Morgunblaðið - 15.02.2020, Síða 13

Morgunblaðið - 15.02.2020, Síða 13
Í HENDI? Samið hefur verið um kjör 97% starfsfólks á almennum vinnumarkaði og félagsmanna 18 af 19 aðildarfélögum SGS sem starfa hjá sveitarfélögum um land allt. Lægstu laun hækka hlutfallslega mest, eða um 90 þúsund krónur á mánuði á samnings- tímanum. Lífskjarasamningurinn hefur skilað ríkulegum ávinningi. Verðbólga er mjög lítil og vextir hafa ekki verið lægri í 70 ár. Ráðstöfunartekjur skuldsettra heimila aukast vegna lægri vaxta og mögulegrar endurfjármögnunar lána. Lækkun tekjuskatts á lægri tekjur hefur tryggt lágtekjufólki auknar ráðstöfunartekjur um allt að 10 þúsund krónur á mánuði. Lífskjarasamningurinn stuðlar að styttri og sveigjanlegri vinnutíma sem tekur mið af mismunandi þörfum fólks og fyrirtækja. Framlag ríkisstjórnarinnar felst í því að á næstu misserum verður fjárfest í framtíðinni fyrir 80 milljarða króna. Mestu skiptir lenging fæðingarorlofs, lækkun tekjuskatts, hækkun barnabóta og lausnir í húsnæðismálum. Aðgerðirnar gagnast best ungu og tekjulágu fólki. Aðalatriðið er að launin verða verðmætari og meira fæst fyrir þau vegna jákvæðra breytinga sem samkomulag náðist um milli samtaka launafólks, atvinnulífs og stjórnvalda. Lífskjarasamningurinn er lykill að betri kjörum landsmanna. Hagur heimilanna hefur batnað og verðbólgan er horfin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.