Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1997, Qupperneq 63

Íþróttablaðið - 01.04.1997, Qupperneq 63
Texti: Bryndís Hólm Myndir: Hreinn Hreinsson Magnús V. „Mitre" Pétursson í Hoffelli. Hoffell er nú með sérstakt sýningar- herbergi með þeim vörum sem fyrirtækið býður upp á. Heildsalinn í stuttbuxunum úætir aðstöðuna Innlit í Hoffell og spjallað við dómarann síkáta! Það þekkja allir Magnús Vigni Pétursson, eða Magga P eins og hann er oftast kallaður. Að minnsta kosti þeir sem hafa fylgst vel með fót- bolta og handbolta í gegnum tíðina. Maggi P var og er þekktur fyrir dóm- arastörf sín á íþróttavellinum og þrátt fyrir að hann hafi lagt flautuna á hill- una fyrir mörgum árum er hann enn oft spurður að því hvernig gangi að dæma. „Ég hafði svo mikil áhrif að fólk heldur að ég sé enn að," segir Maggi P sjálfur. Og því fer fjarri að hann hafi hætt afskiptum af íþróttum. Hann sér um að halda fótboltafimum Flugleiðamönnum í góðri þjálfun og hefur oftar en ekki farið með þeim til útlanda á mót af ýmsu tagi. Maggi P hefur í meira en 30 ár rekið heildsöl- una Hoffell en fyrirtækið hefur um- boð fyrir fjölmargar íþróttavörur, meðal annars hina þekktu Mitre bolta og fótboltaskó og Berri íþróttafatnað. Hann hefur nú bætt aðstöðu fyrirtækisins til muna og sett á laggirnar sérstakt sýningarherbergi með þeim vörum sem hann býður upp á. „Það hefur haft mjög góð áhrif að gera aðstöðuna þægilegri fyrir við- skiptavinina. Vörurnar eru orðnar sýnilegri og menn geta gengið beint að því sem boðið er upp á. Sam- keppnin er orðin svo hörð í þessum bransa að maður verður að koma með nýjungar og breyta til," segir Maggi P. Hann segist alla tíð hafa lagt áherslu á að bjóða vandaðar Orð í tíma töluð! vörur og umfram allt góða og per- sónulega þjónustu. Fyrirtækið flytur inn körfubolta, handbolta, blakbolta og fótbolta, sem og skófatnað fyrir allar þessar íþróttagreinar. Einnig er að finna íþróttagalla, úlpur, boli og sokka. En hvernig hefur þróunin ver- ið í íþróttavörubransanum? „Vöruúrvalið hefur breyst mjög mikið með árunum og mér finnst þróunin hafa verið af hinu góða. Litagleði og gæði eru áberandi nú á dögum og það verður allt að vera lungamjúkt, sérstaklega skórnir. Cóður árangur í íþróttum veltur að miklu leyti á góðum íþróttavörum og því verður maður stöðugt að fylgjast með þróuninni á þessu sviði. Fyrirtæki Magga P hefur verið til húsa að Ármúla 36 í 15 ár og innan veggja þess er ekki bara að finna glæsilegar íþróttavörur heldur einnig mikið safn mynda sem f raun spanna ævi hins fræga kappa. Á dómaraferli sínum ferðaðist hann víða í tengslum við bæði handbolta og fótbolta, t.d. var hann milliríkja- dómari í fótbolta í 18 ár og í hand- bolta í 13 ár. Hvað skyldi svo standa upp úr hjá honum? „Vafalítið ferð mín til Finnlands um það leyti sem Sjónvarpið var að hefja göngu sína hér á landi. Ég var að dæma á Ólympíuleikvanginum í Helsinki, í leik fyrrverandi Sovétríkj- anna og úrvalsliðs Norðurlanda. Þar lék meðal annars faðir Laudrup bræðranna, Finn Laudrup en hann var frábær knattspyrnumaður. Leik- urinn fór 2-2 og var fyrsti fótbolta- leikurinn sem sýndur var í svarthvítu í Sjónvarpinu," segir Maggi P sem hefur líka gaman af að tefla. „Reynsla mín sem dómari kemur að góðu gagni í skákmennskunni. Þegar ég tefli þarf ég nefnilega að vera jafn útsjónarsamur og einbeittur og á íþróttavellinum í gamla daga. Og hið sama gildir í viðskiptunum." 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.