Bændablaðið - 02.07.2020, Qupperneq 46

Bændablaðið - 02.07.2020, Qupperneq 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. júlí 202046 Smábílar sem ekki beint eru brúk- legir til stórferðalaga eru í raun óeðlilega vinsælir á Íslandi miðað við vegi og vegleysur á landinu öllu. Eftir stórlega fækkun ferða- manna til landsins og færri seldra bíla á bílaleigur er mikið úrval smábíla á ágætis verði hjá bíla- umboðum. Í síðustu viku prófaði ég einn alminnsta bílinn í smábílaflórunni, Toyota Aygo X-me. Keyri á mínum hraða og er ekki í sparakstri við prófun bíla Toyota Aygo er fáanlegur í sex mismunandi útgáfum á verði frá 2.160.000 upp í 2.930.000, allir bílarnir eru með sömu vél, sem er þriggja strokka 998cc bensínvél sem á að skila 72 hestöflum. Uppgefin meðaleyðsla er sögð vera 4,1 lítri á hundraðið í blönduðum akstri við bestu aðstæður. Ég byrjaði að taka innanbæjarrúnt í frekar þungri umferð og eftir 60 km akstur var mín eyðsla 7,2 lítrar á hundraðið. Næst var það lengri keyrsla og eftir tæpa 40 km sýndi aksturstölvan mér að þar hefði ég verið að eyða 4,6 lítrum á hundraðið, en þess ber að geta að ég reyni að passa mig á að halda frekar umferðarhraða og vera á mínum forsendum í akstri frekar en að reyna að ná uppgefinni eyðslu samkvæmt sölubæklingum. Mikið af góðum aukabúnaði í Aygo Það er ágætlega þægilegt að sitja í bílstjórasætinu, fótapláss gott. Bíllinn sem ég prófaði var næstdýrasti Toyota Aygo og nefnist x-me. Fannst í fyrstu verðið vera í hærri kantinum, en þegar allur aukabúnaðurinn er skoðaður er verðið nokkuð sanngjarnt. Aukabúnaðurinn telur í verði bíla og í Toyota Aygo er m.a. hiti í sætum, rafmagn í speglum, snerti- skjár í bakkmyndavél, bluetooth símakerfi, USB tengi, aksturstölva, akreinalesari, hemlunarkerfi með rafeindastýrðu hemlunarkerfi, sjálfvirkt háuljósakerfi, árekstrar- öryggiskerfi og fleira. 7 ára ábyrgð og tveggja ára þjónustupakki fylgir hverjum Toyota Aygo. Kom verulega á óvart á malarveginum Að keyra bílinn er þægilegt þó að krafturinn mætti vera aðeins meiri gagnvart upptakinu. Hefði viljað að svona lítill bíll mætti vera sneggri upp í umferðarhraða. Hann liggur vel á malbiki og fjöðrun ótrúlega góð gagnvart skemmdum í malbiki. Mun minni högg upp undir bíl miðað við marga aðra smábíla. Á malarvegi er ekki mikið smá- steinahljóð upp undir bílinn eins og í flestum smábílum, en það er aðeins aftast í bílnum sem heyrist í steinum upp undir bílinn. Skriðvörnin virkar ágætlega á lausamöl, tekur ekki allan kraft af manni þegar hún kemur á í lausri beygju eins og í sumum öðrum bílum. Eins og alla bíla sem ég prófa þá hávaðamældi ég bílinn og bjóst við frekar hárri tölu vitandi af litlum dekkjum og lítið einangruðum bíl þá var niðurstaðan ekki eins slæm og ég hafði haldið. Á 90 km hraða var hávaðinn inni í bílnum í kringum 73 desíbel (db). Góður bíll en ekki alveg gallalaus Ef maður tekur smábíla og líkir þeim við skóstærð karlmanna sem er fyrir meðalmenn skóstærð 43–44 þá væri Aygo skóstærð 36 og svona lítill bíll hefur þann galla að mjórra er á milli hjóla en á meðalbílum. Það veldur því að þegar malbik er orðið slitið og rásir komnar í það, passar bíllinn ekki í förin. Þá vill hann leita upp úr förunum á mikið slitnu malbiki og hæglega snúist ef bleyta er á veginum. Svolítið eins og það sé stútur undir stýri. Varadekkið í bílnum er það sem ég kalla aumingi, en samt varadekk líkt og í mörgum öðrum bílum í dag. Afturljós kvikna ekki þegar bíllinn er settur í gang og muna þarf að snúa ljósatakkanum í hvert sinn sem farið er af stað til að maður sé löglegur í íslenskri umferð. Farangurspláss er ekki mikið, en að öðru leyti er bíllinn eigulegur og fínn til styttri ferða og borgaraksturs. Nánari upplýsingar um bílinn er hægt að nálgast á vefsíðunni www. toyota.is þar sem nú eru ýmis sum- artilboð í gangi. VÉLABÁSINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Toyota Aygo x-me. Myndir / HLJ Svolítið sérstök litasamsetning, en mér finnst hún flott. Þriggja strokka vélar titra almennt mikið, en þessi titrar lítið. Tveir farþegar í aftursæti. Báðir undir 180, ekkert of mikið pláss í viðbót fram á við, en gott til hliðanna. Hávaði inni í bílnum mældist með minna móti í svona litlum bíl. Frekar óskýr bakkmyndavélin, en gerir sitt gagn. Í Toyota Aygo þarf að muna eftir að kveikja ljós í hvert sinn sem farið er af stað. Lengd 2.340 mm Hæð 1.460 mm Breidd 1.615 mm Helstu mál og upplýsingar Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 KÚPLINGAR í flestar gerðir dráttarvéla

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.