Morgunblaðið - 27.02.2020, Side 12

Morgunblaðið - 27.02.2020, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020 ADHD er taugaþroskaröskunsem einkennist af athyglis-bresti með eða án ofvirkni og hvatvísi. Um 5-10% barna og ung- linga greinast með ADHD. Einkenni ADHD geta haft hamlandi og víðtæk áhrif á líf barna og unglinga í skóla, heima og í félagslegum samskiptum og getur leitt til skertra lífsgæða. Ef börn fá ekki viðeigandi meðferð geta komið fram ákveðnar fylgiraskanir, s.s. skert námsframvinda, félagslegir erfiðleikar, kvíði, þunglyndi og slök sjálfsmynd. Meðferð við ADHD felst í samræmdum meðferðarúrræðum, s.s. fræðslu- og færninámskeiðum fyrir foreldra, þjálfunarnámskeiðum fyrir börn, aðlögun og stuðningi í skóla og meðferð sálfræðinga auk þess sem lyfjameðferð kemur til álita ef önnur úrræði skila ekki tiltækum árangri. Örvandi lyf við ADHD eru árangursrík í u.þ.b. 80% tilfella hjá þessum aldursflokki. Lyfin eru örugg Ýmsar spurningar brenna á for- eldrum varðandi lyfjagjöf við ADHD. Flestar rannsóknir sem gerðar hafa verið eru á börnum á grunnskólaaldri og hafa sýnt fram á að þegar lyfin eru notuð eftir leið- beiningum læknis eru þau örugg. Al- gengustu aukaverkanir eru minni matarlyst og erfiðleikar með að sofna á kvöldin. Metið er í hverju til- felli fyrir sig hvort aukaverkanirnar skerði lífsgæði og ef svo er er lyfja- töku hætt og þá oft annað lyf prófað. Ein algengasta spurning foreldra er hvort börn sem fara á lyf séu í auk- inni hættu á áhættuhegðun, s.s. áfengis- og fíkniefnavanda eða af- brotahegðun. Þekkt er að einstak- lingar með ADHD eru í aukinni hættu á slíkri hegðun ef þau fá ekki viðeigandi meðferð. Langtíma- rannsóknir hafa sýnt að lyfja- meðferð eykur ekki líkurnar á því og sumar rannsóknir hafa jafnvel sýnt fram á að lyfjagjöf hafi verndandi áhrif. Önnur algeng spurning er hvort lyfin séu ávanabindandi eða valdi vímu. Ef lyfin eru einungis not- uð í meðferðarskömmtum er það ekki raunin. Aðrar áhyggjur for- eldra eru að lyfin valdi persónu- leikabreytingum og deyfi börnin. Tilgangur lyfjanna er að bæta virkni heilans sem leiðir til aukinnar getu til að fylgjast með, hafa stjórn á sinni hegðun og draga úr ofvirkni. Ef börnin verða flöt eða áhugalaus er það óæskileg og óásættanleg aukaverkun lyfjanna og er þá full ástæða til að hætta inntöku þess eða skipta um lyf. Eftir þörfum barnsins Það er einstaklingsbundið hvort taka þurfi lyfin alla daga og fer það eftir þörfum barnsins. Yfirleitt fá börn ekki fráhvörf ef tekin eru lyfja- hlé og því er hægt að stjórna lyfja- gjöf eftir þörfum barnsins. Börn og foreldrar spyrja gjarnan hvort þörf sé á ævilangri meðferð. Svarið er að einkenni ADHD breytast gjarnan með tímanum hjá fólki. Yfirleitt minnka ofvirkni- og hvatvísis- einkennin en áfram eru erfiðleikar með athygli og skipulag. Margir geta tileinkað sér færni og tækni til að skipuleggja líf sitt þannig að ekki er þörf á lyfjameðferð á fullorðins- árum. Mikilvægt er að hafa í huga að börn og unglingar sýna misalvarleg eða hamlandi einkenni og því er nauðsynlegt að sníða meðferð hvers einstaklings fyrir sig. Gott utanum- hald og eftirfylgd skiptir höfuðmáli. Svörin um lyfjagjöf við ADHD Taugaröskun Einkenni ADHD breytast gjarnan með tímanum hjá fólki. Yfirleitt minnka ofvirkni- og hvatvísis- einkennin en áfram eru erfiðleikar með athygli og skipulag, en sumir geta þó komið þar með krók á móti bragði. Heilsuráð Nína Sigurveig Björnsdóttir læknir á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Unnið í samvinnu við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Um 40 leiðir í grunn- og framhalds- námi og fjölbreyttir undraheimar tækni og vísinda eru meðal þess sem bíður gesta sem heimsækja Háskóla Íslands á Háskóladaginn, sem er nk. laugardag, 29. febrúar, milli klukkan 12 og 16. Einnig fer fram kynning á margþættri og öflugri starfsemi og þjónustu Háskólans og þá geta gestir skoðað rannsóknastofur, tæki, búnað og húsakynni. Starf félags-, mennta- og heil- brigðisvísindasviðs verður kynnt á annarri hæð Háskólatorgs. Mennta- vísindasvið verður með sína kynn- ingu á 2. hæð aðalbyggingar HÍ og í Öskju má kynna sér hvað er í boði í verkfræði og á náttúruvísindasviði. Auk Háskóla Íslands munu Háskól- inn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvann- eyri verða með námskynningu á há- skólasvæðinu, það er á 1. hæð Há- skólatorgs. Háskólinn á Bifröst kynnir nám sitt á Háskólatorgi og í HR. Háskólinn í Reykjavík er með námskynningu í eigin húsakynnum við Öskjuhlíð og Listaháskóli Íslands kynnir sínar námsleiðir í húsi sínu á Laugarnesi. Háskóladagurinn fram undan Kynna nám og vísindastarf Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Háskóladagur Gestir fá meðal ann- ars að kynnast heimi vísindanna í HÍ. QASHQAI 4X4 SJÁLFSKIPTUR NISSAN Gríptu einn nýjan Nissan Qashqai með sjálfskiptingu og hinu fullkomna Nissan Intelligent fjórhjóladrifi. Nissan Qashqai er einn best útbúni sportjeppinn á markaðnum. Honum fylgir fullkomið leiðsögukerfi með Íslandskorti, 7" upplýsingaskjár með samþættingu við snjallsíma, bakkmyndavél, 17" álfelgur og margt fleira. NÝR QASHQAI ACENTA VERÐ: 5.340.000 KR. VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 /www.bl.is Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 Bílasala Reykjaness Reykjanesbæ www.bilasalareykjaness.is 419 1881 E N N E M M / S ÍA / N M 9 8 1 0 5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.