Morgunblaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020 Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Hér erum við að tala um rósasalat sem stund- um er einnig kallað smjörsalat en á ensku kall- ast það butter leaf. Nafnið er dregið af útliti þess þar sem lögun blaðanna og myndun sal- athöfuðsins svipar mjög til rósaknúps. Rósa- salatið þykir einstaklega fallegt og þægilegt í meðförum og hefur verið sérstaklega áberandi í lágkolvetna-uppskriftum þar sem það er notað í staðinn fyrir brauðmeti ýmiss konar eins og í taco. Það eru hjónin Magnús Skúlason og Sigur- laug Sigurmundsdóttir á garðyrkjustöðinni Hveratúni í Laugarási sem rækta þetta fallega rósasalat en þau hófu ræktunina í byrjun árs 2020 og verður það ræktað allan ársins hring í öflugum gróðurhúsum þeirra. Ljóst er að rósa- salatið verður kærkomin viðbót við íslenska grænmetisflóru en salatið hefur mjög góðan líftíma og fer vel með öllum mat. Það er fátt gleðilegra en þegar nýjar afurðir líta dagsins ljós frá grænmetisræktendum hér á landi – og hvað þá ef fyrir valinu verður afurð sem flestir hafa lesið um í erlendum uppskrifta- bókum og tímaritum en hingað til ekki haft aðgang að. Salatið sem matgæð- ingarnir elska loksins ræktað hér á landi Framúrskarandi ræktun Magnús og Sigurlaug stunda vatnsrækt en þá vex grænmetið í fljót- andi næringarlausn í gróðurhúsunum. Jarðhiti er á svæðinu og eru gróðurhúsin sex hituð upp með hveravatni. Notaðar eru lífrænar varnir en þá eru náttúrulegir óvinir þeirra óværa sem geta komið upp notaðir til að útrýma þeim. Ferskleikinn í fyrirrúmi Grænmetið í Hveratúni er tekið upp með höndunum og fer beint til neytenda sama dag og því er pakkað. Fjölskyldan vinnur saman að garð- yrkjunni og á sumrin bætist við starfsfólk. Fjölskyldufyrirtæki Magnús ólst upp í Hveratúni en foreldrar hans, Skúli Magnússon og Guðný Pálsdóttir, hófu ræktun þar árið 1946. Hann segir það hafa legið beinast við að hann tæki við af foreldrum sínum, yngstur í systkinahópnum. Þau Sigurlaug urðu meðeigendur í garðyrkjustöð- inni árið 1983 og tóku svo alveg við árið 2004. Brie 1½ dl frosin brómber 1½ msk. hlynsíróp ½ dl pekanhnetur Fersk brómber Snittubrauð Stilltu ofninn á 200°C og undir- og yfirhita. Settu ostinn í lítið eldfast mót og settu inn í ofn í 20 mín. eða þar til osturinn er orðinn vel bólginn og mjúkur. Á meðan osturinn er inni í ofni, settu frosin brómber í pott á lágum hita ásamt hlynsírópi, hrærðu var- lega í þar til berin eru bráðnuð og svolítill safi hefur myndast af berj- unum. Takið ostinn út úr ofninum, hellið brómberjunum yfir ásamt saf- anum. Skerið pekanhneturnar niður og dreifið yfir ostinn. Berið fram með snittubrauði og ferskum brómberjum. Ljósmynd/Linda Ben Ómótstæðilegt Rétturinn er sérlega einfaldur og góður. Ofnbakaður brie með bróm- berja- og hunangstoppi Þessi ómótstæðilega uppskrift kemur úr smiðju Lindu Ben. Hér erum við að tala um lungamjúkan og löðrandi brie-ost sem er fullkominn í saumaklúbbinn. veita náttúrulega vörn gegn bakteríum í munninum Tvíþætt sink og arginín Dregur úr tannskán Styrkir glerunginn Dregur úr tannskemmdum Frískari andardráttur Dregur úr blettamyndun Dregur úr viðkvæmni Dregur úr tannsteini Fyrirbyggir tannholdsbólgu NÝTT Veruleg fækkun baktería á tönnum, tungu, kinnum og gómi eftir samfellda notkun í fjórar vikur. BYLTING FYRIR ALLANMUNNINN Heildarvörn fyrir tennur, tungu, kinnar og tannhold Frábær vörn í 12 tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.