Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Reykjavíkurborg hefur krafið Jöfn- unarsjóð sveitarfélaga um sex millj- arða króna vegna vangoldinna fram- laga á árunum 2015-2018. Krafan var send fjármála- og efna- hagsráðuneytinu 20. desember en hún er nú til meðferðar hjá Ríkis- lögmanni. Borgarlögmaður vísar í kröfu- gerðinni til dóms Hæstaréttar 14. maí í fyrra í máli 34/2018. „Í umræddu máli komst Hæsti- réttur Íslands að þeirri niðurstöðu … að óheimilt hafi verið … að fella niður jöfnunarframlag til sveitar- félagsins Grímsnes- og Grafnings- hrepps úr Jöfnunarsjóði sveitar- félaga samkvæmt lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Með hliðsjón af niðurstöðu Hæsta- réttar í máli 34/2018 telur Reykja- víkurborg að borgin hafi verið úti- lokuð með ólögmætum hætti frá því að eiga möguleika á að hljóta tiltekin framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga. Af þeirri ástæðu krefst Reykja- víkurborg þess að íslenska ríkið greiði Reykjavíkurborg fjárhæð sem nemur tekjujöfnunarframlögum, jöfnunarframlögum vegna reksturs grunnskóla og framlögum til nýbúa- fræðslu fyrir árin 2015-2018. Krefjast vaxta og dráttarvaxta Er því gerð krafa um að íslenska ríkið greiði Reykjavíkurborg saman- lagt kr. 5.860.817.432, eða sem nem- ur samanlagðri fjárhæð framan- greindra framlaga. Jafnframt er gerð krafa um að fjárhæð hvers framlags verði greidd með vöxt- um … Auk þess er áskilinn réttur til að krefjast dráttarvaxta af framan- greindri fjárhæð,“ segir í kröfugerð borgarlögmanns í málinu. Til viðbót- ar gerir borgin kröfu um að út- gjaldajöfnunarframlag fyrir árin 2015-18 verði endurákvarðað til hækkunar og að Reykjavíkurborg verði úthlutað framlagi vegna lækk- unar tekna af fasteignasköttum. En krafan gæti leitt til þess að framlög til annarra sveitarfélaga verði endurmetin til lækkunar sömu ár. „Jafnframt er þess krafist að Reykjavíkurborg hljóti framvegis framlög úr Jöfnunarsjóði sveitar- félaga til jafns við önnur sveitar- félög, þ.m.t. fyrir árið 2019.“ Borgarlögmaður rökstuddi kröfu sína með lagarökum. Þá meðal ann- ars þeim að ákvæði reglugerða sem kveða á um framangreind framlög skorti fullnægjandi lagastoð. „Í reglugerðum þessum er ýmist að finna ákvæði um reiknireglur sem útiloka Reykjavíkurborg frá því að hljóta umrædd framlög eða ákvæði sem útiloka Reykjavíkurborg berum orðum frá því að hljóta framlög. Þá skerða ákvæði reglugerðar nr. 1088/ 2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga verulega útgjaldajöfnunarframlög til Reykjavíkurborgar umfram það sem gildir um önnur sveitarfélög,“ skrifaði borgarlögmaður m.a. Sett fram í sex liðum Krafan er í sex liðum. Í fyrsta lagi að ríkið greiði 2,62 milljarða eða jafngildi fjárhæðar sem borgin hafi átt rétt á að fá úthlutað sem jöfn- unarsjóðsframlag fyrir 2015-18. Í öðru lagi að ríkið greiði 2,13 milljarða sem jafngildi fjárhæð jöfn- unarframlaga vegna reksturs grunn- skóla árin 2015-2017. Í þriðja lagi að ríkið greiði borg- inni 929,37 milljónir sem jafngildi fjárhæð framlaga til kennslu nem- enda með íslensku sem annað tungu- mál, eða svonefndrar nýbúafræðslu. Í fjórða lagi að jöfnunarsjóður endurákvarði úthlutun útgjaldajöfn- unarframlaga fyrir árin 2015-18. Í fimmta lagi að borgin fái úthlut- að framlögum samkvæmt ákvæði um tekjustofna sveitarfélaga. Loks er sjötta krafan að greiddir skuli vextir af henni eigi síðar en 20. janúar síð- astliðinn. Hjá Ríkislögmanni fengust þær upplýsingar að málið væri í umsagn- arferli. Óvíst væri um næstu skref og tímasetningar í því efni. Borgin fer fram á sex milljarða  Gerir kröfu á Jöfnunarsjóð sveitarfélaga  Borgin krefst auk þess vaxta og dráttarvaxta af kröfunni  Um 930 milljónir af kröfunni eru tilkomnar vegna kostnaðar við að kenna erlendum börnum íslensku Morgunblaðið/Ómar Ráðhúsið Borgin telur sig eiga inni framlög vegna tímabilsins 2015-18. Krafa borgarinnar vegna íslenskukennslu Námið er hluti af nýbúafræðslu Heildar framlag, m.kr. 2015 2016 2017 2018 Ár Fjöldi barna Framlag á hvert barn, kr. Alls, m.kr. 2015 1.507 130.000 195,9 2016 1.521 130.000 197,7 2017 1.871 130.000 243,2 2018 2.250 130.000 292,5 Samtals 929,4 19 5, 9 19 7,7 24 3, 2 29 2, 5 Bjarni Jónsson, varaþingmaður VG, segir að ef Jöfnunarsjóður þurfi að greiða borginni sex milljarða kröfu muni það setja samstarf sveitar- félaganna á Ís- landi í uppnám. Jafnframt kunni sveitarfélög sem reiða sig á framlög úr sjóðn- um jafnvel að missa fótanna. Ef borgin vinni málið séu bæði brostnar forsendur fyrir hlutverki sjóðsins og trausti milli sveitar- félaga. Bjarni er formaður sveitar- stjórnarráðs VG en hann sat í stjórn Jöfnunarsjóðs í átta ár áður en hann settist í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) eftir sveitarstjórnarkosningarnar 2018. „Þessar kröfur eru í yfirferð hjá Ríkislögmanni og Jöfnunarsjóður þarf að taka afstöðu til þeirra og mun væntanlega hafna þeim. Þá hafa menn tækifæri til að fara í dómsmál, á grundvelli þess sem gerðist hjá Grímsnes- og Grafn- ingshreppi og sveitarfélögum sem sóttu meintan rétt sinn eftir að hafa fengið skert framlög úr sjóðn- um vegna mikilla tekna,“ segir Bjarni sem vakti fyrstur máls á kröfu borgarinnar í þingræðu 28. janúar sl. Til umræðu var stefnu- mótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019- 2023. Bjarni rifjar upp að Jöfnunar- sjóður hafi haft það hlutverk að vera miðlunarsjóður til þess að jafna stöðu sveitarfélaganna til að standa undir lögbundnum verk- efnum. Það muni þurrka upp sjóð- inn ef fallist verði á greiðslu kröf- unnar úr sjóðnum. „Sveitarstjórnarmenn hvísla því á milli sín að þetta gæti sprengt upp samband sveitarfélaga, að sveitarfélögin á landsbyggðinni og mögulega fleiri sveitarfélög, gætu jafnvel skilið borgina eftir, á hvorn veginn sem það færi,“ segir hann. Myndi setja samstarf sveitar- félaganna á Íslandi í uppnám KRAFAN Á HENDUR JÖFNUNARSJÓÐI Bjarni Jónsson Teitur Árnason sigr- aði í slaktaumatölti í Meistaradeildinni í hestaíþróttum. Hann sat Brúneyju frá Graf- arkoti og var efstur bæði í A-úrslitum og forkeppni. Keppnin fór fram í TH-höllinni hjá Fáki í Reykjavík á fimmtudagskvöldið. Í öðru sæti varð Arnar Bjarki Sigurð- arson á Hrafnfaxa frá Skeggsstöðum og þriðji varð Árni Björn Pálsson á Hátíð frá Hemlu II. Efstur í einstakl- ingskeppninni er Jakob Svavar Sig- urðsson með 18 stig og Árni Björn Pálsson er í öðru sæti með 14 stig. Lið Hjarðartúns er efst í keppni lið- anna. Næsta keppni Meistaradeild- arinnar verður fimmtudaginn 27. febrúar. Þá verður keppt í fimm- gangi í Samskipahöllinni hjá Spretti í Kópavogi. Teitur sigraði í slaka taumnum  Jakob efstur í Meistaradeild Ljósmynd/Petra Lönnqvist Slök Teitur Árnason og Brúney frá Grafarkoti sigruðu í slaktaumatölti í Meistaradeildinni. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir styrkumsóknum Þýðingastyrkir Til að þýða á íslensku mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit. Einnig myndríkar bækur fyrir börn og ungmenni. Barna- og ungmennabóka– sjóðurinn Auður Til útgáfu vandaðra bóka sem skrifaðar eru á íslensku, fyrir yngri lesendur. Umsóknarfrestur er til 16. mars 2019 Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á www.islit.is Til útgáfu og miðlunar íslenskra ritverka, þar sem kappkostað er að styrkja verk sem hafa menningarlegt og þekkingar- fræðilegt gildi. Útgáfustyrkir Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.