Morgunblaðið - 15.02.2020, Page 8

Morgunblaðið - 15.02.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020 Andríki fjallaði á dögunum umráðningar hins opinbera og rifjaði upp að nýverið hefðu bæði borg og ríki samið um „háar greiðslur við umsækjendur um starf borgarlög- manns og þjóð- garðsvarðar á Þingvöllum. Ekki þó um laun fyrir sjálft starfið heldur um millj- ónir í bætur fyrir að hafa ekki verið ráðnir til starf- ans. Í bæði skiptin hafði kærunefnd jafnréttismála talið að brotið hefði verið á umsækjendum.“    Andríki bendir á að í bæði skipt-in „fór kærunefndin í algeran sparðatíning til að komast að niður- stöðu um brot. Annars vegar var eitthvert huglægt mat ekki skrifað nægilega niður. Hins vegar var of mikið sett á blað um hvor umsækj- andi væri flinkari í Norðurlanda- máli.“    Þá segir Andríki: „Öllum má veraljóst að búið er að gera ótrú- legan leikþátt úr ráðningum hjá hinu opinbera. Það er látið eins og hægt sé að slá því föstu með vís- indalegri nákvæmni hver sé hæf- astur úr stórum hópi umsækjenda til að gegna starfi. Á sviðið streyma sérfræðingar í hæfnisnefndum og ráðgjafarfyrirtækjum. Umsækj- endur eru settir í Excel-skjöl til að ljá leiknum faglegt yfirbragð. Þá sjaldan sem slík skjöl koma fyrir augu almennings reynast þau ævin- týraleg hrákasmíð manna sem kunna hvorki á töflureikni né að leggja saman tölur.“    Það er auðvitað löngu tímabærtfyrir hið opinbera að hætta þessum leikaraskap og færa völdin frá óþekktu embættis- og nefndar- mönnunum aftur í hendur þeirra sem hægt er að láta sæta ábyrgð, þ.e. kjörinna fulltrúa. Völd og ábyrgð fari saman STAKSTEINAR S. 414 7000 · Glæsibær / Vesturhús, 2. hæð · 104 Reykjavík · www.augljos.is Það gleður okkur að tilkynna að Elva Dögg Jóhannesdóttir augnlæknir hefur hafið störf á augnlæknastofunni Augljósi Tímapantanir í síma 414 7000 Elva Dögg Jóhannesdóttir Augnlæknir Tilkynning Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég hef ekkert á móti því að Hæsti- réttur fjalli um þetta mál. Það eina sem ég hef áhyggjur af í því sam- bandi er að dómurinn sem fjalli um þetta verði hlutlaust skipaður,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fv. hæstaréttardómari, og rökstyður mál sitt: „Ástæða þess að ég hef áhyggjur af því er auðvitað sú að andstæðingur minn, eða gagn- aðili í þessu máli, er sjálfur dómari í Hæstarétti og formaður Dóm- stólasýslunnar,“ segir Jón Steinar og vísar til Bene- dikts Bogasonar. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að Hæstiréttur hefði samþykkt umsókn Benedikts um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í meiðyrða- máli gegn Jóni Steinari. Dómur Landsréttar féll í nóvember en þar var Jón Steinar sýknaður. Vinnubrögðin vekja ekki traust „Þar að auki hef ég orðið var við vinnubrögð Benedikts í tengslum við rekstur þessa máls sem eru tor- tryggileg,“ segir Jón Steinar. Spurður hvort það sé ekki alvöru- mál ef fyrrverandi hæstaréttardóm- ari hafi áhyggjur af því að fá ekki réttláta málsmeðferð fyrir Hæsta- rétti svarar Jón Steinar að búast megi við því. Hann hafi hins vegar fyllstu ástæðu til að hafa þær áhyggjur. Þá til dæmis með hliðsjón af framgöngu Benedikts í málinu fram að þessu. Ekki liggur fyrir hvenær áfrýjun- in kemur til kasta Hæstaréttar. Efast um hlutleysi Hæstaréttar  Fv. hæstaréttardómari ræðir áfrýjun Benedikts Bogasonar í meiðyrðamáli Jón Steinar Gunnlaugsson Elísabet Guðný Her- mannsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 8. febrúar síð- astliðinn. Hún var fædd 16. júní 1928, dóttir þeirra Guðnýjar Vigfúsdóttur (1893- 1984) og Hermanns Vilhjálmssonar (1984- 1967). Systkini El- ísabetar voru Sigrún, Ragnar Sigurður, Björg, Elísabet og Erna, sem ein er eft- irlifandi. Elísabet giftist 15. janúar 1955 Indriða Pálssyni lög- fræðingi, f. 15.12. 1927, d. 13.5. 2015. Hann var lengi forstjóri Olíufélags- ins Skeljungs auk þess að gegna fjölmörgum öðrum félags- og trún- aðarstörfum. Foreldrar Indriða voru Sigríður Indriðadóttir (1900-1935) og Páll Ásgrímsson (1892-1978). Börn Elísabetar og Indriða eru: 1) Sigríður kennari f. 13.2. 1956, maki Margeir Pétursson lögfræð- ingur. Dóttir þeirra er Elísabet, f. 1985. 2) Einar Páll læknir, f. 8.5. 1963, maki Halla Halldórsdóttir læknir. Börn þeirra eru Indriði, f. 1992, Halldór, f. 1996 og Ingibjörg, f. 1999. Elísabet varð gagn- fræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri 1948. Hún vann ýmis skrif- stofustörf á Seyð- isfirði 1943-1947 og í Reykjavík 1949-1956. Elísabet var félagi í Inner Wheel og var gjaldkeri þar um skeið. Hún gekk í Kvenfélagið Hringinn 1974 og naut sín þar mjög vel. Hún var for- maður Hringsins frá 1991 til 1999. For- mannsár sín í kvenfélaginu sat hún í stjórn Byggingarsjóðs nýs barna- spítala. Einnig átti hún sæti í rík- isskipaðri byggingarnefnd Barna- spítala Hringsins 1994-1999. Eftir andlát Indriða fluttist El- ísabet á hjúkrunarheimilið Sóltún í Reykjavík þar sem hún naut mjög góðrar aðhlynningar starfsfólks. Elísabet var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1994 fyr- ir störf sín að heilbrigðismálum barna. Útför Elísabetar fer fram frá Háteigskirkju næstkomandi fimmtudag, 20. febrúar, og hefst athöfnin klukkan 13. Andlát Elísabet Guðný Hermannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.