Morgunblaðið - 01.02.2020, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 01.02.2020, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2020 ✝ Halldór Her-mannson fædd- ist á Svalbarði í Ög- urvík í Ísafjarðar- djúpi 2. janúar 1934 og var níundi í röð ellefu systkina. Hann lést á heimili sínu á Ísafirði 22. janúar 2020. For- eldrar hans voru Salóme Rannveig Gunnarsdóttir og Hermann Hermannsson, útvegs- bóndi og síðar verkamaður á Ísa- firði. Systkini Halldórs voru Anna, f. 1918, Þuríður, f. 1921, Gunnar, f. 1922, Þórður, f. 1924, Sigríður, f. 1926, Karitas, f. 1927, Sverrir, f. 1930, Gísli Jón, f. 1932, Guðrún Dóra, f. 1937, og Birgir, f. 1939. Af þeim systkinum lifa aðeins Gunna Dóra og Birgir. Eftirlifandi eiginkona Halldórs er Edda Katrín Steindórs Gísla- dóttir. Dóri og Kata bjuggu í Mjó- götu 3 á Ísafirði alla sína hjúskap- artíð, þar til þau fluttust á Hlíf á Ísafirði sumarið 2016. Börn Dóra og Kötu eru Berg- ljót, grunnskólakennari á Ísa- að þau hófu búskap árið 1957. Barn að aldri fór Dóri til sjós úr Ögurvík með föður sínum en varð síðar stýrimaður og skip- stjóri á ýmsum bátum og skipum frá Ísafirði. Frá árinu 1968 gerði Dóri út 15 tonna bát, Þrist ÍS, á rækju og línu í félagi við Óskar Jóhannesson frá Dynjanda. Þremur árum síðar keyptu þeir 30 tonna bát, Engilráð, og settu í hann fyrstu beitningavélina sem kom hingað til lands. Ásamt fleir- um starfræktu þeir rækjuverk- smiðju á Ísafirði um langt skeið. Í byrjun níunda áratugarins setti Dóri á fót lítið frystihús og söltun á Ísafirði, Sund ehf. Síðar starfaði hann sem verkstjóri í rækjuvinnslunni Rit, sundlaug- arvörður, hafnarvörður og lóðs hjá Ísafjarðarhöfnum – á eft- irlaunaaldri starfaði hann svo við beitningu. Halldór var formaður skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar um árabil og lét að sér kveða í stjórnmálum og fé- lagsmálum með ýmsum hætti. Síðar varð hann formaður Félags eldri borgara á Ísafirði og stóð þá fyrir því að félagið kæmi sér upp félagsheimili og þrýsti á um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði. Halldór verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju í dag, 1. febr- úar 2020, klukkan 14. firði, f. 1955; Gunn- ar, yfirmaður tölvumála hjá Kaup- höll, f. 1957, kvænt- ur Margréti Grét- arsdóttur; Ragnheiður, vert á Tjöruhúsinu, f. 1959, gift Magnúsi Haukssyni; Rann- veig, þroskaþjálfi í Mosfellsbæ, f. 1962, gift Kristjáni J. Guð- mundssyni; Gísli Halldór, bæj- arstjóri í Árborg, f. 1966, kvænt- ur Gerði Eðvarsdóttur; Hermann Jón, flugvallaeftirlitsmaður á Ísa- firði, f. 1970, kvæntur Þórunni Pálsdóttur; og Guðmundur Birg- ir, viðburðastjóri Reykjavík- urborgar, f. 1975, í sambandi með Matthew Fithen. Barnabörn eru 19 og barnabarnabörn 14 – og tvö á leiðinni. Mjógötufjölskyldan tel- ur um 60 manns í dag. Dóri fluttist 11 ára gamall með foreldrum sínum til Ísafjarðar, í Mjógötu 3 sem er þrílyft báru- járnshús. Þar bjuggu Hermann og Salóme á jarðhæð frá 1945 en Dóri og Kata á efri hæðum, eftir Pabbi las fyrir mig Andrésblöð- in fyrir svefninn. Það var svo gam- an að hlusta á pabba tala. Andr- ésblöðin voru á dönsku. Ég skoðaði myndirnar og textann meðan hann las. Smám saman skildi ég textann og þá datt botn- inn úr þessu með Andrésblöðin. Sagan sem pabbi sagði mér þegar hrísgrjónagrautur var í matinn! Hún var um mann sem fór til tunglsins og þar fékkst eng- inn grautur svo að hann stökk aft- ur til jarðar. Pabbi sagði söguna af þeirri frásagnarlist sem hann bjó yfir og hrópaði þegar maður- inn í sögunni féll til jarðar. Ég heyrði hana þúsund sinnum og fékk aldrei nóg. Ég held ég hafi einu sinni beðið um hana eftir að ég varð fullorðinn – og fengið. Á vetrum var pabbi á rækju- veiðum í Djúpinu. Oftast kom hann heim nokkru eftir kvöldmat og fékk sér það sem hafði verið í matinn. Pabbi borðaði alla tíð hratt, en þegar hann kom heim af rækjunni borðaði hann eins og hann hefði soltið í viku. Við Ranna systir horfðum dáleidd á og gátum ekki slitið augun af honum. Mat- urinn, sem við höfðum ekki haft lyst á skömmu áður, varð þá svo óstjórnlega girnilegur að við stóð- umst ekki mátið að fá okkur líka. Öll sumur bjó fjölskyldan inni í Skógi, en það kalla Ísfirðingar sumarbústaðabyggðina í Tungu- dal. Pabbi og mamma keyptu sumarbústaðinn í lok sjöunda ára- tugarins og nefndu hann Sval- barð. Á sumrin var pabbi á færa- veiðum og var þá úti í nokkra daga í senn. Ég man spenninginn þegar hann kom loks heim. Pabbi þeytti bílflautuna áður en hann kom ak- andi niður brekkuna og við ædd- um af stað til fundar við hann – hvar sem við vorum annars stödd. Ég man eftir honum að leika – fela hlutinn. Það var svo gaman þá. Mér fannst pabbi svo skemmti- legur. Ég sat sem barn og hlustaði með andakt þegar hann ræddi málin í eldhúsinu í Mjógötunni. Pabbi tók mig með á rækju, ég var alltaf sjóveikur en minningin er góð. Svo lét pabbi okkur hjálpa sér að mála bátinn, skrapa og mála. Það var rosalega leiðinlegt – en mikilsverð minning. Við pabbi urðum eldri. Ég missti jólasveininn – á jólaballi, fyrir slysni. Álpaðist til að spyrja pabba – og pabbi svaraði. Seinna fór ég að vinna í fiski hjá pabba, fullt af minningum. Við hnakkrif- umst – við vorum frekar blóðheit- ir, pabbi og ég. Á menntaskólaárunum elskuðu vinir mínir að spjalla við pabba og hlusta á frásagnir hans. Seinna ræddum við pabbi um pólitík – alla okkar tíð. Við rifumst stund- um svo heiftarlega að engum stóð á sama. Mínútu síðar, eða í síðasta lagi daginn eftir, var eins og við hefðum aldrei verið ósammála. Þú varst sagnamaðurinn pabbi, sem fólk hlustaði á bergnumið eða skellihlæjandi. Sögurnar þínar voru orðnar færri og styttri að undanförnu. Við reyndum að ræða um pólitík, en blóðið var far- ið. Það var alltaf sláttur á þér, pabbi – sláttur og sveifla, þannig var lífið. Þú elskaðir að dansa. Þú varst ekki sáttur við að missa sláttinn og sveifluna, pabbi. „Þetta er ekki Dóri Hermanns,“ sagðir þú. Núna ertu kominn aftur, pabbi. Ég man þig eins og þú varst best- ur. Þú varst bestur Dóri Her- manns. Gísli H. Halldórsson. Þá er Dóri frændi genginn fyrir ætternisstapann. Dóri, sem áður var flestum fjörugri, lífskúnstner, framkvæmdamaður og skipstjóri, sigldi ferðlúnum seglum undir það síðasta og þoldi það illa þegar ellin knésetti hann. Lengst af var hann einn að- sópsmesti íbúi Ísafjarðar, lét sig samfélagið miklu varða, hörku- duglegur og framkvæmdasamur, en umfram allt óvenju skemmti- legur. Hann var með fiskvinnslu á Ísafirði um 1970 og Magga og Ragnhildur fengu að vinna í hörpuskelinni hjá honum í skemmunni við Edinborgarhúsið eitt sumar, þá 11 og 13 ára. Eftir á að hyggja er augljóst að þær voru ráðnar af einskærri greiðasemi við Sverri bróður, enda mjög kært með þeim bræðrum alla tíð. Þeir deildu brennandi áhuga á pólitík og sveið óréttlæti kvótakerfisins og afdrifarík áhrif þess á sjávar- byggðir. Árið 1983, þegar klofningur varð í Sjálfstæðisflokknum á Vestfjörðum, var Dóri einn þeirra sem stóðu að nýju framboði til al- þingis undir forystu Sigurlaugar Bjarnadóttur frá Vigur. Fram- boðið náði ekki manni á þing þrátt fyrir að hljóta 11,6% atkvæða í kjördæminu. Fyrir alþingiskosn- ingarnar árið 1999 leiddi Dóri svo lista Frjálslynda flokksins í Norð- vesturkjördæmi, en fylgi flokks- ins var í þeim kosningum lang- mest á Vestfjörðum, eða 17,7%. Dóri elskaði dyntótt Djúpið, vestfirsku fjöllin og hrikalega feg- urð þeirra. Við höfnina á Ísafirði var hann á heimavelli, enda hafn- arstjóri og lóðs þar um hríð. Síð- ustu sumrin sem pabbi lifði reri Dóri gjarnan með í stutta túra frá Ísafirði og hjálpaði mikið við við- hald á Hermóði, trébátnum sem áður fyrr framfleytti stóru fjöl- skyldunni á Svalbarði í Ögurvík. Dóri hafði sérstaka ánægju af að vera í návist þeirra sem ekki bundu bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir. Honum þótti vænt um fólk, enda einstak- lega næmur og fljótur að koma auga á allt skoplegt. Við vorum því heppin, sem upplifðum það að verða samferða honum suður, því þá runnu viðstöðulaust upp úr honum sögur af fólki við Djúp, með tilheyrandi eftirhermum. Dóri varð 85 ára í byrjun árs og átti að baki heilladrjúga ævi með Kötu sinni. Þau bjuggu alla sína hjúskapartíð í Mjógötunni og var okkur jafnan tekið opnum örmum þar jafnt sem á Svalbarði, sum- arbústaðnum þeirra inni í Skógi. Fjöldi myndarlegra afkomenda ber þeim hjónum fagurt vitni. Það er með þakklæti og trega að við kveðjum svo persónuríkan og skemmtilegan mann sem Dóri frændi var, vitandi að hans skarð innan stórfjölskyldunnar verður aldrei fyllt. Við færum elsku Kötu, börnum og stórfjölskyldu okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Bryndís, Kristján, Margrét, Ragnhildur, Ásthildur, Greta Lind og fjölskyldur. Ég man þegar ég hitti tengda- föður minn í fyrsta skipti. Hann stóð upp úr stól í stofunni í Mjó- götunni og heilsaði kærustunni að sunnan með handabandi. Hann var rólegur og kurteis og það verður að segjast eins og er að kærastan renndi þá ekki í grun hvað þessi verðandi tengdafaðir átti eftir að taka skemmtilegar og óborganlegar sveiflur í tilverunni með sínum ægimikla raddstyrk, ákefð og eindregnum skoðunum. Mér fannst Dóri strax mjög merkilegur fyrir það hvað hann hélt sig alltaf vel við sannleikann í lífinu. Hann var auðvitað fantur í að segja frá og sem sagnamaður fór hann ætíð nýstárlegar og ótroðnar slóðir í frásögum sínum. En yrði honum eitthvað á, sama hvort var í stóru eða smáu, gerði hann þeim sem inntu hann eftir skýringum ætíð góða grein fyrir staðreyndum mála og hnikaði engu til. Honum datt þannig aldr- ei í hug að nota brögð til að gera lítið úr hlutunum eða fegra þá á nokkurn hátt. Eitt sinn höfðu ung barnabörn hans fengið veður af óförum sem hann hafði lent í. Þeg- ar þau spurðu afa sinn um tildrög- in, brá hann skjótt við og sagði þeim alla sólarsöguna á sínu lif- andi og kjarnmikla máli og dró ekkert undan. Þá fer best ef satt er sagt segir máltækið og Dóri lifði sannarlega samkvæmt því. Á háskólaárum okkar Gunnars kom Dóri oft í heimsókn þegar hann átti erindi í höfuðborgina. Hann dvaldi þá gjarnan einhverja daga og skemmti okkur mikið með sjálfum sér. Mér er minnis- stætt eitt skiptið þegar ég hafði eldað fyrir hann kvöldmat. Það var ostafrauð upp úr matreiðslu- bók sem ég hafði fengið að gjöf frá yngstu dóttur hans. Auðvitað var ekki mikill matur í þessu frauði en ég var himinlifandi yfir því að það skyldi hafa heppnast og spurði gestinn hvort honum þætti rétt- urinn ekki góður. Ja, svaraði hann, hann gæti kannski verið það, svona með mat. Eftir þetta var ljóst að Dóri fann sig ekki í því að treysta þeim frauðmatarteg- undum sem tengdadótturinni datt í hug að bera á borð og því keypti hann eftirleiðis alltaf tilbúinn mat í Hverfiskjörbúðinni á móti þegar hann dvaldi fyrir sunnan! Raddstyrkur Dóra var ákaf- lega mikill og heill kapítuli út af fyrir sig. Sumarið sem við Gunnar giftum okkur átti hann erindi við móður mína og hringdi í hana í vinnuna. Hún vann þá í úrsmiða- verslun á Laugaveginum og á meðan hún talaði augnablik við Dóra, kom maður inn í búðina til að skoða úr. Þegar símtalinu lauk var maðurinn hins vegar búinn að missa allan áhuga á úrum. Við hvern varstu eiginlega að tala, spurði hann. Sá er raddsterkur, ég heyrði hvert einasta orð – og örugglega allur Laugavegurinn líka! Við mamma hlógum dátt að þessu og ég man að mamma sagði: Hann talar hreinlega svo hátt að það heyrast örugglega orðaskil á himnum. Mér finnst ekki ótrúlegt að himnarnir hafi aðeins bifast við hans sterka róm í gegnum tíðina en nú hafa þeir opnast honum, mínum elskulega tengdaföður með roðagyllta hárið. Hans þrótt- mikli og heillandi lífstaktur lagar sig nú að nýjum ósi á nýju tilve- rusviði. Guð blessi minn litríka og engum líka tengdaföður. Margrét Grétarsdóttir. Mig langar að minnast með nokkrum orðum vinar míns Hall- dórs Hermannssonar er lést að morgni 22. janúar sl. Okkar kynni hófust er ég giftist Maríu Gísla- dóttur, systur Katrínar, konu Halldórs. Það eru 64 ár síðan og allan þann tíma hafa verið mikil og góð samskipti milli okkar fjöl- skyldna. Já við Halldór höfum verið svilar og vinir í rúma hálfa öld. Dóri eins og við kölluðum hann vanalega var dagfarsprúður mað- ur og mjög barngóður, það kom fljótt í ljós er við fórum að eignast börn og börnin okkar Maju sótt- ust eftir að leika sér við frænd- systkini sín í Mjógötunni. Þar þótti þeim gott að vera og var fljótlega góður vinskapur þar á milli. Dóri gerði marga góða hluti fyrir bæinn sinn enda mikill Ís- firðingur. Hann gerðist skipstjóri til fjölda ára, tók þátt í að koma af stað rækjuvinnslu og setti af stað fiskvinnslu, skapaði þetta mikla atvinnu á Ísafirði. Í félagsmálum var Dóri mikill drifkraftur, sérstaklega í því sem snéri að málum sjómanna. Þá bauð hann sig fram til Alþingis en settist ekki á þing. Félagsmálum lauk Dóri með því að gerast for- maður Félags eldri borgara á Ísa- firði kominn á sjötugsaldurinn. Þannig var Halldór Hermannsson mikill drifkraftur í sínu bæjar- félagi til fjölda ára. Við Maja þökkum Dóra fyrir samferðina öll þessi ár. Kötu og fjölskyldu þökkum við góða vináttu og vottum þeim inni- lega samúð okkar. Við Halldór segjum við: „Far þú í friði, friður guðs veri með þér.“ Björn Helgason, María Gísladóttir. Halldór Hermannsson, Dóri Hermanns eða Dóri frændi eins og hann var kallaður í minni fjöl- skyldu, var stórbrotinn, litríkur og umfram allt stórskemmtilegur persónuleiki þegar sá gállinn var á honum. Endalausar sögur, ein- stök kímni af mönnum og málefn- um sett fram af hrottalegri frá- sagnarlist. Til er saga af Dóra frænda þegar hann var að erin- dast í leigubíl út um alla Reykja- víkurborg dag einn. Þegar kom að uppgjöri fyrir allan aksturinn neitaði leigubílstjórinn að taka þóknun fyrir aksturinn með þeim orðum að hafa aldrei skemmt sér jafn vel og þennan dag með Dóra frænda. Frá því fyrir fermingu og fram til tvítugs fór ég alltaf vestur á Ísafjörð að vinna og vesenast. Yf- irleitt dvaldi ég hjá ömmu Önnu en síðustu árin gisti ég hjá Kötu og Dóra í Mjógötunni. Á þessum árum vorum við Gummi frændi nánast alltaf saman nema þegar ég var að vesenast í veiði þannig að ég dvaldi mikið í Mjógötunni. Ég hóf minn atvinnuferil í fisk- verkuninni Sundi þar sem Dóri frændi réð ríkjum. Síðar lágu leið- ir okkar saman í rækjuvinnslu og löndunum, þá afrekaði ég það að fara einn mjög svo eftirminnileg- an handfæratúr á fleyinu Sörla með Dóra frænda. Það er óhætt að segja að Dóri frændi hafi lagt sitt á vogarskálarnar við að ala mig upp á þessu tímabili, bæði í lífi og starfi, og er ég þakklátur fyrir það í dag. Þrátt fyrir að karlinn skammaði mann stundum fékk maður alltaf sterka tilfinningu fyrir því hvað honum þótti vænt um mig og mína. Um árabil fórum við feðgar í ógleymanlegar veiðiferðir í Laug- ardalsá við Ísafjarðardjúp. Dóri frændi deildi stöng með pabba en var í raun ekki svo mikið að veiða sjálfur, enda titlaði hann sig sem veiðistjóra og sá til þess að menn sinntu ánni og dalnum. Yfirleitt var sá mikli meistari Þórir heitinn Þórisson með í þessum veiðiferð- um og aðrir góðir menn. Ég á satt að segja bara góðar minningar úr þessum veiðitúrum; þrátt fyrir að karlarnir væru ekki feimnir við að fá sér einn gráan voru þeir stór- skemmtilegir allan tímann og gáfu mikið af sér. Ein eftirminni- legasta sagan er varðar þessar gulltúra í Laugardal var þegar pabbi glímdi við stóra laxinn í Blámýrafljóti, var það harður bar- dagi sem lauk ekki fyrr en í kol- niðamyrkri um miðnætti. Við löndun á laxinum vildi ekki betur til en svo að hann rauk í gegnum klofið á Dóra frænda og losaði sig við fluguna. Dóri frændi dó ekki ráðalaus frekar en fyrri daginn og hóf sig á loft og henti sér yfir lax- inn, beit hann í bakið og hélt stöð- ugum þar til pabbi hafði rotað stórlaxinn. Þetta var á þeim tíma sem veiðiskapur var stundaður við íslenskar laxveiðiár. Elsku Dóri frændi, Kata og all- ir hinir í Mjógötunni takk fyrir allt ... „I’m singing the blues away.“ Þórarinn Ólafsson (Tóti frændi). Elsku Dóri frændi hefur nú kvatt okkur í hinsta sinn. Halldór Hermannsson var stórbrotinn karakter. Stórkostlega skemmti- legur, vestfirskur grallari, um- ræðuþjófur og höfðingi sem okkur hefur alltaf þótt svo undur vænt um. Anna, móðir Önnu Stínu, var systir Dóra og bjuggu þau systk- inin í nágrenni hvort við annað alla tíð. Á milli þeirra var alltaf sterkur strengur væntumþykju sem skilaði sér í nánum tengslum barna þeirra og barnabarna og samgangurinn á milli fjölskyldn- anna hefur alltaf verið mjög mik- ill. Dóri og Kata bjuggu lengst af í Mjógötunni, í stóru húsi í hjarta Ísafjarðar sem yfirleitt var fullt af börnum, lífi og fjöri. Þar voru í gegnum tíðina haldnar ófáar fjöl- skylduveislurnar, jólaboðin, af- mælin og kaffiboðin. Halldór Her- mannsson gekk aldrei undir öðru nafni en Dóri frændi í okkar fjöl- skyldu og umvafði okkur með frændskap alla tíð. Dóri og Kata tóku okkur alltaf eins og einum af sínum afkomendum og höfum við verið aufúsugestir á þeirra heimili svo lengi sem við munum eftir okkur. Við nutum ekki bara gest- risni þeirra á hátíðisdögum heldur stóð Mjógatan okkur ávallt opin og oftar en ekki vinum okkar líka. Gleðimaðurinn Dóri var sannkall- aður kjarni og hjarta fjölskyldu okkar á Ísafirði, höfðingi heim að sækja og má eiginlega segja að við kunnum ekki að halda upp á jól eða áramót, steikja laufabrauð eða taka slátur án þessara ynd- islegu hjóna. Systkinin Dóri og Anna báru hinn einkennandi raddstyrk Hermannsættarinnar. Radd- styrkur sem þó nokkrir afkom- endur beggja hafa erft og var vafalaust til þess hannaður að yf- irgnæfa Ögurböllin eða kalla á milli róðrarbáta sem staddir voru hvor í sínum firði Ísafjarðardjúps. Þennan mikla raddstyrk notaði Dóri ótt og títt og hikaði aldrei við að segja það sem honum lá á hjarta. Þegar þau systkinin rædd- ust við heyrðust rökræður og glymjandi hlátrasköll yfir þvera eyrina í Skutulsfirði. Það var mikið gleðiefni að Dóra Hlín, elsta barnið í Brunngötufjöl- skyldunni, skyldi fæðast á afmæl- isdegi Dóra. Það er líka ekki laust við að hún hafi erft nokkra af hans góðu kostum, eða kannski hann hafi alið þá upp í henni. Dóri hugs- aði alltaf vel um afmælisgjöfina sína og lagði henni góðar lífsregl- ur. Við fjölskyldan munum að eilífu vera þakklát fyrir þau fjölskyldu- bönd sem við höfum bundist Dóra frænda, Kötu, þeirra börnum og barnabörnum. Við þökkum líka fyrir að Dóri frændi hafi fengið að eiga farsæla ævi, mikið barnalán Halldór Hermannsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.