Morgunblaðið - 01.02.2020, Síða 34

Morgunblaðið - 01.02.2020, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2020 Vaki óskar eftir að bæta við starfsmanni í hönnunarteymi sitt þar sem áhersla er á tækni til notkunar í fiskeldi. Um er að ræða hátæknibúnað þar sem unnið er með samspil vél-, rafeinda- og hugbúnaðar. Við leitum að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga, þekkingu og reynslu af vélhlutahönnun. Innan fyrirtækisins starfar öflugur hópur tæknimenntaðs fólks og krefst starfið samskipta við fjölbreyttan hóp undirverktaka og samstarfsaðila bæði innanlands og erlendis. Verkefnin eru krefjandi og miklir möguleikar á faglegri uppbyggingu í starfinu. VÉLAHÖNNUÐUR Hæfniskröfur • Menntun sem nýtist í starfi • Góð þekking í vélhlutahönnun, s.s. efnisfræði, vélhlutafræði og tækniteiknun • Notkun á þrívíddarhönnunartólum, s.s. Autodesk Inventor eða Solidworks • Reynsla af störfum við stálsmíði eða af vélaverkstæði • Grunnþekking á hugbúnaðartólum s.s. töflureiknum, ritvinnslu o.s.frv. • Staðgóð enskukunnátta Kostur ef einnig er til staðar þekking og áhugi á: • Iðnstýringum • Rafmagni, lágspennu • Loft- eða glussakerfum Vaki er framsækið og leiðandi fyrirtæki með áherslu á vöruþróun og sölu á tæknibúnaði fyrir fiskeldi. Vörur Vaka eru þróaðar og framleiddar á Íslandi og seldar í yfir 60 löndum. Starfsmenn eru 30 talsins á Íslandi og 25 starfsmenn starfa í dótturfyrirtækjum Vaka í Chile, Skotlandi og Noregi. Vaki er 100% í eigu Biomark sem er hluti af MSD Animal Health, dótturfélagi lyfjaframleiðandans Merck. Sjá nánar á www.vaki.is og www.msd-animal-health.com Umsóknarfrestur til og með 10. febrúar nk.Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is Airport Associates er sjálfstætt starfandi flugafgreiðslufyrirtæki sem hóf starfsemi árið 1997. Fyrirtækið er með starfstöðvar á Keflavíkurflugvelli og þjónustar um 20 flugfélög. Starfsemin felur í sér alla alhliða þjónustu við flugfélög, allt frá hleðslu/afhleðslu farms, innritun farþega í flugstöð Leifs Eiríkssonar, hleðslu eftirlit, fraktafgreiðslu og ræstingu og öryggisleit í flugvélum. Meðal viðskiptavina eru British Airways, easyJet, Wizz air, Delta Airlines, American Airlines, Air Canada, Norwegian, Transavia, Neos, S7, Jet2, Vueling, Thomson Airways, Air Baltic, EuroWings, Bluebird Nordic og DHL. Fjármálastjóri Airport Associates leitar að öflugum einstaklingi í starf fjármálastjóra félagsins. Fjármálastjóri er hluti af öflugu framkvæmda– og skrifstofuteymi fyrirtækisins. Fjármálastjóri fer með umsjón með fjármálum félagsins, skipulag fjármála, ábyrgð á uppgjöri og áætlanagerð, áhættumat fjárfestinga, fjárstýringu og hámörkun fjármuna félagins. Helstu verkefni: • Dagleg stjórnun fjármála • Áætlanagerð og kostnaðareftilit • Greiningar og skýrslugerð • Sjóðsstýring og ávöxtun fjármuna • Ábyrgð á uppgjöri • Aðkoma og eftirlit viðskiptasamninga • Samskipti og umsjón upplýsingatæknimála fyrirtækisins • Útgreiðsla launa Hæfniskröfur: • Háskólapróf á sviði fjármála eða viðskipta sem nýtist í starfi skilyrði • Þekking, reynsla og færni í daglegri stjórnun fjármála • Framúrskarandi reynsla í Excel og Navison sem og önnur almenn tölvukunnátta • Reynsla og færni á sviði stjórnunar skilyrði • Frumkvæði, sjálfstæði í starfi, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð • Jákvætt viðhorf, þjónustulipurð og mikil samvinnuhæfni • Góð íslensku og enskukunnátta Umsóknafrestur er til og með 9. febrúar 2020. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórey Jónsdóttir Mannauðsstjóri, thorey@airportassociates.com eða í síma 420 – 0703.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.