Morgunblaðið - 27.02.2020, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 27.02.2020, Qupperneq 53
tvo heila áratugi og getur því gert áhugaverðar greiningar á því hvernig viðhorf ferðamanna hafa þróast og breyst. Hún er nú að vinna úr gögnum sem hún safnaði þar síðastliðið sumar. Anna Dóra segir að talsverð þróun hafi orðið í hvernig fólk upplifi svæðið en flest- um þyki þetta miklu náttúrulega svæði en áður þrátt fyrir aukinn straum fólks þangað. „Ég hefði kannski talið að þetta myndi þróast í hina áttina,“ segir hún og bætir því við að Land- mannalaugar þyki í raun ennþá fal- legri en áður var talið en auðvitað upplifi ferðafólk minni kyrrð sök- um aukins fjölda á svæðinu en samtímis því aukið öryggi. Landmannalaugasvæðið er eitt öflugasta og víðáttumesta há- hitasvæði landsins og ekki að ástæðulausu. Þarna er nefnilega eldvirkni og hefur gosið á svæðinu í tvígang frá landnámi. Eldvirknin er samofin mikilli megineldstöð sem sækir nafn sitt í Torfajökul. Fegurstu afurðir eldstöðvarinnar eru mestu líparítsvæði Íslands. Landmannalaugar eru ekki bara óskastaður erlendra ferðamanna sökum náttúrufegurðar og lita- dýrðar sem á sér hvergi keppinaut því þær eru mjög vinsælar hjá mörgum félögum í FÍ. Þar er enda stór og rúmgóður skáli í eigu fé- lagsins, á tveimur hæðum meira að segja, þar sem hartnær 80 manns geta átt næturstað. Skálinn í Landmannalaugum stendur við mörk Laugahrauns, örskammt frá heitum uppsprettum sem hita læk og laug sem staðurinn dregur nafn sitt af. „Ferðafólk á þessu svæði leggur ótrúlega áherslu á að upplifa ein- veru. Þetta skilar sér í myndum af fólki af svæðinu á samfélagsmiðlum eins og á instagram þar sem fólk er yfirleitt aleitt á myndinni, eitt með óspilltri náttúrunni.“ Ábyrgð gagnvart víðernum og óspilltri náttúru Anna Dóra hefur einnig beint sjónum að viðhorfum ferðamanna og ferðaþjónustunnar til einstakra virkjanahugmynda og til ólíkra að- ferða til orkuframleiðslu hérlendis. „Í þessari rannsókn var einnig varpað ljósi á aðdráttarafl stað- anna, hvernig ferðamenn skynja þá, hversu ánægðir þeir eru með heimsókn sína og hvaða mannvirki eru æskileg á svæðunum að mati þeirra.“ Anna Dóra segir að komið hafi í ljós að ferðamenn séu frekar and- vígir virkjunarhugmyndum. Það er mikilvægt fyrir okkur Ís- lendinga að stunda yfirgripsmiklar rannsóknir á lífríki og umhverfi en líka á landinu sjálfu sem er vinsæll áfangastaður ferðafólks og veru- legar tekjur fást af ferðaþjónustu. Við þurfum sem þjóð að átta okkur á því hvað það er nákvæmlega sem gerir Ísland að áhugaverðum stað til að sækja heim. Hvað er það í raun og veru sem aðgreinir landið okkar frá öðrum? Þar leika víð- ernin lykilhlutverk, þessi svæði þar sem þú getur staðið og horft í allar áttir og hvergi sjást merki um mannanna verk. Þú færð þá upp- lifun að enginn annar hafi nokkru sinni stigið þarna fæti. Anna Dóra segir að Íslendingar þurfi að vera ábyrgir gagnvart því að varðveita slík svæði og vernda þau fyrir ágangi. „Þau eru ekki mörg eftir svæðin sem hafa þessi sérkenni og það gengur mjög á þau. Þar af leiðandi er það mjög mikil ábyrgð sem við berum í því sambandi. Óspillt náttúra og víð- erni eru mjög verðmæt auðlind fyr- ir ferðaþjónustuna. Við getum vissulega skapað okkur verðmæti úr því að nýta víðernin sem auð- lind. Við verðum hins vegar að gera það á skynsamlegan hátt því auðlindin er viðkvæm og vand- meðfarið að nýta hana.“ Leiksvæði sem þarf að vernda Anna Dóra hefur ekki bara nátt- úruna að rannsóknavettvangi því hún hefur haft hana að leiksvæði frá barnæsku, sumar, vetur, vor og haust. „Það fyllir mig orku, gleði og hamingju að vera úti í óspilltri náttúru. Það veitir mér hvíld og slökun. Náttúran er full af áskor- unum og margt óvænt getur gerst á meðan maður ferðast um íslensk víðerni. Náttúran er bara skemmti- legasti leikvöllurinn. Þetta hefur ekkert þroskast af mér og mér finnst alltaf mjög gaman að vera úti að leika mér í náttúrunni.“ Anna Dóra telur eitt mikilvæg- asta verkefni okkar í samtímanum að vernda þessi náttúrulegu leik- svæði miklu betur en við gerum. „Við þurfum að umgangast náttúr- una með virðingu. Við verðum að átta okkur á og viðurkenna að náttúran er takmörkuð auðlind en líka að skilja hitt að hún er ekki eingöngu auðlind heldur hefur líka einstakt gildi í sjálfri sér.“ Endurnærandi Hér er Anna Dóra í fé- lagsskap tveggja prófessora. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020 Marta María mm@mbl.is Varatískan er að breytast með vorinu úr möttum, djúpum litum út í bjartari, glæra og glimmeraða varaliti. „Síðustu mánuði hefur mikið borið á há- glimmeruðum vörum á tísku- pöllum um allan heim sem smitar út frá sér í vor- tískunni hjá YSL þetta árið. Ég er því mjög spennt fyrir nýju varalit- unum frá merk- inu sem eru bjartir, rakagefandi og nærandi, endast vel og innihalda glimmer. Þetta er þó ekki klassíska glimm- erið sem við þekkjum heldur hef- ur vísindamönnum YSL tekist að mynda glimmer úr plönturíkinu sem hvorki þurrka né slípa var- irnar heldur blandast fullkomlega og mynda fallega, sanseraða filmu yfir vörunum,“ segir Björg og bætir við: „Það mikilvægasta í mínum huga áður en ég set á mig varalit eða gloss er að undirbúa varirnar vel, það er alveg eins mikilvægt og að undirbúa húðina til að fá full- komna áferð á farðann okkar.“ Björg notar ýmis góð trix til þess að fá fallegri varir. „Fyrsta skrefið er að slípa var- irnar þar sem ég set oftast lítið af nærandi varakremi, bleyti bómull með volgu vatni og strýk með henni létt yfir varirnar til að fjar- lægja dauðar húðfrumur. Í fram- haldi af því er gott að bera vara- kremið aftur á og leyfa því að ganga inn í varirnar í nokkrar mínútur. Ef ég vil ná litnum hreinum og björtum set ég alltaf Touche Éclat ljómapennann yfir allar varirnar ásamt því að ramma varirnar inn. Fíngerð formúlan í pennanum fyllir upp í fínar línur í kringum varirnar og gefur náttúrulega birtu. Að lokum ber ég varalitinn á varirnar, ef ég vil létta áferð dúmpa ég honum létt yfir og blanda með því að þrýsta vör- unum saman. Ef ég hins vegar vil fá mikla þekju og meiri lit dreg ég varalitinn jafnt yfir varirnar og bæti aðeins meira á miðju var- anna, með þessu móti líta varirnar út fyrir að vera þrýstnari.“ Þrýstnari varir fyrir sumarið! Björg Alfreðsdóttir, national makeup artist YSL á Íslandi, segir frá því hvernig henni finnst best að ná fram fallegum og heil- brigðum vörum með hvaða varalit sem er. Björg Alfreðsdóttir Nýjir tímar Glimmervarir voru áberandi á tískupöllum um all- an heim sem smitar út frá sér í vortískunni hjá YSL. www.danco.is Heildsöludreifing Decoris 2020 línan komin í hús Ný vefverslun fyrir fyrirtæki og verslanir á www.danco.is Fyrirtæki og verslanir Bekkur Velvet Kitchen Goods-Matarstell Úti Partyljós Dolimite Vasi Agave Planta blómapottasett - FACE hvítt Buddha ljósgylltur 61 cm Skápur 40x90x150 cm Solar Úti Lukt 24x42 cm Strá í búnti 80 cm Hengiplöntur Cologne Glervasi 20x30 Pottar CATS 10x9 cm
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.