Morgunblaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Kærunefnd útboðsmála telur að
Borgarbyggð hafi brotið gegn lögum
um opinber innkaup með því að gera
kröfu í útboðsskilmálum vegna
kaupa á tryggingum fyrir sveitar-
félagið að bjóðandi starfræki starfs-
stöð í Borgarbyggð. Kærunefndin
leggur fyrir Borgarbyggð að fella
niður umrædda skilmála. Það hefur
byggðarráð samþykkt að gera og
framlengt tilboðsfrest til 3. mars.
Málið á rætur í þeirri ákvörðun
VÍS fyrir rúmu ári að breyta þjón-
ustu á landsbyggðinni með því að
loka útibúum á átta stöðum, þar á
meðal á Akranesi og í Borgarnesi.
Eftir það er ekkert útibú á Vestur-
landi. Leiddi það til mótmæla
sveitarfélaga víða um land, meðal
annars Borgarbyggðar. Byggðarráð
hvatti á sínum tíma fyrirtæki til að
sýna samstöðu um að standa vörð um
störf í sinni heimabyggð og úti á
landsbyggðinni og tók undir áskorun
um að endurskoða viðskipti við VÍS.
Munur á gæðum þjónustu?
Samningi við VÍS var sagt upp og
efnt til útboðs á Evrópska efnahags-
svæðinu. Í útboðsskilmálum var gert
að skilyrði að bjóðandi „starfræki
starfsstöð í Borgarbyggð með starfs-
manni í a.m.k. 16 tíma á viku“. Var
þetta rökstutt með því að sveitar-
félagið er landstórt og með starfsemi
á yfir 30 stöðum. Lögð er áhersla á
aðgang að persónulegri nærþjón-
ustu. Mikill munur sé á gæðum
slíkrar þjónustu og þegar öll sam-
skipti þurfi að fara fram í gegnum
fjarskipti eða með rafrænum hætti.
VÍS taldi ákvæðið í andstöðu við
reglur útboðsréttar um jafnræði og
meðalhóf. Með ákvæðinu væri fyr-
irfram verið að útiloka að ákveðin
fyrirtæki geti tekið þátt í útboðinu.
Óheimilt sé að útiloka bjóðendur frá
þátttöku á grundvelli búsetusjónar-
miða. Var því mótmælt að munur
væri á gæðum þjónustu eftir því
hvort hún er veitt á tiltekinni starfs-
stöð eða með rafrænum hætti.
Mismuna fyrirtækjum
Kærunefndin stöðvaði útboðið
með bráðabirgðaúrskurði í desem-
ber. Í endanlegum úrskurði sem nú
liggur fyrir er á það bent að útboðið
miði að því að koma á vátrygginga-
samningi á milli sveitarfélagsins og
tryggingafélags en ekki sé um að
ræða beint samningssamband á milli
íbúa sveitarfélagsins og vátrygginga-
félagsins. Telur kærunefndin að
ákvæðið um starfsstöð sé til þess fall-
ið að mismuna fyrirtækjum sem
veita vátryggingaþjónustu á grund-
velli þess hvar starfsstöð þeirra er
staðsett. Borgarbyggð hafi ekki sýnt
fram á neitt sem geti réttlætt kröf-
una.
Borgarbyggð er gert að greiða
VÍS 350 þúsund krónur í máls-
kostnað.
Útboðsskilmálar ólögmætir
Borgarbyggð ekki heimilt að gera að skilyrði í útboði trygginga að bjóðendur
hafi starfsstöð í sveitarfélaginu Byggðarráð hefur fellt skilmálana niður
Morgunblaðið/Eggert
Yfir bænum Borgarnes er fjölmennasti þéttbýliskjarninn í Borgarbyggð og á sér merka sögu. Borgarneskirkja
stendur hátt og setur mikinn svip á gamla bæinn. Ofarlega til hægri sést til Borgarfjarðarbrúarinnar.
Menntamálaráðuneytið, Samtök
iðnaðarins og Samband íslenskra
sveitarfélaga hafa hrundið af stað
aðgerðaáætlun sem miðar að því að
auka áhuga ungs fólks á að hasla
sér völl í tæknigreinum í krafti
menntunar sinnar. Slíkt þykir vera
mjög mikilvægt og sakir þess að
ekki nógu margir fara í verknám er
framleiðni á Íslandi undir meðaltali
Norðurlandanna, að mati OECD.
Með samkomulaginu sem Lilja
Alfreðsdóttir menntamálaráðherra
og formenn Samtaka iðnaðarins og
Sambands íslenskra sveitarfélaga
undirrituðu í vikunni, það er syst-
urnar Guðrún og Aldís Hafsteins-
dætur, hvor fyrir sín samtökin,
verður aukin áhersla á að allir
grunnskólanemar fái kennslu í
verk-, tækni- og listgreinum. Einn-
ig stendur til að breyta lögum svo
iðnmenntaðir njóti sömu réttinda
og stúdentar til háskólanáms, ein-
falda á skipulag starfs- og tækni-
náms og bæta aðgengi að slíkri
menntun út um land. Þá verður
náms- og starfsráðgjöf í grunn-
skólum efld, svo ungmenni og for-
eldrar þeirra geti byggt námsvalið
á góðum upplýsingum um nám,
tækifæri og ýmsa starfsmöguleika.
Ómetanlegt samstarf
„Íslenskur iðnaður er uppspretta
gífurlegra verðmæta í hagkerfinu,
sem aðeins verða til þar sem færni
og þekking er til staðar,“ segir
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður
Samtaka iðnaðarins. „Samstarf eins
og þetta er því ómetanlegt, þar
sem margir taka höndum saman til
að fjölga starfs- og tæknimenntuðu
fólki á vinnumarkaði. Menntakerfið
á að styðja við hugvit og nýsköpun,
bæði með því að hvetja ungmenni
til náms og bjóða þeim starfs-
menntunarúrræði sem eru fyrir
starfandi í atvinnulífinu.“
sbs@mbl.is
Sókn Sigurður Hannesson og Guðrún Hafsteinsdóttir frá Samtökum iðn-
aðarins, Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Aldís Hafsteinsdóttir frá
Sambandi ísl. sveitarfélaga og Páll Magnússon ráðuneytisstjóri.
Efla tæknimenntun
Bætt nám og breytt lög Upp-
spretta mikilla verðmæta Hvatning
Hinn nýi dráttarbátur Faxaflóa-
hafna, Magni, er væntanlegur til
hafnar í Reykjavík fyrir hádegi í
dag, fimmtudag. Hann er væntan-
legur að bryggju í Gömlu höfninni
um klukkan 10.30.
Magni kom til Rotterdam fyrir
síðustu jól eftir langa siglingu frá
Víetnam, þar sem hann var smíð-
aður. Til stóð að hann legði af stað
heim til Íslands strax eftir áramót.
Hins vegar tafðist heimförin vegna
stórviðra á hafinu allt til 18. febr-
úar. Heimsiglingin hefur hins veg-
ar gengið að óskum en verktakar á
vegum Damen-skipasmíðastöðvar-
innar sigla bátnum. Þjálfun skip-
stjóra Faxaflóahafna á bátinn hefst
á mánudag.
Magni verður langstærsti
dráttarbátur landsins. Hann er 32
metra langur, 12 metra breiður og
með tvær 2.025 kW aðalvélar
(samanlagt 6.772 hestöfl). Tog-
kraftur dráttarbátsins er 85 tonn.
sisi@mbl.is
Magni til
heimahafn-
ar í dag
Ljósmynd/Damen
Nýr Magni Hinn öflugi bátur í
reynslusiglingunni í Víetnam.
Sundaborg 7-9 | 104 Reykjavík | Sími 511 4747 | www.northwear.is
Starfsmannafatnaður
Einkennisfatnaður