Bændablaðið - 02.07.2020, Síða 23

Bændablaðið - 02.07.2020, Síða 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. júlí 2020 23 Nálægt 600 þúsund minkum hefur verið slátrað í Hollandi til að útrýma smitum vegna kóróna- vírus á minkabúum þar í landi. Þar af eru um 500 þúsund ung dýr en nú hefur verið staðfest að af 140 minkabúum í landinu hafa komið upp smit í 13 þeirra. Einnig er grunur um smit á tveim- ur dönskum minkabúum. Sérfræðingar við Háskólann í Kaupmannahöfn kryfja nú og rann- saka dýrin frá dönsku búunum. Talið er að tveir starfsmenn við minkabú í Hollandi hafi að öllum líkindum sýkst af kórónavírusnum í gegnum minka og eru dýrin því þau fyrstu sem vitað er að hafi smitað yfir á fólk. Sérfræðingar hafa rannsakað búin í Hollandi þar sem fyrst varð vart við smit og fundu þeir hefðbundin merki um lungnabólgu hjá dauðu minkun- um við krufningu. Kórónavírusinn fannst í lungum, hálsi, endaþarmi og nefi dýranna. Einnig voru tekin sýni úr umhverfinu og fannst RNA- vírus í rykögnum í lofti á búunum. Minkarnir, sem eru í búrum, hafa ekki smitað hver annan með beinu sambandi og því telja sérfræðingar að smitið hafi færst á milli með drop- um á mat eða undirlagi og eða með ryki af úrgangi í lofti. Þetta þýðir að starfsmenn eiga á hættu að smitast á búunum ef þeir nota ekki varnarbún- að. /ehg - Bondebladet Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Amerískir Sandblásturskassar m/ryksugu 2 stærðir Verð frá 448.756 kr Þvottakör 3 stærðir Verð frá 12.590 kr SENDUM FRÍTT UM ALLT LAND MEÐ FLYTJANDA ÖLL VERÐ ERU MEÐ VSK Sandblásturskassar m/ryksugu 2 stærðir Verð frá 199.690 kr Sandblásturskútur m/ryksugu 80L Verð 84.125 kr  HREINSIEFNI  SANDBLÁSTURSSANDUR  SANDBLÁSTURSKASSAR  SANDBLÁSTURSKÚTAR  VÉLAHLUTAÞVOTTAVÉLAR  ÞVOTTAKÖR  HÁÞRÝSTIDÆLUR  DÆLUR  O.m.fl. ALK 150 ÞETTA SEM VIRKAR - og er einstaklega gott í hesthúsið, fjárhúsið og fjósið. Umhverfisvænt sterkt alkalískt hreinsiefni fyrir erfið óhreinindi. Alhliða hreinsiefni fyrir gólf, veggi, áhöld, vélar og fl. Virkar sérstaklega vel á fitu og sót. Verð 5L, 3.590 kr 20L, 10.208 kr ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA SÍÐAN 1985 Sandblásturskútar 3 stærðir Verð frá 43.135 kr UTAN ÚR HEIMI Afríska svínapestin: Milljón svínum lógað í Nígeríu Talið er að um milljón svín- um hafi verið lógað í Nígeríu undanfarna daga í einu versta svínapestartilfelli sem komið hefur í langan tíma. Lítið eft- irlit í landinu er sögð helsta ástæða þess að pestin hafi náð mikilli útbreiðslu á skömmum tíma. Ástandinu í svínaeldi í Nígeríu um þessar mundir er lýst þannig að sprenging hafi átt sér stað í útbreiðslu afrískrar svínapestar. Pestarinnar varð fyrst vart í nágrenni höfuðborgarinnar Lagos fyrr á þessu ári en hefur síðan þá breiðst út um nánast allt landið. Talsmaður stærsta svínarækt- anda í Vestur-Afríku segir að á búum fyrirtækisins sé þegar búið að lóga um hálfri milljón svínum og hátt í milljón í landinu öllu. Svínapest er engin nýlunda í Afríku og vitað er um að minnsta kosti 60 misalvarleg tilfelli henn- ar frá 2016 til 2019 en ekkert þeirra er sagt viðlíka útbreitt og faraldurinn sem gengur yfir Nígeríu núna. Dæmi eru um að bú hafi þurft að lóga öllum sínum svínum og kemur slíkt verst niður á fátæk- um smábændum sem reiða sig á svínaræktina til að sjá sér og sínum farborða. Svínapestin í Nígeríu í kjölfar COVID-19 er ekki við bætandi í landi þar sem fátækt er mikil og heilsugæsla og matur er víða af skornum skammti. /VH Ástandinu í svínaeldi í Nígeríu um þessar mundir er lýst þannig að sprenging hafi átt sér stað í útbreiðslu afrískrar svínapestar. Draganleg Hobby Smágrafa ARGO Borgarnesi-sími 8610000 argoiceland@gmail.com ARGO.IS Kórónavírus herjar á mink í Hollandi: Um 600 þúsund minkum slátrað – Líka grunur um smit í dönkum minkabúum

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.