi sem leikur með Besiktas í Tyrklandi, var sektaður um rúmlega 500.000 krónur fyrir að koma of seint til landsins eftir að hafa verið í heimsókn hjá sjúkri móður sinni í London. Besiktas sendi leiguvél til London þegar þótti sýnt að Amokachi næði ekki vélinni til Tyrklands. Hann var varla stiginn úr vélinni en flautað var til leiks sem hann átti að spila — sem hann og gerði reyndar. Amokachi segist ekkert hafa gert af sér og neitar að trúa því að hann þurfi að borga sektina. ... að knattspyrnustjarnan, George Weah, fari sparlega með peningana sýna og eyði þeim ekki í vitleysu eins og margir í hans „gæðaflokki". Hann fjár- festi nýlega í fyrirtæki í Tansaníu sem framleiðir sódavatn. Væri ekki rétt að bjóða drengnum til íslands til bragða á besta vatni heims sem het'ur ekki enn tekist að markaðssetja í útlöndum? 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.