Morgunblaðið - 27.02.2020, Síða 61

Morgunblaðið - 27.02.2020, Síða 61
ÍÞRÓTTIR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020 Sú virðing sem íslenskur handbolti nýtur í Þýskalandi endurspeglast vel í tíðindum gærdagsins. Forráðamenn eins af bestu liðum landsins, Melsungen, sem gæti orðið bæði bikarmeistari og EHF-Evrópumeistari í vor, leituðu strax til Guðmundar Þ. Guð- mundssonar þegar þá vantaði nýjan þjálfara. Hann hefur áður starfað í sex ár sem þjálfari félagsliða í þýsku deildinni. Um daginn var Alfreð Gísla- son ráðinn þjálfari þýska karla- landsliðsins – sem varð Evrópu- meistari undir stjórn Dags Sigurðssonar fyrir fjórum árum. Sigurganga Kiel í tólf ár und- ir stjórn Alfreðs er nánast eins- dæmi í þýskum handknattleik og sú virðing sem hann nýtur þar í landi er nánast takmarkalaus. Þýski landsliðsmarkvörðurinn Johannes Bitter sagði einmitt í gær að Ólafur Stefánsson væri besta örvhenta skytta sem hann hefði mætt á ferlinum í Þýska- landi. Íslendingar eru nú við störf hjá níu af átján liðum þýsku 1. deildarinnar, bestu deildar heims, ýmist sem leikmenn eða þjálfarar. Í það minnsta þrír af yngri landsliðsmönnum Íslands munu ganga til liðs við félög í deildinni í sumar. Og þetta er ekkert nýtt. Menn eins og Axel Axelsson, Ólafur H. Jónsson og Geir Hall- steinsson gerðu garðinn frægan í þýska handboltanum fyrir nærri því hálfri öld og Jóhann Ingi Gunnarsson tók ungur við liði Kiel og gerði góða hluti sem þjálfari. Íslendingar eru á heima- velli í þýska handboltanum, það er nokkuð ljóst. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is ÞÝSKALAND Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Þetta var frábært, það hefur verið draumur minn síðan ég var í sjötta flokki í Keflavík að spila í einhverri af bestu deildum í heimi og það er orðið að veruleika,“ sagði Samúel Kári Friðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, við Morgunblaðið í gær. Hann lék sinn fyrsta leik með Paderborn í þýsku Bundesligunni á föstudagskvöldið og óhætt er að segja að hann hafi byrjað á toppn- um því leikurinn var gegn stórliði Bayern München, á Allianz- leikvanginum frammi fyrir 75 þús- und áhorfendum. Bayern vann nauman sigur á nýliðunum, 3:2, með marki frá Robert Lewandowski á 88. mínútu. „Þetta voru einhverjar fimmtán mínútur sem ég fékk, ég kom inn á í mína stöðu sem djúpur miðjumaður, og mér gekk bara vel. Við áttum mjög góðan leik og vorum nærri því að fá stig en það slokknaði á okkur í tíu sekúndur undir lokin og það dugði Lewandowski til að skora. Að sjálfsögðu er lið Bayern gríðarlega sterkt og það sást vel gegn Chelsea í Meistaradeildinni,“ sagði Samúel, en Bayern vann þann leik á afar sannfærandi hátt, 3:0, í London í fyrrakvöld. Hér eru allir leikmenn góðir Hann kom til Paderborn um ára- mótin frá Noregi þar sem hann lék með Vålerenga og var í láni hjá Vik- ing í Stavanger á síðasta ári. Sam- úel kann mjög vel við sig í þessari 150 þúsund manna borg sem er í Þýskalandi miðju, um 100 km aust- ur af Dortmund. „Ég er búinn að vera hérna í Pa- derborn í tvo mánuði og hef náð að aðlagast mjög vel. Ég er kominn á góðan stað, mér líður vel, og sé fram á að fá fleiri mínútur í liðinu á næst- unni. Markmiðið er að sjálfsögðu að festa sig í liðinu, samkeppnin er hörð en það fá allir sinn séns og maður verður að nýta þau tækifæri sem gefast. Í þessari deild eru allir leikmenn góðir og það er því frá- bært tækifæri til að verða sjálfur betri leikmaður,“ sagði Samúel sem lék 16 ára með Keflavík í efstu deild, var síðan þrjú ár í röðum Reading á Englandi en lék síðan í Noregi í þrjú og hálft ár. Spurður um viðbrigðin að koma úr norska fótboltanum yfir í þann þýska sagði Keflvíkingurinn að fyrst og fremst væri þetta bara fót- bolti. „En auðvitað eru leikmenn- irnir hérna betri en í Noregi og hraðinn miklu meiri. Þetta er allt á hærra stigi.“ Lykilleikir fram undan Paderborn er nýliði í Bundeslig- unni og hefur nær alltaf leikið í neðri deildunum í Þýskalandi. Liðið er neðst en hefur náð góðum úrslit- um undanfarnar vikur. „Liðið kom upp úr B-deildinni sem er mjög öflugt því B-deildin hérna er gríðarlega sterk, svipuð og á Englandi. Við erum vissulega neðstir eins og er en það er stutt í liðin sem eru fyrir ofan okkur. Þetta getur ráðist í næstu leikjum, sem eru gegn Mainz, Köln og Düs- seldorf, sem eru öll rétt fyrir ofan okkur í deildinni. Ég er með samn- ing í tvö og hálft ár, ef við föllum verður bara settur kraftur í að fara aftur upp en við erum klárir í það sem eftir er af tímabilinu og það kemur ekkert annað til greina en að halda sætinu í deildinni.“ Samúel er afar ánægður með allt hjá Paderborn. „Já, þetta er mjög flottur klúbbur og hér er allt til alls. Frábærir æfingavellir, frábærir þjálfarar, gæðaleikmenn, og svo er þetta mikill fjölskylduklúbbur.“ Tækifæri til að verða betri Samúel er 24 ára gamall, var um skeið fyrirliði 21-árs landsliðsins og á að baki 43 leiki með yngri lands- liðum Íslands. Hann hefur verið í landsliðshópnum undanfarin tvö ár, eða frá vináttuleikjunum tveimur í Indónesíu í ársbyrjun 2018. Hann var í 23 manna hópnum á HM í Rússlandi 2018 og hefur komið við sögu í einum leik í undankeppni EM 2020. A-landsleikirnir hans eru átta talsins, sjö vináttuleikir og svo leikurinn í Moldóvu í nóvember. Spurður hvort það ætti ekki að hjálpa honum að festa sig í sessi í landsliðinu að vera kominn í þýsku Bundesliguna svaraði Samúel að það væri undir sér sjálfum komið. „Við erum með frábæra leik- menn í landsliðinu sem hafa spilað í sterkum deildum í áraraðir. Það sem hjálpar mér að vera kominn í þessa deild er að ég hef tækifæri til að verða betri leikmaður og eiga þá meiri möguleika á að vinna mér sæti í landsliðinu. En þetta er allt saman undir sjálfum mér komið,“ sagði Samúel Kári Friðjónsson. Undir mér sjálfum komið  Samúel Kári hóf ferilinn í Þýskalandi með leik gegn Bayern München  Frábært tækifæri til að verða betri leikmaður, segir Keflvíkingurinn AFP München Samúel Kári Friðjónsson, bláklæddur fyrir miðri mynd, við hliðina á brosmildum Thomasi Müller, lands- liðsmanni Þýskalands og leikmanni Bayern um árabil, eftir leik Bayern og Paderborn á dögunum. Ögmundur Kristinsson, landsliðs- markvörður í knattspyrnu, hefur framlengt samning sinn við Larissa í Grikklandi um eitt ár, eða til vorsins 2021, en félagið skýrði frá þessu í gær. Ögmundur kom til Larissa frá Excelsior í Hollandi sumarið 2018 og hefur spilað alla leiki liðsins í grísku úrvalsdeildinni frá þeim tíma, 55 talsins. Larissa er í ellefta sæti af fjórtán liðum en Ögmundur, sem er þrítugur og lék áður með Hammar- by í Svíþjóð og Randers í Danmörku, hefur haldið markinu hreinu í sjö leikjum af 25 á tímabilinu. Ögmundur áfram hjá Larissa Ljósmynd/Larissa Grikkland Ögmundur Kristinsson heldur áfram hjá Larissa. Hildur Björg Kjartansdóttir, landsliðskona í körfuknattleik og leikmaður KR í úrvalsdeild kvenna, verður frá næstu sex vikurnar vegna meiðsla. Hildur fékk höfuðhögg í upphitun fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Skalla- grími á dögunum og aftur í leik gegn Haukum í deildinni stuttu síðar. Í leiknum gegn Haukum fékk hún hné í kinnbeinið í baráttu um lausan bolta sem varð til þess að tvær sprungur mynduðust. Í fyrstu var talið að hún myndi missa af restinni af tímabilinu en nú telja læknar að hún gæti verið búin að ná sér góðri fyrir úrslitakeppn- ina, samkvæmt frétt á heimasíðu KR. Hildur átti sannkallaðan stórleik gegn Val í undanúrslitum bikar- keppninnar og skoraði 37 stig í mögnuðum sigri KR á Íslandsmeist- urunum. Hún er stigahæsti Íslend- ingurinn í Dominos-deild kvenna með 302 stig í 22 leikjum með KR- ingum. Hildur er frá keppni næstu vikur Hildur Björg Kjartansdóttir Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson úr Víkingi vann í gær sigur í svigkeppni Evrópumótaraðar IPC, Alþjóðaíþróttasambands fatlaðra, sem nú stendur yfir í Zagreb í Króatíu. Hilmar var með samanlagðan tíma upp á 1:44,60 mínútu og var rétt á undan Austurríkismanninum Thomas Grochar sem lauk keppni á 1:45,00 mín- útu. Aðstæður í Zagreb voru nokkuð krefjandi, en það er lítill snjór í fjöllunum og á meðan seinni ferð dagsins stóð yfir í gær gerði talsverða rign- ingu með þrumuveðri. Hilmar keppir ekki í dag en á morgun og laugardag er stefnan sett á að keppa í svigi og stórsvigi og ljúka þar með Evrópumóta- röðinni í tæknigreinum. Eins og sakir standa er það aðstæðum háð hvort svig eða stórsvig verður á undan. Um þessar mundir er Hilmar Snær með forystuna á Evrópumóta- röðinni í svigi og samanlögðu og er í öðru sæti í stórsvigi. Hilmar með enn einn sigur Hilmar Snær Örvarsson Erlingur Richardsson verður áfram þjálfari hollenska karlalandsliðsins, en hann skrifaði í gær undir samning við hollenska handknattleikssambandið til ársins 2022. Erlingur tók við Hollendingum í október árið 2017 og varð fyrsti þjálfarinn til að stýra Hollendingum inn í lokakeppni Evrópumóts karla, en Holland lék í riðli í Þrándheimi á EM í byrjun árs. Hollendingar unnu þar Letta en töpuðu fyrir Þjóðverjum og Spánverjum og enduðu í sautjánda sæti af 24 liðum. Erlingur er einnig þjálfari karlaliðs ÍBV og hefur því nóg að gera. Næsta verkefni Erlings með landsliðið er umspil fyrir HM í Egyptalandi, sem fer fram í júní, en Hollendingar leika þá eins og Íslendingar heima og heiman um keppnis- réttinn á HM 2021. „Við þurfum að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið síðustu ár ef við ætlum að komast lengra. Að komast á EM 2020 var fyrsta skrefið og nú þurfum við að halda áfram,“ var haft eftir Erlingi í fréttatilkynningu hollenska sambandsins í dag. Erlingur áfram með Holland Erlingur Richardsson Theódór Elmar Bjarnason skoraði í gær annað mark sitt í síðustu þremur leikjum Akhisarspor í tyrknesku B- deildinni í knattspyrnu, en lið hans vann þá sigur á Giresunspor á heima- velli, 2:0. Elmar hafði ekki skorað á tímabilinu fram að því, en hann kom til félagsins frá Gazisehir í sömu deild síðasta sumar, eftir að hafa hjálpað því upp í úrvalsdeildina. Elmar er í sömu baráttu með Akhisarspor, sem er í sjötta sæti eftir 24 umferðir af 34, en tvö efstu liðin fara beint upp og liðin í þriðja til sjötta sæti komast í umspil um eitt sæti. Annað mark Elm- ars í mánuðinum AFP Tyrkland Theódór Elmar Bjarnason er í toppbaráttu með Akhisarspor.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.