Morgunblaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020 Hótelrúmföt Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210 eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is Starfsmannafatnaður fyrir hótel og veitingahús Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Vikapiltinn • Hótelstjórnandann Sérhæfum okkur í sölu á rúm- fatnaði og öðru líni fyrir hótel Lýðræðið byggir á skýrri hugmynd sem allir geta skilið. Sam- kvæmt henni er valdið í höndum kjósenda.1) Grunnhugmyndin er því sú að borgararnir sjálfir taki þátt í stjórn landsins og stýri því annaðhvort sjálfir (með beinu lýðræði) eða með því að kjósa fulltrúa sem fara tímabundið með þetta vald (fulltrúalýðræði).2) Lýð- ræði merkir þannig í reynd „stjórn fólksins“, svo sem blasir við í hinni alþjóðlegu mynd orðsins, sem er af grískum stofni, þar sem demos vísar til fólksins en kratos til valds eða stjórnar. Í þessu felst líka mjög mikilvægur öryggisþáttur, þ.e. að al- menningur geti, á friðsamlegan hátt, skipt um valdhafa með því að endur- úthluta valdinu í lok hvers kjörtíma- bils. Annar hornsteinn íslenskrar stjórnskipunar og augljóslega ná- tengdur lýðræðinu er fullveldi þjóðarinnar og réttur hennar til sjálfsákvörðunar.3) Þjóðin (demos) er samkvæmt þessu eining, sem hefur sameig- inlega hagsmuni og sameiginlega framtíð, en ekki bara samansafn af einangruðum einstaklingum, hags- munahópum, sértrúarsöfnuðum o.s.frv.4) Lýðræði og fullveldi þjóðar miða að því að gefa þjóðinni kleift að finna leiðir til að búa saman, verja rétt sinn og starfrækja stjórnkerfi sem þjónar hagsmunum kjósenda. Eða dreymir annars nokkurn mann um fyrirkomulag þar sem eina hlut- verk kjósenda er að þjóna stjórn- kerfinu? Tjáningarfrelsi er forsenda lýðræðis Lýðræðislegar kosningar eru samkvæmt þessu leið kjósenda til að lýsa afstöðu sinni til þess hvernig haldið skuli um stjórnartaumana. Þetta geta menn ekki gert án þess að nota vitsmuni sína. Í því sam- hengi þjóna hugsunarfrelsi og tján- ingarfrelsi algjöru lykilhlutverki.5) Ef menn geta fallist á að lýðræðið byggi á því að frambjóðendur setji fram hugmyndir sínar og höfði til hyggjuvits kjósenda (fremur en til- finninga) blasir jafnframt við að lýð- ræðið er háð því að menntun, kennsla og fræðistörf þjóni öllum al- menningi, enda er það forsenda þess að lýðræðið virki sem skyldi, sem brjóstvörn gagnvart fávísi, ofstæki, ofbeldi, kúgun og harðstjórn. Ef okkur á að takast að beina stjórn landsins í góðan farveg þurfum við að geta tjáð okkur, hlustað, skilið og dregið sjálfstæðar ályktanir. Þær ályktanir verða að byggjast á traust- um grunni, þar sem kjósendur geta greint á milli sannleiks og blekkingar. Þrígreining ríkis- valdsins byggir á lýð- ræðislegri undirstöðu og miðar að því að hamla gegn ofríki og misbeitingu valds. Í því felst að handhafar ríkisvalds gangi ekki, í embættisfærslu sinni, út fyrir þau mörk sem stjórnarskráin setur þeim.6) Hinn lýðræðis- legi grunnur gerir að verkum að löggjafarþing fullvalda þjóðar gegnir algjöru lykilhlutverki í stjórnskipun okkar. Alþingi er leið- andi og stefnumarkandi stofnun. Hlutverk þingsins er að setja lög sem ráðherrar framkvæma og dóm- arar dæma eftir. Af þessu er aug- ljóst að stjórnskipun okkar byggir á þeirri skýru undirstöðu að kjörnir fulltrúar almennings, sem þegið hafa umboð sitt í lýðræðislegum kosn- ingum, stýri málum í samræmi við vilja kjósenda og svari til ábyrgðar fyrir embættisverk sín gagnvart kjósendum. Til áminningar skal áréttað að 1. gr. stjórnarskrárinnar er afdráttarlaus um þann lýðræðis- lega grundvöll sem ríkisvaldið hvílir á: „Ísland er lýðveldi með þingbund- inni stjórn.“ Í þessu felst að ráð- herrar sem boðið hafa fram krafta sína í þágu kjósenda svara til pólit- ískrar og lýðræðislegrar ábyrgðar fyrir störf sín og þurfa að hverfa úr embætti missi þeir stuðning þings- ins.7) Þannig geymir upphafsákvæði stjórnarskrárinnar skýr fyrirmæli um ábyrgð og störf ráðherra, sem sérhver íslenskur dómari þekkir vel, hafandi unnið eið að stjórnar- skránni. Inntak þeirrar greinar sem hér birtist lýtur að því hvort rétt sé og viðunandi að dómarar við erlenda dómstóla og embættismenn sem starfa við yfirþjóðlegar stofnanir, sem ekki hafa unnið neinn sambæri- legan eið að íslenskri stjórnarskrá, geti gripið inn í íslensk stjórnarmál- efni með beinum hætti. Greinin er rituð til að hvetja lesendur til vak- andi meðvitundar um stöðu lýð- veldisins í framangreindu samhengi, sem og innan yfirþjóðlegs stofnana- umhverfis EES-samningsins, sem nú verður nánar vikið að. Kjörnir fulltrúar eða tæknimenn? Iðnvædd samfélög nútímans eru tæknivæddari en samfélög fyrri tíma. Slíkt kallar á margs konar reglur um tæknilegar útfærslur og tæknilega framkvæmd. Sjálfsagt er að sérfræðingar með vit á tækni- atriðum komi að samningu slíkra reglna. Þannig má t.d. eftirláta sér- fræðingum að ákvarða hagkvæm- ustu flutningsleiðir rafmagns og straumstyrk. Öðru máli gildir hins vegar um stefnumörkun á sviði raf- orkumála, t.d. hvað varðar félags- lega þætti, byggðasjónarmið, öryggisþætti, hagnaðarsjónarmið o.fl. Með fullri virðingu fyrir tækni- mönnum, sérfræðingum og embættismönnum getur það ekki verið þeirra hlutverk að semja lög og marka samfélaginu pólitíska og sið- ræna stefnu. Stóru málin á nú sem fyrr að taka til almennrar umræðu og lýðræðislegrar ákvarðanatöku. Undirritaður blandaði sér í umræðu um þriðja orkupakkann (O3) með vísan til þess að málið væri af þeirri stærðargráðu að það bæri að útkljá samkvæmt reglum íslenskrar stjórnskipunar um lýðræði, þing- ræði, handhöfn lagasetningarvalds og ábyrgð kjörinna fulltrúa gagn- vart íslenskum kjósendum. Stjórnarskrárákvæði marka grund- völl samfélags okkar og skilgreina hvernig stjórn landsins skuli vera háttað. Í því sambandi skal áréttað að samkvæmt 2. gr. stjórnarskrár- innar fer Alþingi með löggjaf- arvaldið. Slík ákvæði eru ekki gluggaskraut og standa ekki í stjórnarskrá til þess eins að veita lýðræðislega ásýnd. Ef ástæða er til að ætla að valdhafar virði í reynd ekki leikreglur lýðræðisins ber kjós- endum öllum að hreyfa athugasemd- um og mótmælum, ef ekki á illa að fara. Í því samhengi er einfaldast að beina sjónum að því hvort þeir sem í raun setja landsmönnum lög og regl- ur hafi lýðræðislegt umboð til þeirra starfa og svari til ábyrgðar gagnvart kjósendum. Í aldanna rás – og enn í dag – hafa menn reynt fyrir sér með annars konar stjórnarfyrirkomulag, þar sem stjórn landsins er afhent tiltek- inni ætt, stétt, klíku, fámennum hópi eða auðmönnum.8) Allar þessar teg- undir stjórnarfars þekkjum við Ís- lendingar, sumar af eigin reynslu, en aðrar af vondri afspurn. Sagan sýnir að þótt slíkt stjórnarfar geti haldið velli um lengri eða skemmri tíma veitir það almenningi enga trygg- ingu gagnvart mismunun, misnotk- un valds og afnámi réttinda. Um- ræðan um O3 leiddi í ljós bága stöðu íslensks lýðræðis, sem kristallaðist í því að heyra þingmenn lýsa áhrifa- leysi Alþingis gagnvart ESB sem í samhengi EES heimilar engar und- anþágur. Fjölbreyttar leiðir voru farnar til að beina athygli frá lýð- ræðishallanum, sem í tilviki Íslands er algjör í samanburði við Bretland, þar sem meirihluti kjósenda hefur þó knúið í gegn útgöngu úr ESB. Rætt var um tæknileg atriði fremur en heildarsamhengið, settar voru fram óraunhæfar hugmyndir um að heimatilbúnir fyrirvarar9) eða ákvæði eldri þjóðréttarsamninga10) gætu komið íslenska ríkinu að haldi gagnvart grunnreglum Evrópu- réttar, ráðist var að mönnum með skoðanahroka og yfirlæti að vopni, eða með sýndarrökum þess efnis að tilfinningar eigi stjórna umræðu fremur en rökhugsun, nánar tiltekið vegna þess að ábendingar um varð- stöðuhlutverk Alþingis gagnvart ESB í samhengi EES væru „móðg- andi“ fyrir þingmenn.11) Aldarfjórðungur í farþegahlutverki Ef umræða um móðgun ætti eitt- hvert erindi í þá umræðu sem fara þarf fram um stöðu lýðveldisins og íslensks lýðræðis nú á tímum væri það mögulega út frá áhrifaleysi ís- lenskra kjósenda. Íslendingar standa frammi fyrir þeirri staðreynd að allar reglur EES eiga uppruna sinn hjá ESB. Stofnanir ESB setja reglurnar án aðkomu Íslands eða annarra EFTA-ríkja. Íslendingar áttu því enga aðild að samningu reglna O3. Þeir sem það gerðu unnu ekki í umboði íslenskra kjósenda og við þekkjum engin deili á þeim. Lýð- ræðisleg ábyrgð þeirra er engin og umræður þeirra um málið fóru fram bak við luktar dyr. Að ferlinu loknu voru gerðirnar sendar fullbúnar til samþykktar í sameiginlegu EES- nefndinni. Í viðtali RÚV við sérfræðing í Evrópurétti sl. sumar kom fram að Ísland hefði aldrei í 25 ára sögu EES-samningsins hafnað upptöku löggjafar. Ástæðan að mati sérfræð- ingsins var sú að afleiðingin væri bæði „lagaleg og pólitísk óvissa“.12) Í þessari stuttu grein sem hér birtist skal látið liggja milli hluta að hve miklu leyti þessi fullyrðing sérfræð- ingsins byggir á pólitísku mati frem- ur en lögfræðilegu. Frammi fyrir þessu skal þó áréttað að EES- samningurinn geymir skýr ákvæði um neitunarvald. Alþekkt er að stofnanir ESB rökstyðja forgang ESB-réttar með skírskotun til þess að samninga skuli halda.13) Ekkert hefur komið fram um hvers vegna Íslendingar ættu ekki að njóta rétt- ar samkvæmt þessari ævagömlu meginreglu samningaréttar. Sú staðreynd að smáþjóðin Ísland hafi aldrei þorað að láta reyna á samn- ingsbundnar heimildir sínar til hags- munagæslu er vart merki um „jafn- ræði“ svonefnds „Tveggja stoða kerfis“ EFTA og ESB í EES- samningnum. Aldarfjórðungs- reynsla bendir til að jafnræðið sé fremur í orði en á borði. Lögbundin stjórn og skuldbindingar ráðamanna á þeim grunni ættu að vega þyngra á metunum en pólitískt fát og ótti við hið óþekkta. Eða hvar væri mann- kynið statt ef ótti við „óvissuna“ hefði ávallt ráðið för? Lýðræðið setur dómstólunum skorður Í stjórnskipulegu tilliti er Alþingi í yfirburðastöðu gagnvart handhöfum dóms- og framkvæmdarvalds. Stjórnskipun Íslands reisir því háar skorður gegn því að dómstólar eða embættismenn seilist inn á svið Al- þingis með viðleitni í þá átt að marka stjórnarstefnu eða taka stjórn rík- isins í sínar hendur. Aukin áhersla á meginreglur réttarríkisins hefur óhjákvæmilega gert að verkum að dómstólar gegna nú stærra hlut- verki við mótun réttarins en áður.14) Megindrættir stjórnskipunar okkar um verksvið og valdmörk handhafa ríkisvalds standa þó enn óhaggaðir og má í því samhengi árétta að öfugt við margar nágrannaþjóðir okkar hafa íslenskir kjósendur aldrei form- lega samþykkt fullveldisskerðingu samhliða þátttöku í alþjóðlegu sam- starfi. Í hinu lýðræðislega samhengi má ekki gera lítið úr þessu atriði og frammi fyrir áhrifum erlends réttar á íslenskan rétt og réttarfram- kvæmd getur engin bannhelgi hvílt yfir því að rætt sé með opinskáum hætti um þann þrýsting sem íslensk lagasetning og lagaframkvæmd sæt- ir nú erlendis frá á fyrrgreindum grunni.15) Dómarar njóta málfrelsis á al- mennum vettvangi eins og aðrir borgarar, en undirritaður sætti þó umtalsverðri gagnrýni fyrir tjáningu sína um innleiðingu þriðja orku- pakka ESB í íslenskan rétt.16) Í því samhengi skal áréttað að tjáning undirritaðs var sett fram í almennu samhengi sem persónubundið inn- legg í málefnalega umræðu um full- veldi Íslands og stjórnskipulegt hlutverk Alþingis.17) Þetta er nefnt hér til að undirstrika að mikilvægur greinarmunur er á frjálsri tjáningu dómara sem einstaklinga annars vegar og hins vegar því að dómarar noti dómsvald sitt í því skyni að svipta lögmæta handhafa ríkisvalds stöðu og áhrifum en setji dómstólinn í þeirra stað sem leiðandi og stefnu- markandi í pólitískum efnum. Verður nú nánar að þessu vikið út frá umhugsunarverðu verklagi undirréttar Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Guðmundar Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu, en þegar þetta er ritað hefur málið verið flutt að nýju og dómtekið hjá yfirrétti MDE. Af nálægðarreglu íslensks (og evrópsks) réttar leiðir að jafnvel þótt yfirréttur MDE telji sýnt að dómsmálaráðherra hafi brotið lög í aðdraganda umræddrar skipunar jafngildir það ekki sjálfkrafa því að embættisskipunin sem slík hafi verið ógild, enda hefur það löngum verið viðurkennd meginregla íslensks réttar að ólögmæti leiði ekki sjálf- krafa til ógildis, sbr. dóm Hæsta- réttar Íslands 24. maí 2018 í máli nr. 10/2018, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að annmarkar á málsmeðferð dómsmálaráðherra í aðdraganda skipunar dómara við Landsrétt gætu í heildarsamheng- inu ekki valdið því að skipunin Lýðræðisleg stjórnskipun setur embættisvaldi skorður Eftir Arnar Þór Jónsson »Hvernig fer fyrir þjóð sem stendur frammi fyrir því að hún fær litlu eða engu ráðið um hvernig málum hennar er stjórnað? Arnar Þór Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.