Morgunblaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Kórónuveiran COVID-19 hélt áfram að taka sinn toll víða um heim í gær. Ný tilvik eru nú orðin fleiri utan Kína, upprunalands sjúkdómsins, en innan samkvæmt upplýsingum Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í gær. Ný tilvik í Kína voru 411 á þriðjudaginn en samtals 427 í öðrum löndum. Stella Kyriakides, sem stjórnar heilbrigðismálum innan Evrópusam- bandsins, lagði áherslu á það í gær að menn sýndu stillingu í umræðum um veiruna og útbreiðslu hennar. Í Suður-Kóreu hafa 1.260 smit- ast. Í Íran hafa 19 látist og 139 smit- ast, en efasemdir eru um nákvæmni þeirra upplýsinga. Á Ítalíu hafa tólf látist, þar af tveir í gær, og 374 smit- ast. Hvergi í Evrópu er útbreiðsla veirunnar meiri en þar og víðtækar sóttvarnir í gangi. Í Frakkandi var í gær tilkynnt um annað dauðsfallið vegna veirunnar, sextugs fransks kennara í París. Fyrra dauðsfallið var áttræður kínverskur ferða- maður. Veiran er skæðust eldra fólki, fólki með öndunarfærasjúkdóma og öðrum sem veikbyggðir eru fyrir. Alls höfðu í gær fjórir gestir á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tene- rife greinst smitaðir af kórónuveir- unni. Tvö smit að auki hafa verið staðfest til viðbótar við ítalska lækn- inn sem smitaðist fyrst og eiginkonu hans. Sjö Íslendingar eru á meðal þeirra þúsund gesta sem eru í sóttkví á hótelinu. Ýmsir hafa hætt við ferða- lag til Tenerife af þessum sökum, en heilbrigðisyfirvöld hafa þó ekki talið þörf á því. Útbreiðsla veirunnar hefur leitt til pólitískrar ókyrrðar í sumum löndum. Hafa víða heyrst kröfur um að landamærum verði lokað gagn- vart fólki frá sýktum svæðum. Í gær voru háværar raddir í Frakklandi um að banna áhangendum ítalska knattspynuliðsins Juventus að koma þangað til að fylgjast með leik liðsins í borginni Lyon. Var bent á að furðu- legt væri að frönskum ríkisborgurum væri ráðlagt að fara í sóttkví kæmu þeir frá sýktum svæðum en útlend- ingar fengju að valsa um óáreittir. Í gær var vitað um 2.700 sem látist höfðu í ýmsum löndum af völd- um kórónuveirunnar. Talið var að um 80 þúsund væru sýktir, flestir í Kína en útbreiðslan þar er talin í rénun. Fleiri ný tilvik veirunnar nú utan Kína  Kórónuveiran heldur áfram að taka sinn toll víða um heim  Um 2.700 látnir  ESB hvetur til stillingar  Útbreiðslan í Evrópu mest á Ítalíu  Pólitísk ókyrrð í sumum löndum vegna veirunnar AFP Veiran Sóttvarnargrímur áberandi á lestarstöð í Shanghai í Kína í gær. Námsmenn við Srinakharinwirot-háskólann í Bangkok í Taílandi efndu til mótmæla í gær eftir að dómstóll úrskurðaði að leysa skyldi upp hópur fólks skyndilega saman á almannafæri til aðgerða og hverfur svo á braut. Mótmælendur báru grímur vegna kórónuveirunnar. Framtíðarframfaraflokkinn, sem verið hefur mjög gagnrýninn á her landsins. Þetta var svo- kallaður snarskari („flashmob“), en þá kemur AFP Kórónuveiran setur mark á mótmæli í Bangkok Ólga í Taílandi eftir að stjórnarandstöðuflokkur var leystur upp Kappræður demókrata fyrir forkosningarnar í Suður-Karólínu um helgina fóru fram í fyrrinótt. Sóttu flestir frambjóðenda hart að öldunga- deildarþing- manninum Bernie Sanders, sem nú leiðir baráttuna um útnefn- ingu Demókrataflokksins, og sögðu skoðanir hans of langt til vinstri fyrir hinn almenna kjósanda í Bandaríkjunum. Útnefning Sand- ers væri því vís til að enda með endurkjöri Donalds Trump Banda- ríkjaforseta. Sanders hafnaði því að hug- myndir hans væru of „róttækar“ og sagði þær eiga sér stoð meðal flestra vestrænna ríkja. Þá yrði Trump ekki sigraður í kosning- unum nema með öflugri og orku- mikilli kosningabaráttu. Kosið verður í Suður-Karólínu á laugardaginn næsta, en það er hið fyrsta af Suðurríkjum Bandaríkj- anna til þess að taka þátt í forval- inu, og síðasta ríkið til að kjósa fyr- ir „ofurþriðjudaginn“ 3. mars, en þá halda 15 ríki forkosningar sínar. Sóttu fast að Sand- ers í kappræðum Bernie Sanders Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hvatti til stillingar í gær, en blóðugar skærur hafa verið á milli hindúa og múslima í höfuðborginni Nýju Delí. 27 manns eru látnir eftir átök vikunnar og meira en 200 manns hafa særst í þeim. Þá hefur verið ráðist að moskum í borginni og lagður eldur að þeim. Tildrög óeirðanna má rekja til mótmæla gegn nýjum lögum um ríkisborgararétt sem indverskir múslímar segja vera beint gegn trúarbrögðum sínum. Um 200 milljónir Indverja játa íslamstrú. 27 látnir eftir blóðugar skærur í Nýju Delí Narendra Modi Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að mánudaginn 2. mars, kl. 18 Fold uppboðshús kynnir Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is LISTMUNAUPPBOÐ Jóhannes S. Kjarval Ásgrímur Jónsson Einar Jónsson · Ásmundur Sveinsson Karl Kvaran Listmunauppboð nr. 118 Fimmtudag til föstudags kl. 10–18, laugardag kl. 11–16, sunnudag kl. 12–16, mánudag kl. 10–17 Forsýning á verkunum í Gallerí Fold Jóhannes S. Kjarval
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.