Morgunblaðið - 15.02.2020, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 15.02.2020, Qupperneq 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2020 ✝ Hanna BjörgFelixdóttir var fædd í Reykjavík 23. júlí 1929. Hún andaðist í Sóltúni í Reykjavík 12. jan- úar 2020. Foreldr- ar Hönnu voru Fel- ix Jónsson yfirtollvörður, f. 26. apríl 1895, d. 29. mars 1978 og k.h. Guðmunda Jóhannsdóttir, f. 28. mars 1898, d. 6.maí 1990. Systkini hennar voru Guðrún Svava Felixdóttir, f. 1922, d. 2018 og Gylfi Fel- ixson, f. 1939, d. 2007. Hanna Björg giftist Þóri Jónssyni 3. desember 1949, f. 22. ágúst 1926, d. 1. júlí 2017, framkvæmdastjóra í Reykjavík. Þau skildu. Börn Hönnu Bjargar eru: a) Grétar Felix, f. 1947 (faðir Gunnar Mekkinósson). Hann var ættleiddur og alinn upp af móð- urforeldrum. Maki Guðlaug Þórs Ingvadóttir, f. 1950. Þeirra börn: 1) Valgeir Júlíus, maki Sigrún Jóhannesdóttir, hann á d) Heba Þórisdóttir, f. 1965, hennar maki (1) Gregg David Fienberg (þau skildu), maki (2) Shepherd Stevenson. Börn Hebu: 1) Adam Björn, 2) Þórir Gabriel. Hanna Björg ólst upp hjá for- eldrum sínum á Baldursgötu 7 í Reykjavík þar til hún giftist Þóri Jónssyni. Þau hófu sambúð á Baldursgötu en fluttu fljótlega í Stórholt og síðan Skaftahlíð. Lengst af bjuggu þau síðan á Arnarnesi, síðustu æviárin bjó Hanna á Strandvegi í Garðabæ þar til í desember 2018 að hún fór á spítala og að lokum í Hjúkrunarheimilinu Sóltúni, með viðkomu á Vífilsstöðum. Hanna var mestan hluta ævi sinnar starfandi sem húsmóðir, eftir gagnfræðapróf frá Ingi- marsskóla hóf hún ung að aldri störf í versluninni Remedíu við Austurstræti. Starfsferli sínum lauk hún í versluninni Dídó á Hverfisgötu og í Kringlunni. Hún var áhugamanneskja um íþróttir alla tíð og á yngri árum stundaði hún skíðamennsku. Þá var hún mikil hannyrðakona og á efri árum stundaði hún postu- línsmálun Þá má geta þess að hún var í sama saumaklúbbi í um 70 ár. Útför Hönnu Bjargar var gerð í kyrrþey 27. janúar 2020 að hennar ósk. fimm börn og fimm barnabörn. 2) Guð- mundur Felix, maki Sylwia Gretarsson Nowacowska, hann á tvö börn og eitt barnabarn. 3) Ingi Örn, hann á tvö börn. b) Sigríður Jóna Þórisdóttir f. 1950. Maki Sigurjón Sig- hvatsson, f. 1952, þeirra börn: 1) Þórir Snær, maki Elsa María Jakobsdóttir, hann á 2 börn. 2) Sigurborg Hanna. B) Birgir Hannes Þórisson, f. 1951, d. 3. ágúst 2014. Maki Anna Laufey Sigurðardóttir, f. 1962. Börn Birgis eru: 1) Jórunn Agla, hún á tvö börn, 2) Andri Þór, 3) Hanna Kristín, hún á eitt barn, 4) Sigurður Helgi, hann á eitt barn og 5) Egill Snær. c) Guðmunda Helen Þóris- dóttir, f. 1954, maki Sigurður Gísli Pálmason, f. 1954. Börn Guðmundu eru: 1) Jón Felix, maki Olga Lilja Ólafsdóttir, þau eiga eitt barn. 2) Gísli Pálmi. Elsku mamma. Þá er kominn tími til að segja mitt síðasta „I love you“. Þannig kvöddum við hvor aðra í símann í rúm 30 ár. Þú studdir mig þegar ég vildi fara til Kaliforníu í nám og varst mín besta klappstýra en sagðir þó við mig að nú værir þú búin að missa tvær dætur til Kali- forníu því þú vissir að ég mundi aldrei flytja heim aftur. Samt var ekkert eins gott og að koma „heim“ eins og ég kalla það enn. Í öll þessi ár þegar ég og syn- ir mínir, Adam Björn og Þórir, og eiginmaðurinn Shepherd komum frá Keflavík klukkan sex að morgni, auk þess að sækja okkur, þá beið okkar hlaðborð. Heitt kaffi, heimatilbúið rækju- salat, flatkökur og hangikjöt. Og auðvitað malt og appelsín. Því þú ætlaðir aldrei að láta mig gleyma að ég væri Íslendingur! Svo var kjötsúpa eftir að við höfðum lagt okkur. Enginn bjó til betri kjötsúpu en þú þótt þér fyndist kjötsúpan hennar Gullu hans Grétars nú aðeins betri! Þegar við fengum símtalið hing- að til Los Angeles um að þú værir farin var eina ráðið við sorginni að sjóða kjötsúpu fyrir Adam og Þóri eins og þú hefur gert í gegnum árin fyrir mig. Fleirum en mér þótti gott að koma til þín enda tókstu fallega á móti fólki og varst einstaklega barngóð. Eitt sinn þegar ég var nýkomin heim í Arnarnesið þeyttist útidyrahurðin upp og inn valsaði ungur drengur. Ég hélt að hann hefði farið húsavillt og spurði hvað hann héti og hvert hann væri að fara. Hann horfði á mig stórum augum, jafn hissa og ég, og sagðist heita Víðir, hann væri að heimsækja Hönnu og Trýnu og spurði svo á móti: „Hver ert þú og hvað ertu eiginlega að gera hérna?“ Þú sagðir þér aldrei leiðast því þú yndir þér við handavinnu og elskaðir að lesa. Ég erfði ekki þá þolinmæði sem handavinnan krefst og þú sast lon og don að hjálpa mér við mína á skólaár- unum. Þú málaðir líka á postulín og ófáir sem heimsóttu þig fengu að mála á bolla hjá þér. Oft var það líka sem ég læddist inn seint um helgar og þú varst „bara að klára að mála þennan vasa“, en aldrei að bíða eftir að sú yngsta skilaði sér heim. Elsku mamma, þú varst drottning í mínum huga. Sem barn fékk ég að leika mér í fal- legu kjólunum þínum og ein- staka sinnum fékk ég að leika mér með hálsmenið þitt með glitrandi steinum. Mér fannst það flottast sem „kóróna“ yfir ennið og ég hvatti þig til að prófa það þannig. Svo var ég um fimm ára þegar ég læsti mig inni á baði með snyrtibudduna þína í marga klukkutíma. Þegar þú bankaðir og spurðir hvað ég væri að gera kipptirðu þér ekk- ert upp við að lítill indíáni með stríðsmálningu kæmi til dyra með allt meikið þitt á andlitinu. Þú varst sallaróleg og hjálpaðir mér bara að finna kjól sem pass- aði við. Þú varst umhyggjusöm, glett- in, máttir ekkert aumt sjá og barst þig alltaf vel. Þú varst hrein og bein og stóðst eins og klettur með vinum og fjölskyldu. Þú varst félagslynd, áttir góðar vinkonur og varst í saumaklúbb með 12 vinkonum sem prjónuðu saman og héldu vinskap í rúm 70 ár. Og þú varst mamma mín sem kenndir mér að vera stór. Hvíl í friði elsku mamma. I love you. Þín Heba Þórisdóttir. Árið 1988 vorum við Birgir stödd á flugvellinum í Lúxem- borg. Birgir sá að ég var ekkert að flýta mér og spurði hvort ég væri að reyna missa af vélinni, enda löngu komið lokaútkall. Ertu svona stressuð að hitta mömmu? spyr hann kíminn. En jú, Hanna, sem síðar varð tengdamóðir mín, ætlaði nefni- lega að sækja okkur út á völl og ég hafði ekki enn hitt hana. Það var hins vegar ástæðulaust að kvíða þeim fundi, okkar fyrstu kynni voru indæl, rétt eins og öll árin sem á eftir komu. Hanna var dásamleg tengda- móðir og amma „par excell- ence“. Fyrir hvert einasta barnaaf- mæli hjá okkur kom hún með heimagerða marengstertu sem einfaldlega fékk nafnið „mar- engskaka ömmu Hönnu“. Hanna kom mér stöðugt á óvart, ekki síst fyrir ósérhlífni og dugnað. Hana munaði ekki um að skutlast út á bensínstöð til að skola af bílnum, jafnvel spariklædd. Bíllinn hennar var enda alltaf hreinn með fínu ull- arteppi í aftursætinu fyrir Trínu, tíkina hennar. Tengdamamma flutti til okk- ar Birgis til að passa börnin þegar við skruppum út á skíði. En það sem merkilegra er, það þurfti aldrei að biðja hana um það; hún var alltaf fyrri til að hringja og bjóðast til þess. Árið 1992 fórum við Birgir til Austurríkis í skíðaferð en þá voru tvö af þremur börnum okk- ar fædd, Hanna Kristín og Sig- urður Helgi. Siggi Helgi var þá rétt rúmlega þriggja mánaða. En það var ekki vandamálið frekar en fyrri daginn. Hanna réð bara systur sína Svövu til að passa hvítvoðunginn frá klukkan 13-18 á meðan hún var að vinna. Þarna var Hanna hálfsjötug og Svava systir hennar sjö árum eldri. Bara þetta lýsir þeim systrum svo vel; engin vanda- mál, bara lausnir og hlutirnir alltaf framkvæmdir með bros á vör. Eitt sinn vorum við Birgir minn, Hanna tengdó, Svava systir hennar og Hanna Kristín uppi í sumarbústað. Ég var þá langt gengin með Sigurð. Undir kvöld á sunnudegi þegar allir bjuggust til heimferðar tilkynnti ég að ég hygðist vera áfram uppi í bústað og koma seinna í bæinn. Þetta fannst Birgi og ömmu Hönnu langt frá því að vera sniðugt, eitt og annað gæti nú komið upp á hjá mér. Þá var bara Svava skilin eftir til að passa mig, en hún var þá orðin 70 ára! Við Svava nutum okkar svo áfram í sveitasælunni og höfðum báðar gaman af traust- inu sem henni var sýnt. Árin liðu og nú hafði Egill Snær bæst í barnahópinn okkar Birgis. Upp rann þessi fallegi skíðadagur og okkur langaði upp í Skálafell með Hönnu og Sigga en Egill alltof lítill til að vera mikið úti. Auðvitað kom amma Hanna bara með og var með hann inni í skála á meðan við renndum okkur með krakk- ana. Síðasta ferðin okkar saman var sumarið 2015 þegar við keyrðum austur til Seyðisfjarð- ar í heimsókn til Hönnu Krist- ínar, nöfnu hennar. Í skottinu var kaffikannan, teppi og stóll. Við stoppuðum reglulega til að njóta náttúrunnar með kaffi í bolla. Hanna náði þarna loksins að sjá Austfirðina enda naut hún ferðarinnar í botn. Elsku amma Hanna, þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, Birgi og börnin. Hvíld í kyrrð og ró er hverjum manni fró, sem hefur lifað nóg. Samt ætíð undir býr innri þrá og knýr á ókunn ævintýr. (Árni Grétar Finnsson) Þín tengdadóttir, Anna Laufey Sigurðardóttir. Það er erfitt að kveðja jafn góða og yndislega konu og amma Hanna var og átta sig á að nú sé okkar samferð lokið. Þó að ég kveðji með söknuði er ég fullviss um að hún skilji við í fullkominni sátt við sitt ævistarf og veitir það vissa kyrrð. Þrátt fyrir háan aldur tókst amma á við allar áskoranir á sínum eigin forsendum sem reyndist þó sí- fellt erfiðara, en líkaminn hélt ekki alveg í við hugann; sem var alltaf skarpur og skýr. Ég er afar þakklátur fyrir að hafa kynnst ömmu Hönnu jafn vel og ég gerði. Hún var ein- staklega dugleg við að passa okkur systkinin og frændsystk- inin og sinnti öllum af mikilli al- úð. Frá henni geislaði aldrei neitt annað en góðmennska og hlýja sem margfaldaðist í návist barna og dýra. Hún fylgdist vel með öllu sínu fólki, fjölskyldu og vinum, og var alltaf með allar helstu fréttir á hreinu. Það breyttist aldrei enda var hún stálminnug og full fróðleiks allt fram á það síðasta. Við áttum mörg, oft afar löng, samtöl sem voru bæði skemmti- leg og fræðandi. Alltaf þegar ég hringdi mundi hún upp á dag hvenær við höfðum spjallað síð- ast. Stundum nýtti hún sér það til að koma pent til skila að of langt hefði liðið milli símtala. Þegar ég svaraði um hæl að henni væri ávallt frjálst að hringja vildi hún ekkert vera að því, hún vildi nefnilega alls ekki trufla. Þetta er nokkuð lýsandi fyrir ömmu. Það mátti helst ekkert fyrir henni hafa og hún hafði afskaplega gaman af því að spjalla, sem við eigum eflaust sameiginlegt. Amma fylgdist afskaplega vel með öllu. Það var helst ekkert sem mátti gerast án þess að hún vissi af því. Hún gerði líka oft grín að sjálfri sér en sagðist ekkert geta í þessu gert enda haldin óseðjandi forvitni. Hún naut þess að spjalla um allar helstu fréttirnar og kynnti sér allt sem um var að vera, hvort sem það var pólitík, íþróttir eða menning og listir. Við áttum ófá samtölin þar sem allt þetta var krufið eftir að farið var yfir helstu fréttir úr fjölskyldunni að sjálfsögðu. Yfirleitt tók líka sinn tíma að tæma alla þessa helstu málaflokka. Eitt sinn ákvað ég að heyra hvernig amma hefði það á fremur langri leið minni út á land. Því samtali lauk ekki fyrr en um hálftíma eftir að komið var á áfangastað og ég hreinlega gat ekki setið í bílnum lengur. Allt sem amma tók sér fyrir hendur var framkvæmt af fag- mennsku og nákvæmni. Hún var laghent og eru til ótal handverk eftir hana. Fallega myndskreytt postulín og einstaklega vandað- ar flíkur sem hún prjónaði á við verksmiðju. Tertunum hennar mætti líkja við listaverk en þær hurfu þó yfirleitt jafnharðan og þær voru bornar fram. Hún bjó yfir miklum dugnaði, hlífði sér aldrei og var með eindæmum traust. Þó að hún hafi reynt margt á lífsleiðinni, rétt eins og aðrir sem lifa jafn marga daga, bar hún það aldrei með sér. Hún umkringdi sig fremur vinum og ættingjum, naut félagsskapar þeirra og tókst á við áskoranir af æðruleysi. Þú varst sannkölluð fyrir- mynd og einstakur vinur. Takk fyrir allar yndislegu samveru- stundirnar, sögurnar og skemmtilegu samtölin. Hvíldu í friði, elsku amma. Sigurður Helgi Birgisson. Hanna Björg Felixdóttir ✝ Ásmundur S.Guðmundsson fæddist 16. október 1937 að Auðstöðum í Hálsasveit og ólst þar upp. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 26. janúar 2020. Foreldrar hans voru hjónin Hall- fríður Ásmunds- dóttir, fædd 1902, og Guðmundur Þorsteinsson, fæddur 1903, bændur á Auð- stöðum. Systkini hans voru Þorsteinn, Hinrik Óskar og Ingibjörg, þau eru látin en eft- irlifandi bræður eru Guð- mundur Kristinn og Sigurgeir Bjarni. Eftirlifandi kona hans er Kristín Hjaltadóttir, fædd 29. nóvember 1942. Þau giftu sig 16. júní 1963. Börn þeirra eru Brynja, Hallfríður og Steinar Ás. Barnabörn þeirra eru Ar- on Óli og Sólveig María. Hann hóf störf sem sendi- sveinn og þingsveinn hjá Al- þingi 15 ára gamall og starf- aði þar þangað til hann hóf störf hjá Lög- reglunni í Kópa- vogi 1. október 1961, fyrst sem almennur lög- reglumaður, síð- an yfir rannsókn- ardeildinni og svo sem yfirlög- regluþjónn. Hann starfaði við Sýslumannsemb- ættið í Kópavogi í alls 36 ár. Einnig starfaði hann sem stefnuvottur um árabil og sat í stjórn Spari- sjóðs Kópavogs og var þar stjórnarformaður. Síðustu starfsárin var hann húsvörður hjá BYR sparisjóði. Einnig sinnti hann ýmsum félags- störfum. Þau hjónin bjuggu fyrst á Kópavogsbraut 81, síðan á Kársnesbraut 117 en síðustu árin í Árskógum 8. Stoltastur var hann af því að vera skógarbóndi í Skóg- arseli sem er skógræktarbýli úr landi Auðstaða. Útför hans fór fram frá Seljakirkju 3. febrúar 2020. Enn einn af mínum kæru góðu vinum er fallinn frá. Ég man fyrst eftir Ása þegar ég var unglingur í Kópavogi og hann ungur maður í lögregl- unni. Einhverra hluta vegna man ég svo vel eftir honum þó að ég þekkti hann ekkert á þessum tíma. Ekki datt mér í hug þá að hann ætti eftir að verða yfirmaður minn og læri- meistari og einn minn besti og tryggasti vinur. Það var svo árið 1976 að ég byrjaði fyrst kvenna að starfa sem lögregluþjónn í lögreglunni í Kópavogi. Þá var Ási aðstoð- aryfirlögregluþjónn og yfirmað- ur rannsóknardeildar en varð síðar yfirlögregluþjónn. Ég fór mjög fljótt að vinna með Ása í rannsóknardeildinni og var okk- ar samstarf ævinlega mjög gott. Ási kenndi mér margt sem ég bý að enn þann dag í dag. Hann kenndi mér meðal margs annars að taka myndir, kópera og framkalla og eyddum við mörg- um stundum í framköllunarher- berginu á lögreglustöðinni. Það var ekki alltaf auðvelt að vera ein kvenna í þessu starfi en alltaf gat ég leitað til Ása sama um hvað málið snerist og fór ég alltaf út frá honum sátt og full sjálfstrausts. Það var sama hvort það var starfið eða einkalífið sem truflaði mig, allt- af gat ég leitað til hans. Ég gat alltaf treyst því að Ási stóð við bakið á mér í hverju sem var. Ási var vel hagmæltur og á meðan hann hafði heilsu til sendi hann mér nýjar vísur um hver jól og við önnur hátíðleg tækifæri. Ási var líka handlag- inn, smíðaði og renndi hina feg- urstu hluti. Ég á mjög fallega kertastjaka sem hann renndi og gaf mér. Eftir að ég hætti störfum í lögreglunni hélst okkar vinskap- ur áfram. Við hittumst í kaffi, töluðum saman í síma og heim- sóttum hvort annað. Ef ég þurfti uppörvun eða bara að ræða málin gat ég alltaf talað við Ása. Hann þekkti mig og það þurfti ekki alltaf mörg orð. Hann gerðist aldrei talsmaður annarra. Ási undi sér vel á sín- um bernskuslóðum í Borgarfirð- inum og þar var gott og gaman að koma í heimsókn. Ég minnist hans ljómandi og með sitt sér- staka bros sýna okkur stóra áhaldahúsið sitt og gröfur og traktora sem hann notaði við skógræktina. Þarna í Skógarsel- inu leið Ása vel með Stínu sinni. Það var erfitt að horfa upp á Ása hverfa smátt og smátt frá okkur inn í okkur lokaðan heim. Í síðustu skiptin sem ég heim- sótti hann þekkti hann mig ekki alltaf en ýmislegt rifjaðist upp og gátum við oft hlegið saman að gömlum minningum. Hann talaði ekki mikið en brosti og setti upp sinn glettnissvip sem aldrei breyttist. Elsku Ási minn, þakka þér allt sem þú hefur kennt mér og gert fyrir mig og þína tryggu vináttu, þín verður saknað. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiði runnið. Í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Svo vinur kæri vertu sæll nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ókunnur) Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til Stínu og fjölskyldu. Hvíldu í friði, góði vinur. Sigrún Ólafsdóttir (Bíbí) Ásmundur Steinar Guðmundsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is FALLEGIR LEGSTEINAR Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.